Hafa áhyggur af dularfullri blóðstorknun vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2020 21:55 Læknir fyrir utan Mount Sinai sjúkrahúsið í New York. EPA/Peter Foley Bandarískir læknar hafa áhyggjur af því að blóðtappar sem tengjast Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafi dregið fjölda sjúklinga til dauða að undanförnu. Þeir segja útlit fyrir að sjúkdómurinn ráðist ekki eingöngu á öndunarfæri heldur einnig á nýru, hjörtu, lifrar og heila. Blóðtappar geta myndast í sjúklingum sem eru mjög veikir og liggja kyrrir til lengri tíma, til dæmis í öndunarvél. Læknar segja þó að í þeim tilfellum sem um ræðir myndist hún snemma og í beinum tengslum við veiruna. Samtök lækna hafa vakið athygli á því að mögulega sé réttast að gefa sjúklingum blóðþynningarlyf, jafnvel þó viðkomandi sýni enn ekki merki blóðstorknunar. Samkvæmt frétt Reuters eru einhver sjúkrahús þegar byrjuð á því, meðal annars á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York borg. Þar fóru læknar að sjá ummerki blóðstorknunar í mismunandi líffærum mismunandi sjúklinga. Öndunarfærasérfræðingar tóku eftir því í lungum, nýrnalæknar í nýrum og svo framvegis. Allt að 40 prósent með blóðstorknun Blaðamenn Washington Post hafa sömuleiðis rætt við lækna í Atlanta sem hafa tekið eftir óeðlilegri blóðstorknun í sjúklingum með Covid-19. Þar hafa allt að 40 prósent sjúklinga greinst með blóðstorknun. Einn sérfræðingur sem ræddi við Washington Post segir lækna eiga við blóðtappamyndun á hverju ári í margskonar tilfellum. Blóðið storkni þó ekki þá, eins og það virðist gera vegna Covid-19. „Vandamálið er að við vitum að það er storknun en við skiljum ekki enn af hverju hún er. Við vitum það ekki. Þess vegna erum við hrædd,“ sagði Lewis Kaplan. Þrátt fyrir að fólk sé sett á blóðþynningarlyf hafa blóðtappar verið að myndast. Blóðtappar stífla æðaleggi Í Atlanta hafa læknar tekið eftir því að fyrst urður fætur sjúklinga bláir og þeir bólgnuðu. Því næst stífluðust æðaleggir vegna blóðskimunar. Þegar kom að krufningum sjúklinga bjuggust læknar við ummerkjum lungnabólgu en fundu þess í stað mikinn fjölda smárra blóðtappa. Samkvæmt Washington Post hafa læknar víða um Bandaríkin rætt þessa blóðstorknun sín á milli og deilt kenningum. Enn liggur þó ekki fyrir af hverju blóð sjúklinga storknar. Þá telja læknar mögulegt að blóðtappar útskýri stóran hluta dauðsfalla þar sem fólk hefur dáið óvænt heima hjá sér. Læknir sem Reuters ræddi við sagðist hafa sinnt 32 sjúklingum í fyrri hluta mars, sem hafi fengið slag vegna blóðtappa í heila. Það sé tvöfalt meira en venjulega og þar á meðal hafi verið fimm sjúklingar sem voru yngri en 49. Sá yngsti var 31. „Sem er galið. Mjög, mjög óvenjulegt,“ sagði heilaskurðlæknirinn J. Mocco. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Bandarískir læknar hafa áhyggjur af því að blóðtappar sem tengjast Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafi dregið fjölda sjúklinga til dauða að undanförnu. Þeir segja útlit fyrir að sjúkdómurinn ráðist ekki eingöngu á öndunarfæri heldur einnig á nýru, hjörtu, lifrar og heila. Blóðtappar geta myndast í sjúklingum sem eru mjög veikir og liggja kyrrir til lengri tíma, til dæmis í öndunarvél. Læknar segja þó að í þeim tilfellum sem um ræðir myndist hún snemma og í beinum tengslum við veiruna. Samtök lækna hafa vakið athygli á því að mögulega sé réttast að gefa sjúklingum blóðþynningarlyf, jafnvel þó viðkomandi sýni enn ekki merki blóðstorknunar. Samkvæmt frétt Reuters eru einhver sjúkrahús þegar byrjuð á því, meðal annars á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York borg. Þar fóru læknar að sjá ummerki blóðstorknunar í mismunandi líffærum mismunandi sjúklinga. Öndunarfærasérfræðingar tóku eftir því í lungum, nýrnalæknar í nýrum og svo framvegis. Allt að 40 prósent með blóðstorknun Blaðamenn Washington Post hafa sömuleiðis rætt við lækna í Atlanta sem hafa tekið eftir óeðlilegri blóðstorknun í sjúklingum með Covid-19. Þar hafa allt að 40 prósent sjúklinga greinst með blóðstorknun. Einn sérfræðingur sem ræddi við Washington Post segir lækna eiga við blóðtappamyndun á hverju ári í margskonar tilfellum. Blóðið storkni þó ekki þá, eins og það virðist gera vegna Covid-19. „Vandamálið er að við vitum að það er storknun en við skiljum ekki enn af hverju hún er. Við vitum það ekki. Þess vegna erum við hrædd,“ sagði Lewis Kaplan. Þrátt fyrir að fólk sé sett á blóðþynningarlyf hafa blóðtappar verið að myndast. Blóðtappar stífla æðaleggi Í Atlanta hafa læknar tekið eftir því að fyrst urður fætur sjúklinga bláir og þeir bólgnuðu. Því næst stífluðust æðaleggir vegna blóðskimunar. Þegar kom að krufningum sjúklinga bjuggust læknar við ummerkjum lungnabólgu en fundu þess í stað mikinn fjölda smárra blóðtappa. Samkvæmt Washington Post hafa læknar víða um Bandaríkin rætt þessa blóðstorknun sín á milli og deilt kenningum. Enn liggur þó ekki fyrir af hverju blóð sjúklinga storknar. Þá telja læknar mögulegt að blóðtappar útskýri stóran hluta dauðsfalla þar sem fólk hefur dáið óvænt heima hjá sér. Læknir sem Reuters ræddi við sagðist hafa sinnt 32 sjúklingum í fyrri hluta mars, sem hafi fengið slag vegna blóðtappa í heila. Það sé tvöfalt meira en venjulega og þar á meðal hafi verið fimm sjúklingar sem voru yngri en 49. Sá yngsti var 31. „Sem er galið. Mjög, mjög óvenjulegt,“ sagði heilaskurðlæknirinn J. Mocco.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent