Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut við Arnarnesveg á 194 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, um klukkan eitt í nótt. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Þá stöðvaði lögregla tvo ökumenn til viðbótar í Reykjavík í nótt, annan í Fossvogi en hinn í Hlíðunum. Þeir eru báðir grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka sviptir ökuréttindum. Sá fyrrnefndi er jafnframt grunaður um vörslu fíkniefna.