Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 10:37 Smásjármynd sýnir hér margar SARS-CoV-2-veirur sem hafa brotið sér leit úr hýsilfrumu. SARS-CoV-2 er í daglegu tali þekkt sem kórónuveiran sem valdið getur Covid-19. Vísir/Getty Í dag birtist á Vísindavef Háskóla Íslands, sem svalað hefur fróðleiksþorsta Íslendinga um árabil, svar við eftirfarandi spurningu: Er hægt að drepa nýju kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla? Ætla má að tilefnið séu orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta á blaðamannafundi á föstudag. Þar viðraði hann hugmyndir um að mögulega væri hægt að lækna fólk af Covid-19 sjúkdómnum með því að dæla sótthreinsivökva í líkama þeirra, eða skjóta útfjólubláu ljósi á þá. Þetta sagði forsetinn eftir að starfandi yfirmaður vísinda- og tæknideildar heimavarnarráðuneytisins kynnti niðurstöður rannsóknar, þar sem komið hefði í ljós að sólarljós og sótthreinsiefni á borð við klór veiki veiruna. Hugmyndirnar hafa hlotið mikla gagnrýni úr ýmsum áttum. Hugmyndir Trumps um notkun sótthreinsiefna eða sterkra geisla sem lækning við kórónuveirunni hafa verið mikið milli tannanna á fólki.Vísir/AFP Á Vísindavefnum segir að stutta svarið við spurningunni hér að ofan sé að kraftmiklar aðferðir til óvirkja veirur á ósértækan hátt, til að mynda með sterkum efnum eða orkuríkum geislum, séu til þess fallnar að skemma frumur líkamans. Ástæðan sé einfaldlega sú að efnasamsetning lífvera og veira sé náskyld að miklu leyti og áhrif efnanna og geislanna á líkamann því keimlík áhrifum þeirra á veiruna. „Sótthreinsiefni og orkuríkir geislar skemma lífrænar sameindir eins og erfðaefni og prótín. Efnin eða geislarnir gera ekki greinarmun á veirum, bakteríum, sveppum, sníkjudýrum eða mönnum. Þau henta því alls ekki við meðhöndlun veirusýkinga og geta haft mjög skaðleg áhrif á lifandi vefi,“ segir í svarinu á Vísindavefnum. Helsta undantekningin sé notkun vægra sótthreinsiefna, til að mynda spritts, á húðina, sem getur þolað slík efni að vissu marki. „Þegar veirur sýkja lífverur fara þær inn í frumur hennar og fjölga sér þar. Því þarf sérhæfðar aðferðir til að ráða niðurlögum veira innan lífvera án þess að valda miklum skaða. Veirulyf beinast þannig oftast að mjög sértækum efnahvörfum sem tengjast ákveðnum veirum eða því hvernig veirurnar þekkja þær frumur sem þær sýkja.“ Sérstaklega er fjallað um þróun krabbameinslyfja í svarinu. Í gegn um árin hafa slík lyf orðið sértækari, en áður fyrr drápu krabbameinslyf heilbrigðar frumur til jafns við krabbameinsfrumur. Á sama hátt hafa eldri sýklalyf mörg hver skaðlegri áhrif á frumur manna en þau lyf sem algengust eru í dag. Notkun ákveðinna efna á menn alls ekki réttlætanleg Þá eru tekin til nokkur skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi ef nota á efni gegn veirusýkingu. Efnið þarf að virka innan frumna, geta borist til frumnanna, vera í nægjanlegum styrk til þess að ná fram áhrifum sínum og má ekki vera skaðlegra en veiran sjálf. Húð manna getur þolað sótthreinsiefni á borð við spritt upp að vissu marki. Ekki er mælt með að fólk innbyrði efnið á nokkurn hátt.Vísir „Mörg efni virka sérlega vel gegn vissum veirum en hafa svo skaðleg áhrif á manneskjur að notkun þeirra er alls ekki réttlætanleg.“ Sérstaklega er fjallað um bleikiefni (e. bleach). Það eru efni sem hafa mikla sótthreinsieiginleika, en á sama tíma afar skaðleg áhrif á lifandi vefi. Þá innihalda slík efni ýmist klór eða ekki. „Bleikiklór er algengur á heimilum sem þvottaefni og veldur því miður oft skaða, sérstaklega meðal barna sem innbyrða hann fyrir slysni. Bleikiklór er einkum skaðlegur slímhúðum sem þekja öndunarveginn, meltingarveginn og fleiri líffærakerfi.“ Þá segir að vel sé hægt að óvirkja veiruagnir utan líkamans með sótthreinsiefnum, sem og með eðlisfræðilegum aðferðum eins og háum hita eða orkuríkum geislum. Slíkum aðferðum sé beitt víða um heim við hreinsun drykkjarvatns og skólps, framleiðslu matvæla og dauðhreinsun ýmissa efna og áhalda. „Þær henta þó engan veginn við meðferð á veirusýkingum í fólki í ljósi skaðsemi á vefi og þar sem þær virka hvorki að nægu marki né á réttum stöðum í líkamanum.“ Höfundar svarsins á Vísindavefnum eru Snædís Huld Björnsdóttir, sameindalíffræðingur og dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við HÍ, Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum og Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Í dag birtist á Vísindavef Háskóla Íslands, sem svalað hefur fróðleiksþorsta Íslendinga um árabil, svar við eftirfarandi spurningu: Er hægt að drepa nýju kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla? Ætla má að tilefnið séu orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta á blaðamannafundi á föstudag. Þar viðraði hann hugmyndir um að mögulega væri hægt að lækna fólk af Covid-19 sjúkdómnum með því að dæla sótthreinsivökva í líkama þeirra, eða skjóta útfjólubláu ljósi á þá. Þetta sagði forsetinn eftir að starfandi yfirmaður vísinda- og tæknideildar heimavarnarráðuneytisins kynnti niðurstöður rannsóknar, þar sem komið hefði í ljós að sólarljós og sótthreinsiefni á borð við klór veiki veiruna. Hugmyndirnar hafa hlotið mikla gagnrýni úr ýmsum áttum. Hugmyndir Trumps um notkun sótthreinsiefna eða sterkra geisla sem lækning við kórónuveirunni hafa verið mikið milli tannanna á fólki.Vísir/AFP Á Vísindavefnum segir að stutta svarið við spurningunni hér að ofan sé að kraftmiklar aðferðir til óvirkja veirur á ósértækan hátt, til að mynda með sterkum efnum eða orkuríkum geislum, séu til þess fallnar að skemma frumur líkamans. Ástæðan sé einfaldlega sú að efnasamsetning lífvera og veira sé náskyld að miklu leyti og áhrif efnanna og geislanna á líkamann því keimlík áhrifum þeirra á veiruna. „Sótthreinsiefni og orkuríkir geislar skemma lífrænar sameindir eins og erfðaefni og prótín. Efnin eða geislarnir gera ekki greinarmun á veirum, bakteríum, sveppum, sníkjudýrum eða mönnum. Þau henta því alls ekki við meðhöndlun veirusýkinga og geta haft mjög skaðleg áhrif á lifandi vefi,“ segir í svarinu á Vísindavefnum. Helsta undantekningin sé notkun vægra sótthreinsiefna, til að mynda spritts, á húðina, sem getur þolað slík efni að vissu marki. „Þegar veirur sýkja lífverur fara þær inn í frumur hennar og fjölga sér þar. Því þarf sérhæfðar aðferðir til að ráða niðurlögum veira innan lífvera án þess að valda miklum skaða. Veirulyf beinast þannig oftast að mjög sértækum efnahvörfum sem tengjast ákveðnum veirum eða því hvernig veirurnar þekkja þær frumur sem þær sýkja.“ Sérstaklega er fjallað um þróun krabbameinslyfja í svarinu. Í gegn um árin hafa slík lyf orðið sértækari, en áður fyrr drápu krabbameinslyf heilbrigðar frumur til jafns við krabbameinsfrumur. Á sama hátt hafa eldri sýklalyf mörg hver skaðlegri áhrif á frumur manna en þau lyf sem algengust eru í dag. Notkun ákveðinna efna á menn alls ekki réttlætanleg Þá eru tekin til nokkur skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi ef nota á efni gegn veirusýkingu. Efnið þarf að virka innan frumna, geta borist til frumnanna, vera í nægjanlegum styrk til þess að ná fram áhrifum sínum og má ekki vera skaðlegra en veiran sjálf. Húð manna getur þolað sótthreinsiefni á borð við spritt upp að vissu marki. Ekki er mælt með að fólk innbyrði efnið á nokkurn hátt.Vísir „Mörg efni virka sérlega vel gegn vissum veirum en hafa svo skaðleg áhrif á manneskjur að notkun þeirra er alls ekki réttlætanleg.“ Sérstaklega er fjallað um bleikiefni (e. bleach). Það eru efni sem hafa mikla sótthreinsieiginleika, en á sama tíma afar skaðleg áhrif á lifandi vefi. Þá innihalda slík efni ýmist klór eða ekki. „Bleikiklór er algengur á heimilum sem þvottaefni og veldur því miður oft skaða, sérstaklega meðal barna sem innbyrða hann fyrir slysni. Bleikiklór er einkum skaðlegur slímhúðum sem þekja öndunarveginn, meltingarveginn og fleiri líffærakerfi.“ Þá segir að vel sé hægt að óvirkja veiruagnir utan líkamans með sótthreinsiefnum, sem og með eðlisfræðilegum aðferðum eins og háum hita eða orkuríkum geislum. Slíkum aðferðum sé beitt víða um heim við hreinsun drykkjarvatns og skólps, framleiðslu matvæla og dauðhreinsun ýmissa efna og áhalda. „Þær henta þó engan veginn við meðferð á veirusýkingum í fólki í ljósi skaðsemi á vefi og þar sem þær virka hvorki að nægu marki né á réttum stöðum í líkamanum.“ Höfundar svarsins á Vísindavefnum eru Snædís Huld Björnsdóttir, sameindalíffræðingur og dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við HÍ, Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum og Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent