Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2020 11:35 Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. Þrjú þúsund sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. Ráðherrar félags- og menntamála hafa unnið að því að verja 4,2 milljörðum króna til að skapa þrjú þúsund störf fyrir námsmenn í sumar. Annars vegar eitt þúsund störf hjá sveitarfélögum og tvö þúsund störf sem falla undir ráðuneyti og stofnanir. „Sú hugmynd að auka við sumarstörf er góð og hluti af því sem við vorum að kalla eftir að ríkisstjórnin myndi grípa til aðgerða. Eitt af stóru málunum sem við vorum að tala um fjárhagsöryggi fyrir stúdenta með atvinnuleysisbótum. En það er ekki hægt að taka það af þeim að 3000 sumarstörf hljómar vel en samkvæmt okkar könnun eru þúsundir námsmanna ennþá umfram það sem munu vera án sumarstarfs í sumar.,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún segir stúdenta fjölbreyttan hóp, sumir hafa náð að halda námi sínu til streitu í því ástandi sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. Aðrir eru ekki svo lánsamir. „Aðrir frekar illa staddir og hafa í rauninni flosnað upp úr námi nú þegar. Svo eru enn aðrir sem sjá ekki fyrir sér að eiga fyrir skrásetningargjöldum næsta haust, námsbókum eða leigu. Fólk er að missa húsnæði sitt er á þeim stað að það á ekki fyrir útgjöldum sínum. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu fjárhagsöryggi svo fólk flosni ekki frekar upp úr námi.“ Jóna segir stúdenta gera sér grein fyrir að aðgerðapakkinn sem kynntur var í vikunni sé ekki sá síðasti. „Við höfum komið þessum kröfum beint á framfæri við forsætisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, velferðarnefnd Alþingis, og beint við Menntamálaráðherra. Við vitum að það hefur heyrst í okkar því það var vísað í könnun okkar í aðgerðapakkanum um atvinnuleysi stúdenta. En það er kannski ekki kominn tímapunkturinn fyrir ríkisstjórnina að sýna pólitískan vilja til að tryggja fjárhagslegt öryggi stúdenta með atvinnuleysisbótum.“ Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. Þrjú þúsund sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. Ráðherrar félags- og menntamála hafa unnið að því að verja 4,2 milljörðum króna til að skapa þrjú þúsund störf fyrir námsmenn í sumar. Annars vegar eitt þúsund störf hjá sveitarfélögum og tvö þúsund störf sem falla undir ráðuneyti og stofnanir. „Sú hugmynd að auka við sumarstörf er góð og hluti af því sem við vorum að kalla eftir að ríkisstjórnin myndi grípa til aðgerða. Eitt af stóru málunum sem við vorum að tala um fjárhagsöryggi fyrir stúdenta með atvinnuleysisbótum. En það er ekki hægt að taka það af þeim að 3000 sumarstörf hljómar vel en samkvæmt okkar könnun eru þúsundir námsmanna ennþá umfram það sem munu vera án sumarstarfs í sumar.,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún segir stúdenta fjölbreyttan hóp, sumir hafa náð að halda námi sínu til streitu í því ástandi sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. Aðrir eru ekki svo lánsamir. „Aðrir frekar illa staddir og hafa í rauninni flosnað upp úr námi nú þegar. Svo eru enn aðrir sem sjá ekki fyrir sér að eiga fyrir skrásetningargjöldum næsta haust, námsbókum eða leigu. Fólk er að missa húsnæði sitt er á þeim stað að það á ekki fyrir útgjöldum sínum. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu fjárhagsöryggi svo fólk flosni ekki frekar upp úr námi.“ Jóna segir stúdenta gera sér grein fyrir að aðgerðapakkinn sem kynntur var í vikunni sé ekki sá síðasti. „Við höfum komið þessum kröfum beint á framfæri við forsætisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, velferðarnefnd Alþingis, og beint við Menntamálaráðherra. Við vitum að það hefur heyrst í okkar því það var vísað í könnun okkar í aðgerðapakkanum um atvinnuleysi stúdenta. En það er kannski ekki kominn tímapunkturinn fyrir ríkisstjórnina að sýna pólitískan vilja til að tryggja fjárhagslegt öryggi stúdenta með atvinnuleysisbótum.“
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira