Græn hugverk eru auðlind Borghildur Erlingsdóttir skrifar 26. apríl 2020 09:00 Í tilefni Alþjóðahugverkadagsins, sem hefur verið haldinn 26. apríl ár hvert frá árinu 2000, er fullt tilefni til að vekja sérstaka athygli á mikilvægi hugverka og hugverkaréttinda fyrir nýsköpunarsamfélag nútímans. Þema dagsins í ár er nýsköpun fyrir græna framtíð („Innovation for a Green Future“) sem má telja viðeigandi vegna þeirra áskorana sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa í för með sér. Um þessar mundir stendur heimsbyggðin frammi fyrir annarri og óvæntari áskorun þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur hægt verulega á hjólum efnahagslífsins og lamað heilu samfélögin. Mikilvægi hugverka verður seint ofmetið gagnvart skammtímaáskorunum eins og heimsfaraldrinum og þeirri langtímaáskorun að gera samfélag manna svo sjálfbært að takist að forða því frá þeim hörmungum sem loftslagsbreytingar geta haft í för með sér. Undir venjulegum kringumstæðum gegna hugverkaréttindi einkum því hlutverki að hvetja til nýsköpunar og framþróunar, tryggja eignarrétt og stuðla að samkeppni og viðskiptum. Nú þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir þessum stóru áskorunum verður fljótt ljóst hvernig hugverk og hugverkaréttindi geta bætt samfélög og gert þau sjálfbærari. Frammi fyrir slíkum áskorunum þurfa allir að leggjast á eitt, deila þekkingu og koma á fót samstarfi og samvinnu, jafnvel meðal aðila sem undir venjulegum kringumstæðum ættu í harðri samkeppni. Hnattræn vandamál kalla á hnattrænar lausnir og í heimsfaraldrinum má öllum vera ljóst hversu mikilvægt alþjóðasamstarf í vísindum og tækni er ef takast á að sigrast á áskorunum sem virða engin landamæri, hvort sem um er að ræða ógn við heilbrigði eða umhverfi. Þrátt fyrir smæð sína getur Ísland átt mikilvægan þátt í því að takast á við slíkar áskoranir. Hér á landi eru aðilar sem stunda nýsköpun á heimsmælikvarða, svo sem á sviði umhverfisvænnar orkuvinnslu, kolefnisbindingar og heilbrigðistækni. Þá er sjávarútvegurinn gott dæmi um iðnað sem hefur nýtt sér hátæknilausnir í grænum tilgangi með því að auka nýtingu auðlinda og minnka sóun. Eins eru dæmi um að hugverk og hugvit í sjávarútvegi hafi orðið að lausnum á sviði heilbrigðistækni. Í heimsfaraldrinum hefur sömuleiðis orðið ljóst hvernig nýsköpun í þjónustu einkaaðila og hins opinbera, m.a. í formi rafrænnar þjónustu og ýmissa tæknilausna, sem hafa gert fjölda fólks mögulegt að vinna í fjarvinnu, hefur dregið úr umferð og þar með tilheyrandi mengun og slysahættu. Þannig kunna þessar fordæmalausu aðstæður að hafa breytt samfélaginu til lengri tíma eða að minnsta kosti flýtt fyrir nauðsynlegri þróun. Aukin vitund um hugverkaiðnað á Íslandi og hvernig hann getur verið grundvöllur fyrir sjálfbæra verðmætasköpun skiptir gríðarlega miklu máli. Í nýsköpunarstefnu fyrir Íslands, „Nýsköpunarlandið Ísland“, sem gefin var út árið 2019 kemur fram að nýsköpun sé „ekki aðeins grunvöllur efnahagslegar velgengni heldur lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga“ og að mikilvægt sé „að leggja áherslu á þróun grænna tæknilausna hér á landi í átt til aukinnar sjálfbærni í atvinnulífi og samfélagi“. Nýsköpunarstefnan, framlög til nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, Auðna tæknitorg, sem er ætlað að sinna tækniyfirfærslu fyrir háskóla- og vísindasamfélagið, fjárfesting einkaaðila í nýsköpun, hugarfar frumkvöðla og fjölmörg önnur framfaraskref leggja grunn að hugverkaiðnaði sem styrkir stoðir undir Ísland framtíðarinnar. Framtíð þar sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru í forgrunni. Öflugur hugverkaiðnaður og nýsköpun, m.a. á sviði grænna tæknilausna, verða leiðarstefið á næstu áratugum. Hugverkaiðnaður er að því leyti frábrugðin hefðbundnum iðnaði að hann reiðir sig ekki á náttúrulegar auðlindir og getur því staðið undir sjálfbærri verðmæta- og atvinnusköpun án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Hugverk eru þannig aðeins háð takmörkunum hugans. Segja má að þau séu óþrjótandi, ólíkt auðlindum jarðar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fyrirtæki í hugverkaiðnaði greiða að meðaltali 47% hærri laun en hefðbundinn iðnaður og að hugverkaiðnaður þolir betur efnahagsáföll eins og heimsbyggðin stendur frammi fyrir núna. Nýsköpun, hugverk og hugvit eru lykillinn að uppbyggingunni eftir neikvæðar efnahagsafleiðingar heimsfaraldursins, en ekki síður að því að skapa þá grænu og sjálfbæru framtíð sem er heimsbyggðinni nauðsynleg þegar loftslagsbreytingarnar komast aftur á dagskrá innan tíðar. Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Höfundaréttur Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í tilefni Alþjóðahugverkadagsins, sem hefur verið haldinn 26. apríl ár hvert frá árinu 2000, er fullt tilefni til að vekja sérstaka athygli á mikilvægi hugverka og hugverkaréttinda fyrir nýsköpunarsamfélag nútímans. Þema dagsins í ár er nýsköpun fyrir græna framtíð („Innovation for a Green Future“) sem má telja viðeigandi vegna þeirra áskorana sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa í för með sér. Um þessar mundir stendur heimsbyggðin frammi fyrir annarri og óvæntari áskorun þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur hægt verulega á hjólum efnahagslífsins og lamað heilu samfélögin. Mikilvægi hugverka verður seint ofmetið gagnvart skammtímaáskorunum eins og heimsfaraldrinum og þeirri langtímaáskorun að gera samfélag manna svo sjálfbært að takist að forða því frá þeim hörmungum sem loftslagsbreytingar geta haft í för með sér. Undir venjulegum kringumstæðum gegna hugverkaréttindi einkum því hlutverki að hvetja til nýsköpunar og framþróunar, tryggja eignarrétt og stuðla að samkeppni og viðskiptum. Nú þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir þessum stóru áskorunum verður fljótt ljóst hvernig hugverk og hugverkaréttindi geta bætt samfélög og gert þau sjálfbærari. Frammi fyrir slíkum áskorunum þurfa allir að leggjast á eitt, deila þekkingu og koma á fót samstarfi og samvinnu, jafnvel meðal aðila sem undir venjulegum kringumstæðum ættu í harðri samkeppni. Hnattræn vandamál kalla á hnattrænar lausnir og í heimsfaraldrinum má öllum vera ljóst hversu mikilvægt alþjóðasamstarf í vísindum og tækni er ef takast á að sigrast á áskorunum sem virða engin landamæri, hvort sem um er að ræða ógn við heilbrigði eða umhverfi. Þrátt fyrir smæð sína getur Ísland átt mikilvægan þátt í því að takast á við slíkar áskoranir. Hér á landi eru aðilar sem stunda nýsköpun á heimsmælikvarða, svo sem á sviði umhverfisvænnar orkuvinnslu, kolefnisbindingar og heilbrigðistækni. Þá er sjávarútvegurinn gott dæmi um iðnað sem hefur nýtt sér hátæknilausnir í grænum tilgangi með því að auka nýtingu auðlinda og minnka sóun. Eins eru dæmi um að hugverk og hugvit í sjávarútvegi hafi orðið að lausnum á sviði heilbrigðistækni. Í heimsfaraldrinum hefur sömuleiðis orðið ljóst hvernig nýsköpun í þjónustu einkaaðila og hins opinbera, m.a. í formi rafrænnar þjónustu og ýmissa tæknilausna, sem hafa gert fjölda fólks mögulegt að vinna í fjarvinnu, hefur dregið úr umferð og þar með tilheyrandi mengun og slysahættu. Þannig kunna þessar fordæmalausu aðstæður að hafa breytt samfélaginu til lengri tíma eða að minnsta kosti flýtt fyrir nauðsynlegri þróun. Aukin vitund um hugverkaiðnað á Íslandi og hvernig hann getur verið grundvöllur fyrir sjálfbæra verðmætasköpun skiptir gríðarlega miklu máli. Í nýsköpunarstefnu fyrir Íslands, „Nýsköpunarlandið Ísland“, sem gefin var út árið 2019 kemur fram að nýsköpun sé „ekki aðeins grunvöllur efnahagslegar velgengni heldur lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga“ og að mikilvægt sé „að leggja áherslu á þróun grænna tæknilausna hér á landi í átt til aukinnar sjálfbærni í atvinnulífi og samfélagi“. Nýsköpunarstefnan, framlög til nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, Auðna tæknitorg, sem er ætlað að sinna tækniyfirfærslu fyrir háskóla- og vísindasamfélagið, fjárfesting einkaaðila í nýsköpun, hugarfar frumkvöðla og fjölmörg önnur framfaraskref leggja grunn að hugverkaiðnaði sem styrkir stoðir undir Ísland framtíðarinnar. Framtíð þar sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru í forgrunni. Öflugur hugverkaiðnaður og nýsköpun, m.a. á sviði grænna tæknilausna, verða leiðarstefið á næstu áratugum. Hugverkaiðnaður er að því leyti frábrugðin hefðbundnum iðnaði að hann reiðir sig ekki á náttúrulegar auðlindir og getur því staðið undir sjálfbærri verðmæta- og atvinnusköpun án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Hugverk eru þannig aðeins háð takmörkunum hugans. Segja má að þau séu óþrjótandi, ólíkt auðlindum jarðar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fyrirtæki í hugverkaiðnaði greiða að meðaltali 47% hærri laun en hefðbundinn iðnaður og að hugverkaiðnaður þolir betur efnahagsáföll eins og heimsbyggðin stendur frammi fyrir núna. Nýsköpun, hugverk og hugvit eru lykillinn að uppbyggingunni eftir neikvæðar efnahagsafleiðingar heimsfaraldursins, en ekki síður að því að skapa þá grænu og sjálfbæru framtíð sem er heimsbyggðinni nauðsynleg þegar loftslagsbreytingarnar komast aftur á dagskrá innan tíðar. Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun