Þýski framherjinn Timo Werner er tilbúinn að ganga í raðir Liverpool í sumar frá RB Leipzig ef félagið borgar upp klásúlu í samningi hans en hann er falur fyrir 52 milljónir punda. Sky Sports greinir frá.
Þessi 24 ára framherji hefur verið magnaður á leiktíðinni en hann hefur skorað 21 mark í 25 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið ein aðalástæðan fyrir því að Leipzig er í toppbaráttunni í Þýskalandi.
Hann hefur verið mikið orðaður við Liverpool og hefur sjálfur lýst yfir áhuga sínum að ganga í raðir liðsins en borga þarf milljónirnar 52 fyrir 15. júní ef það á að losa hann frá þýska félaginu í sumar.
Hann var nálægt því að ganga í raðir Bayern Munchen síðasta sumar en endaði á því að framlengja samning sinn við Leipzig. Þá var klásúlan sett inn í samninginn en hann var nálægt því að fara til Bayern á 26 milljónir punda.
Tvennum sögum fer af því hvort að Liverpool ætli sér að kaupa framherjann í sumar en þeir eru ekki taldir hrifnir af því að borga yfir 50 milljónir punda fyrir þann þýska.
RB Leipzig forward Timo Werner is ready to sign for Liverpool if they pay his £52m release clause before it expires on 15 June.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 23, 2020
However Liverpool do not intend to make a move for Werner before his release clause expires.