Telur seinni bylgju faraldursins geta orðið enn skæðari Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 12:03 Robert Redfield, forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), á blaðamannafundi í Hvíta húsinu föstudaginn 17. apríl 2020. AP/Alex Brandon Seinni bylgja kórónuveirufaraldursins gæti orðið enn skæðari en sú sem heimsbyggðin glímir nú við vegna þess að hún gæti komið upp við upphaf flensutímabilsins, að sögn yfirmanns Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Það myndi setja fordæmalaust álag á heilbrigðiskerfið. Nú þegar hafa fleiri en 800.000 manns greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru sem veldur öndunarfærasjúkdóminum Covid-19 í Bandaríkjunum og fleiri en 45.000 manns hafa látið lífið. Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir samkvæmt opinberum tölum. Robert Redfield, forstjóri CDC í Bandaríkjunum, varar við hættunni á að faraldurinn verði enn verri en hann er nú ef hann blossar upp aftur þegar hefðbundin inflúensa fer á flug næsta vetur. Það telur hann setja „óhugsandi“ álag á bandaríska heilbrigðiskerfið. Það hefur fyrir glímt við skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum, hlífðarbúnaði og sýnatökubúnaði. „Þegar ég segi fólki þetta hallar það sér aftur á bak og skilur eiginlega ekki hvað ég meina,“ segir Redfield í viðtali við Washington Post. Hann brýnir fyrir heilbrigðisyfirvöld alríkisstjórnarinnar og einstakra ríkja Bandaríkjanna að nýta næstu mánuði til þess að búa sig undir það sem er í vændum. Leggja þurfi áherslu á félagsforðun á sama tíma og byrjað verður að slaka á takmörkunum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þá segir hann þörf á að stórauka skimun til að finna þá sem eru smitaðir og smitrakningu til að koma í veg fyrir að ný tilfelli verði upphafið að stærri hópsýkingum. Mikilvægt að fólk fari í flensusprautu Eins segir Redfield að heilbrigðisyfirvöld þurfi að brýna fyrir landsmönnum að huga að haustinu og að láta bólusetja sig fyrir flensunni. Þannig sé hægt að lágmarka þann fjölda sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna flensunnar. Sóttvarnaaðgerðum eins og samkomubanni og fyrirmælum um að fólk haldi sig heima hefur verið mótmælt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Krefjast mótmælendurnir, sem koma flestir úr röðum íhaldsmanna og stuðningsmanna Donalds Trump forseta, þess að takmörkunum verði aflétt þegar í stað. Trump forseti hefur hvatt mótmælendurna áfram og sagt þeim að „FRELSA“ ríkin þrátt fyrir að hans eigin alríkisstjórn hafi gefið út leiðbeiningar til ríkjanna um að aflétta takmörkunum hægt og í áföngum. Redfield segir mótmælin ekki hjálpleg. Hann og aðrir í viðbragðsteymi Hvíta hússins vegna faraldursins hafi lagt áherslu á mikilvægi félagsforðunar og hversu mikil áhrif hún hafi haft til að hemja faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20. apríl 2020 11:19 Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Seinni bylgja kórónuveirufaraldursins gæti orðið enn skæðari en sú sem heimsbyggðin glímir nú við vegna þess að hún gæti komið upp við upphaf flensutímabilsins, að sögn yfirmanns Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Það myndi setja fordæmalaust álag á heilbrigðiskerfið. Nú þegar hafa fleiri en 800.000 manns greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru sem veldur öndunarfærasjúkdóminum Covid-19 í Bandaríkjunum og fleiri en 45.000 manns hafa látið lífið. Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir samkvæmt opinberum tölum. Robert Redfield, forstjóri CDC í Bandaríkjunum, varar við hættunni á að faraldurinn verði enn verri en hann er nú ef hann blossar upp aftur þegar hefðbundin inflúensa fer á flug næsta vetur. Það telur hann setja „óhugsandi“ álag á bandaríska heilbrigðiskerfið. Það hefur fyrir glímt við skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum, hlífðarbúnaði og sýnatökubúnaði. „Þegar ég segi fólki þetta hallar það sér aftur á bak og skilur eiginlega ekki hvað ég meina,“ segir Redfield í viðtali við Washington Post. Hann brýnir fyrir heilbrigðisyfirvöld alríkisstjórnarinnar og einstakra ríkja Bandaríkjanna að nýta næstu mánuði til þess að búa sig undir það sem er í vændum. Leggja þurfi áherslu á félagsforðun á sama tíma og byrjað verður að slaka á takmörkunum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þá segir hann þörf á að stórauka skimun til að finna þá sem eru smitaðir og smitrakningu til að koma í veg fyrir að ný tilfelli verði upphafið að stærri hópsýkingum. Mikilvægt að fólk fari í flensusprautu Eins segir Redfield að heilbrigðisyfirvöld þurfi að brýna fyrir landsmönnum að huga að haustinu og að láta bólusetja sig fyrir flensunni. Þannig sé hægt að lágmarka þann fjölda sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna flensunnar. Sóttvarnaaðgerðum eins og samkomubanni og fyrirmælum um að fólk haldi sig heima hefur verið mótmælt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Krefjast mótmælendurnir, sem koma flestir úr röðum íhaldsmanna og stuðningsmanna Donalds Trump forseta, þess að takmörkunum verði aflétt þegar í stað. Trump forseti hefur hvatt mótmælendurna áfram og sagt þeim að „FRELSA“ ríkin þrátt fyrir að hans eigin alríkisstjórn hafi gefið út leiðbeiningar til ríkjanna um að aflétta takmörkunum hægt og í áföngum. Redfield segir mótmælin ekki hjálpleg. Hann og aðrir í viðbragðsteymi Hvíta hússins vegna faraldursins hafi lagt áherslu á mikilvægi félagsforðunar og hversu mikil áhrif hún hafi haft til að hemja faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20. apríl 2020 11:19 Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20. apríl 2020 11:19
Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49