Með sanngjarnari verðlagningu yrði ferðaþjónustunni tekið fagnandi Andri Eysteinsson skrifar 24. apríl 2020 11:20 Þórarinn Ævarsson, sem líklega verður kenndur við Spaðann á næstunni, var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/gulli „Líklegast fyllist allt af Íslendingum. Ég tek undir með Áslaugu að tjaldsvæðin munu verða full og það mun væntanlega verða góður markaður fyrir tjaldvagna, fellihýsi og þessháttar,“ sagði Þórarinn Ævarsson veitingamaður um stöðu ferðaþjónustunnar í sumar. Þórarinn, sem stendur nú í ströngu við undirbúning opnunar pizza-staðarins Spaðans á Dalvegi, ræddi fréttir vikunnar í Bítinu ásamt Áslaugu Huldu Jónsdóttur bæjarfulltrúa í Garðabæ. „Ég er þeirrar skoðunar að þeir aðilar í ferðaþjónustunni, sem munu lifa, verða að setja sig í aðrar stellingar hvað varðar verðlagningu,“ sagði Þórarinn sem hefur löngum gagnrýnt verðlagningu hér á landi. Þórarinn gerði orð Heimis Karlssonar, þáttastjórnanda Bítisins, að sínum og sagði almenning ekki munu sætta sig við það að borga „fimm þúsund kall fyrir bleikjubita á Mývatni.“ Frekar myndu íslenskir ferðamenn smyrja sitt eigið nesti, nema að menn bregðist við og lækki verð. Slíkt myndi hafa jákvæð áhrif á störf hótela og veitingastaða á landinu. „Það kostar jafnmikið, launalega séð, að vera með hálftómt hótel og fullt hótel. Ég held að í þessu samhengi, taktu minna fyrir það og vertu með þetta flæði viðskiptavina sem skilar sér margfalt til baka. Ég þekki þetta mjög vel úr eigin rekstri,“ sagði Þórarinn. Skilaboð Þórarins til ferðaþjónustunnar voru því einfaldlega á þá leið. „Verið með sanngjarna verðlagningu og fólk mun taka ykkur fagnandi,“ sagði Þórarinn. Áslaug Hulda sagðist þá vona að aðilar í ferðaþjónustunni væru að hlusta. Fólk væri orðið óþreyjufullt og vera líklega að skipuleggja sumarfrí sitt um þessar mundir og væri reiðubúið að bóka gistingu. Hlusta má á Áslaugu Huldu og Þórarinn í liðnum Fréttir vikunnar í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
„Líklegast fyllist allt af Íslendingum. Ég tek undir með Áslaugu að tjaldsvæðin munu verða full og það mun væntanlega verða góður markaður fyrir tjaldvagna, fellihýsi og þessháttar,“ sagði Þórarinn Ævarsson veitingamaður um stöðu ferðaþjónustunnar í sumar. Þórarinn, sem stendur nú í ströngu við undirbúning opnunar pizza-staðarins Spaðans á Dalvegi, ræddi fréttir vikunnar í Bítinu ásamt Áslaugu Huldu Jónsdóttur bæjarfulltrúa í Garðabæ. „Ég er þeirrar skoðunar að þeir aðilar í ferðaþjónustunni, sem munu lifa, verða að setja sig í aðrar stellingar hvað varðar verðlagningu,“ sagði Þórarinn sem hefur löngum gagnrýnt verðlagningu hér á landi. Þórarinn gerði orð Heimis Karlssonar, þáttastjórnanda Bítisins, að sínum og sagði almenning ekki munu sætta sig við það að borga „fimm þúsund kall fyrir bleikjubita á Mývatni.“ Frekar myndu íslenskir ferðamenn smyrja sitt eigið nesti, nema að menn bregðist við og lækki verð. Slíkt myndi hafa jákvæð áhrif á störf hótela og veitingastaða á landinu. „Það kostar jafnmikið, launalega séð, að vera með hálftómt hótel og fullt hótel. Ég held að í þessu samhengi, taktu minna fyrir það og vertu með þetta flæði viðskiptavina sem skilar sér margfalt til baka. Ég þekki þetta mjög vel úr eigin rekstri,“ sagði Þórarinn. Skilaboð Þórarins til ferðaþjónustunnar voru því einfaldlega á þá leið. „Verið með sanngjarna verðlagningu og fólk mun taka ykkur fagnandi,“ sagði Þórarinn. Áslaug Hulda sagðist þá vona að aðilar í ferðaþjónustunni væru að hlusta. Fólk væri orðið óþreyjufullt og vera líklega að skipuleggja sumarfrí sitt um þessar mundir og væri reiðubúið að bóka gistingu. Hlusta má á Áslaugu Huldu og Þórarinn í liðnum Fréttir vikunnar í Bítinu í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira