Fimmtungur íbúa New York gæti hafa smitast af Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2020 23:36 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York. AP/John Minchillo Mögulegt er að fimmtungur íbúa í New York borg hafi smitast af, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þetta sagði Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, að nýleg rannsókn Þar sem sýni voru tekin úr þrjú þúsund manns hafi leitt í ljós. Fimmtungur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni og eru frá New York borg greindust með mótefni við Covid-19. Reynist niðurstaðan rétt er útlit fyrir að sjúkdómurinn hafi náð mun meiri dreifingu í borginni en áður hefur verið talið. Allt að 2,7 milljónir manna gætu þá hafa smitast af veirunni. Stór meirihluti þeirra hefur þá ekki sýnt einkenni og ekki vitað af því að þau hafi smitast af veirunni, samkvæmt frétt New York Times. Embættismenn í New York telja að mótefnaskimun sé lykilatriði í því að létta á félagsforðun og endurræsa efnahag ríkisins og því hvort það sé óhætt. Í New York borg greindist 21 prósent þátttakenda með mótefni við Covid-19. Hlutfallið var 17 prósent í Long Island og minna annarsstaðar í ríkinu. Alls hafa 15.700 manns dáið vegna Covid-19 í New York. Ekki hefur verið staðfest hve mikla vörn mótefni við Covid-19 veita gegn sjúkdómnum og hve lengi ónæmi gæti varið. Þá varaði Cuomo við því að um bráðabirgðaniðurstöður væri að ræða. Sambærileg rannsókn í Kaliforníu sýndi að um fjögur prósent íbúa í Santa Clara sýslu höfðu smitast af veirunni og þó það sé ekki nærri því jafn hátt hlutfall og í New York, er það töluvert hærra en áður var talið. AP fréttaveitan segir að vísindamenn séu að skima fyrir mótefnum víðsvegar í Bandaríkjunum til að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Sérfræðingar segja þörf á umfangsmiklum rannsóknum til að ná utan um raunverulega útbreiðslu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Mögulegt er að fimmtungur íbúa í New York borg hafi smitast af, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þetta sagði Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, að nýleg rannsókn Þar sem sýni voru tekin úr þrjú þúsund manns hafi leitt í ljós. Fimmtungur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni og eru frá New York borg greindust með mótefni við Covid-19. Reynist niðurstaðan rétt er útlit fyrir að sjúkdómurinn hafi náð mun meiri dreifingu í borginni en áður hefur verið talið. Allt að 2,7 milljónir manna gætu þá hafa smitast af veirunni. Stór meirihluti þeirra hefur þá ekki sýnt einkenni og ekki vitað af því að þau hafi smitast af veirunni, samkvæmt frétt New York Times. Embættismenn í New York telja að mótefnaskimun sé lykilatriði í því að létta á félagsforðun og endurræsa efnahag ríkisins og því hvort það sé óhætt. Í New York borg greindist 21 prósent þátttakenda með mótefni við Covid-19. Hlutfallið var 17 prósent í Long Island og minna annarsstaðar í ríkinu. Alls hafa 15.700 manns dáið vegna Covid-19 í New York. Ekki hefur verið staðfest hve mikla vörn mótefni við Covid-19 veita gegn sjúkdómnum og hve lengi ónæmi gæti varið. Þá varaði Cuomo við því að um bráðabirgðaniðurstöður væri að ræða. Sambærileg rannsókn í Kaliforníu sýndi að um fjögur prósent íbúa í Santa Clara sýslu höfðu smitast af veirunni og þó það sé ekki nærri því jafn hátt hlutfall og í New York, er það töluvert hærra en áður var talið. AP fréttaveitan segir að vísindamenn séu að skima fyrir mótefnum víðsvegar í Bandaríkjunum til að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Sérfræðingar segja þörf á umfangsmiklum rannsóknum til að ná utan um raunverulega útbreiðslu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira