Forvarnargildi fólgið í því að rannsaka líðan fólks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2020 17:41 Arna Hauksdóttir Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. Markmiðið með rannsókninni er að afla sem mestrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði þjóðarinnar. Öllum einstaklingum eldri en 18 ára, sem hafa rafræn skilríki eða íslykil, er boðið að taka þátt í rannsókninni. Arna, sem er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hvetur alla sem geta til að taka þátt í rannsókninni því fjöldi þátttakenda styrkir hana og gerir hana marktækari. „Við höfum í gegnum tíðina, okkar rannsóknarhópur, rannsakað mjög mikið áhrif samfélagslegra áfalla á heilsu fólks, eins og eftir hrun og náttúruhamfarir og svo framvegis. Þannig að okkur fannst gríðarlegt vísindalegt gildi fólgið í því að fara af stað með þessa rannsókn, líka bara til að búa til þekkingu sem við getum nýtt okkur núna en ekki síður til framtíðar ef við lendum í svipuðum aðstæðum. Við búum við einstakar aðstæður aðstæður hérna á Íslandi. Það er auðvelt að ná til fólks og Íslendingar almennt jákvæðir gagnvart vísindarannsóknum.“ Íslenski rannsóknarhópurinn er í samstarfi við rannsóknarhópa á Norðurlöndum og nota sömu spurningalistana. Þannig verður hægt að bera saman líðan þjóðanna með tilliti til breytna á borð við viðbrögð heilbrigðiskerfa þjóðanna. „Við spyrjum talsvert um þessa Covid tengdu þætti; hvort fólk hafi veikst eða eigi aðstandanda sem hafi veikst, hafi verið í sóttkví og svo framvegis af því það eru gríðarlegir álagspunktar. Við spyrjum líka út í atvinnuóöryggi sem margir standa frammi fyrir sem sýnt hefur verið fram á í fyrri rannsóknum að hefur gríðarleg áhrif á heilsu og svo náttúrulega einmanaleikinn. Við spyrjum sérstaklega um hann því við höfum áhyggjur af því að aukin einangrun, sem svo sannarlega hefur verið hjá fólki, hafi neikvæð áhrif á heilsu.“ Með rannsóknum á líðan fólks skapast tækifæri til forvarna að sögn Örnu. Sýni fólk merki um áföll eða áfallastreitu sé hægt að grípa inn í með viðeigandi meðferð og koma í veg fyrir að veikindin þróist í aðrar og alvarlegri áttir. „Það er von okkar að þetta geti nýst til framtíðar til að bæta viðbragðáætlanir og styrkja heilbrigðiskerfið þegar eitthvað annað svona dynur á. Rannsóknin okkar er líka langtímarannsókn þannig að við getum fylgt fólki eftir til lengri tíma til að sjá hvernig þetta þróast og hvernig fólki reiðir af, ef við sjáum merki vanlíðunar núna. Það er ekki síður mikilvægt.“ Hér er hægt að lesa um rannsóknina og taka þátt í henni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. Markmiðið með rannsókninni er að afla sem mestrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði þjóðarinnar. Öllum einstaklingum eldri en 18 ára, sem hafa rafræn skilríki eða íslykil, er boðið að taka þátt í rannsókninni. Arna, sem er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hvetur alla sem geta til að taka þátt í rannsókninni því fjöldi þátttakenda styrkir hana og gerir hana marktækari. „Við höfum í gegnum tíðina, okkar rannsóknarhópur, rannsakað mjög mikið áhrif samfélagslegra áfalla á heilsu fólks, eins og eftir hrun og náttúruhamfarir og svo framvegis. Þannig að okkur fannst gríðarlegt vísindalegt gildi fólgið í því að fara af stað með þessa rannsókn, líka bara til að búa til þekkingu sem við getum nýtt okkur núna en ekki síður til framtíðar ef við lendum í svipuðum aðstæðum. Við búum við einstakar aðstæður aðstæður hérna á Íslandi. Það er auðvelt að ná til fólks og Íslendingar almennt jákvæðir gagnvart vísindarannsóknum.“ Íslenski rannsóknarhópurinn er í samstarfi við rannsóknarhópa á Norðurlöndum og nota sömu spurningalistana. Þannig verður hægt að bera saman líðan þjóðanna með tilliti til breytna á borð við viðbrögð heilbrigðiskerfa þjóðanna. „Við spyrjum talsvert um þessa Covid tengdu þætti; hvort fólk hafi veikst eða eigi aðstandanda sem hafi veikst, hafi verið í sóttkví og svo framvegis af því það eru gríðarlegir álagspunktar. Við spyrjum líka út í atvinnuóöryggi sem margir standa frammi fyrir sem sýnt hefur verið fram á í fyrri rannsóknum að hefur gríðarleg áhrif á heilsu og svo náttúrulega einmanaleikinn. Við spyrjum sérstaklega um hann því við höfum áhyggjur af því að aukin einangrun, sem svo sannarlega hefur verið hjá fólki, hafi neikvæð áhrif á heilsu.“ Með rannsóknum á líðan fólks skapast tækifæri til forvarna að sögn Örnu. Sýni fólk merki um áföll eða áfallastreitu sé hægt að grípa inn í með viðeigandi meðferð og koma í veg fyrir að veikindin þróist í aðrar og alvarlegri áttir. „Það er von okkar að þetta geti nýst til framtíðar til að bæta viðbragðáætlanir og styrkja heilbrigðiskerfið þegar eitthvað annað svona dynur á. Rannsóknin okkar er líka langtímarannsókn þannig að við getum fylgt fólki eftir til lengri tíma til að sjá hvernig þetta þróast og hvernig fólki reiðir af, ef við sjáum merki vanlíðunar núna. Það er ekki síður mikilvægt.“ Hér er hægt að lesa um rannsóknina og taka þátt í henni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17