Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:39 Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir verkalýðshreyfinguna hafa rætt allar mögulegar og ómögulegar aðgerðir sem hugsanlega væri hægt að grípa til í ljósi stöðunnar. Vísir/Vilhelm Alþýðusambandið hefur hafnað tillögu Samtaka atvinnulífsins um tímabundna lækkun eða frestun á greiðslu mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóð og um frestun launahækkana sem taka gildi í dag. Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. Samtal hefur staðið yfir um hvernig megi finna leiðir til að draga úr áhrifum kórónuveirufaraldursins á vinnumarkaðinn. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Hlutabótaúrræðið svokallaða er langastærsta aðgerðin sem ráðist hefur verið í hvað snýr að vinnumarkaðnum á þessum erfiðum tímum. Aðilar vinnumarkaðarins hafa þar að auki rætt ýmsar aðrar leiðir að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. „Við höfum verið að velta öllum mögulegum og ómögulegum hliðum þessa fyrir okkur í mjög þéttu samráði innan ASÍ,“ segir Drífa. Meðal annars hafi komið ósk frá Samtökum atvinnulífsins um að fresta greiðslum mótframlags í lífeyrissjóðs. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ segir Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Verkalýðshreyfingin hafi stutt ýmsar aðgerðir, meðal annars hlutabótaúrræðið, þótt það feli í sér ákveðna kjaraskerðingu, en það að fresta boðuðum launahækkunum hugnist þeim ekki. „Að fara svo að krukka í kjarasamninga í ofanálag er stærri biti heldur en við vorum tilbúin til að kyngja,“ segir Drífa. Verkalýðshreyfingin hafi lagt áherslu á að taka samtalið í stærra samhengi með samtali við stjórnvöld og aðra aðila vinnumarkaðarins, svo sem verkalýðsfélög hjá hinu opinbera. Grafalvarleg staða á vinnumarkaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði. „Eftir óformlega viðræður um skeið og formlegt erindi SA til samninganefndar ASÍ 30. mars síðastliðinn hefur núna borist afdráttarlaust svar þess efnis að Alþýðusambandið ljái ekki máls á tímabundinni lækkun launakostnaðar,“ segir Halldór. Þetta sé að gerast á sama tíma og yfir 25 þúsund manns hafi sótt um hlutaatvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun þar sem langstærstur hluti hefur verið færður niður í 25% starfshlutfall. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg þegar að 25 þúsund manns eru að sækja um hlutaatvinnuleysisbætur og um 15 þúsund til viðbótar eru á atvinnuleysisskrá, samtals 40 þúsund manns,“ segir Halldór alvarlegur í bragði. „Það er í þessu andrými sem Alþýðusambandið hafnar tillögum Samtaka atvinnulífsins.“ Launahækkanir sem kveðið var á um í lífskjarasamningnum svokallaða taka gildi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson segir mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki að standa undir þeim launahækkunum í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin.Vísir/Vilhelm Það sé því miður óhjákvæmilegt að fleiri fyrirtæki muni neyðast til þess að grípa til uppsagna. „Aðgerð okkar og samtal okkar við verkalýðshreyfinguna hefur öðrum þræði snúist um það að verja störf í íslensku samfélagi. Að fólk geti mætt til vinnu og fengið laun hjá sínum atvinnurekanda. Það er óhjákvæmilegt að hækkun launakostnaðar mun ekki styrkja stöðu launafólks á tímum sem þessum og launahækkun ofan í það efnahagsástand sem nú ríkir mun fyrirséð leiða til frekari uppsagna en ella hefði orðið,“ segir Halldór. Hann telji einsýnt að hægt sé að ná einhverju samkomulagi við verkalýðshreyfinguna um þetta. Fordæmi þekkist frá undanförnum árum þar sem vel hafi gengið að ná samkomulagi hjá SA og Alþýðusambandinu. Sambærileg staða hafi komið upp 2009 þegar SA og ASÍ hafi í sameiningu komist að ákveðinni lausn. „Þá voru kjarasamningarnir aðlagaðir að því breytta ástandi sem upp var komið og það hafði mikil áhrif til að lina höggið á vinnumarkaðinn og draga úr fjölda uppsagna. Því eru það auðvitað vonbrigði að verkalýðshreyfingin sé ekki tilbúin í slíkar aðgerðir sem hún var sannarlega tilbúin að fara í í kjölfar hrunsins og ég tel það miður,“ segir Halldór. Vinnumarkaður Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Alþýðusambandið hefur hafnað tillögu Samtaka atvinnulífsins um tímabundna lækkun eða frestun á greiðslu mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóð og um frestun launahækkana sem taka gildi í dag. Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. Samtal hefur staðið yfir um hvernig megi finna leiðir til að draga úr áhrifum kórónuveirufaraldursins á vinnumarkaðinn. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Hlutabótaúrræðið svokallaða er langastærsta aðgerðin sem ráðist hefur verið í hvað snýr að vinnumarkaðnum á þessum erfiðum tímum. Aðilar vinnumarkaðarins hafa þar að auki rætt ýmsar aðrar leiðir að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. „Við höfum verið að velta öllum mögulegum og ómögulegum hliðum þessa fyrir okkur í mjög þéttu samráði innan ASÍ,“ segir Drífa. Meðal annars hafi komið ósk frá Samtökum atvinnulífsins um að fresta greiðslum mótframlags í lífeyrissjóðs. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ segir Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Verkalýðshreyfingin hafi stutt ýmsar aðgerðir, meðal annars hlutabótaúrræðið, þótt það feli í sér ákveðna kjaraskerðingu, en það að fresta boðuðum launahækkunum hugnist þeim ekki. „Að fara svo að krukka í kjarasamninga í ofanálag er stærri biti heldur en við vorum tilbúin til að kyngja,“ segir Drífa. Verkalýðshreyfingin hafi lagt áherslu á að taka samtalið í stærra samhengi með samtali við stjórnvöld og aðra aðila vinnumarkaðarins, svo sem verkalýðsfélög hjá hinu opinbera. Grafalvarleg staða á vinnumarkaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði. „Eftir óformlega viðræður um skeið og formlegt erindi SA til samninganefndar ASÍ 30. mars síðastliðinn hefur núna borist afdráttarlaust svar þess efnis að Alþýðusambandið ljái ekki máls á tímabundinni lækkun launakostnaðar,“ segir Halldór. Þetta sé að gerast á sama tíma og yfir 25 þúsund manns hafi sótt um hlutaatvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun þar sem langstærstur hluti hefur verið færður niður í 25% starfshlutfall. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg þegar að 25 þúsund manns eru að sækja um hlutaatvinnuleysisbætur og um 15 þúsund til viðbótar eru á atvinnuleysisskrá, samtals 40 þúsund manns,“ segir Halldór alvarlegur í bragði. „Það er í þessu andrými sem Alþýðusambandið hafnar tillögum Samtaka atvinnulífsins.“ Launahækkanir sem kveðið var á um í lífskjarasamningnum svokallaða taka gildi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson segir mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki að standa undir þeim launahækkunum í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin.Vísir/Vilhelm Það sé því miður óhjákvæmilegt að fleiri fyrirtæki muni neyðast til þess að grípa til uppsagna. „Aðgerð okkar og samtal okkar við verkalýðshreyfinguna hefur öðrum þræði snúist um það að verja störf í íslensku samfélagi. Að fólk geti mætt til vinnu og fengið laun hjá sínum atvinnurekanda. Það er óhjákvæmilegt að hækkun launakostnaðar mun ekki styrkja stöðu launafólks á tímum sem þessum og launahækkun ofan í það efnahagsástand sem nú ríkir mun fyrirséð leiða til frekari uppsagna en ella hefði orðið,“ segir Halldór. Hann telji einsýnt að hægt sé að ná einhverju samkomulagi við verkalýðshreyfinguna um þetta. Fordæmi þekkist frá undanförnum árum þar sem vel hafi gengið að ná samkomulagi hjá SA og Alþýðusambandinu. Sambærileg staða hafi komið upp 2009 þegar SA og ASÍ hafi í sameiningu komist að ákveðinni lausn. „Þá voru kjarasamningarnir aðlagaðir að því breytta ástandi sem upp var komið og það hafði mikil áhrif til að lina höggið á vinnumarkaðinn og draga úr fjölda uppsagna. Því eru það auðvitað vonbrigði að verkalýðshreyfingin sé ekki tilbúin í slíkar aðgerðir sem hún var sannarlega tilbúin að fara í í kjölfar hrunsins og ég tel það miður,“ segir Halldór.
Vinnumarkaður Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda