Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Andri Eysteinsson skrifar 1. apríl 2020 23:10 Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Hanna Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. „Hjúkrunarfræðingar hafa verið kjarasamningslausir undanfarið ár og það er mikil mannekla hjá okkur,“ segir Sóley Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum í samtali við Vísi. Sóley vakti athygli á þessu í pistli á Facebook síðu sinni í dag. „Ég vildi óska þess að launaseðillinn minn í dag væri 1. aprílgabb. Launin mín lækkuðu um 41 þúsund krónur í dag þar sem vaktaálagsauki var tekinn af hjúkrunarfræðingum um þessi mánaðamót,“ skrifaði Sóley. Vaktaálagsaukinn sem hjúkrunarfræðingar hafa misst af launaseðli sínum var einskonar umbun fyrir að taka að sér vaktir um kvöld og á nóttunni vegna manneklu. „Ég hef lagt mig fram við að vinna þessa tíma til þess að hjálpa spítalanum því það vantaði fólk,“ segir Sóley. Fjöldi rúma á spítalanum séu lokuð vegna manneklu í röðum hjúkrunarfræðinga. Sóley líkt og fjöldi annarra hjúkrunarfræðinga vinna nú hörðum höndum í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur COVID-19 sjúkdómnum. Sóley segir vaktina í dag hafa verið strembna. Frá starfi á Landspítalanum í Fossvogi.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell „Ég sinnti tveimur sjúklingum með covid19 í öndunarvél ásamt því að leiðbeina frábærum bakverði sem kominn er til að aðstoða á erfiðum tímum. Ég var klædd í hlífðarfatnað í 7,5 klst með tilheyrandi óþægindum til að forðast smit. Á morgun ætla ég að vinna aukalega morgunvakt og næturvakt vegna erfiðra aðstæðna á deildinni,“ skrifar Sóley á Facebook síðu sinni. Álag á spítalanum, sem var mikið fyrir, hefur aukist til muna undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. Á þriðja hundrað heilbrigðisstarfsfólks var um tíma í sóttkví. Bakvarðasveitir hafa verið kallaðar út og mikið mæðir á öllum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins. Sóley segist telja að flestir séu ósáttir með stöðuna. „Það hefur lengi verið kvartað yfir launum hjúkrunarfræðinga líkt og launum kennara. Þetta eru tvær kvennastéttir og það hefur loðað við þær stéttir að launin séu þar lægri,“ segir Sóley. Mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum Viðbrögðin við pistli Sóleyjar hafa verið mikil á samfélagsmiðlum og ýmsir sem velta því fyrir sér hvernig skilaboð hjúkrunarfræðingum eru send. „Miðað við hlutverk hjúkrunarfræðinga eru þetta skrýtin skilaboð. Maður er að fórna miklu og maður er útsettur fyrir smiti alla daga. Þetta eru sérstakar aðstæður og við fáum það ekki metið miðað við það,“ segir Sóley og bætir við að allt starfsfólk sjúkrahúsanna séu í sama liði. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ræstingafólk, við erum öll í sama liði. Þetta er allt ein keðja og við verðum að hanga saman.“ Ekki er enn að sjá fyrir endann á því mikla álagi sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að dvelja við vegna faraldursins en Sóley segir allt starfsfólk gefa allt sitt í baráttuna. „Það þurfa allir að taka á sig aukavaktir á þessum tíma til að þetta gangi, og það eru allir að því. Það eru allir viljugir að hjálpast að í þessu ástandi og það er rosalega góð tilfinning,“ segir Sóley. Kaldar tuskur í andlit hjúkrunarfræðinga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, gagnrýnir framgöngu stjórnvalda í málinu og segir hjúkrunarfræðinga fá endurtekið kaldar tuskur í andlitið. „Þetta gerist á vakt VG sem reifir sögðust ætla að styðja sérstaklega við kvennastéttir í þessari ríkisstjórn. Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman - ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt - sem bókstaflega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum - skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið, skrifar Tómas sem segir hjúkrunarfræðinga tvímælalaust hetjurnar í faraldrinum, að öðrum ólöstuðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. „Hjúkrunarfræðingar hafa verið kjarasamningslausir undanfarið ár og það er mikil mannekla hjá okkur,“ segir Sóley Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum í samtali við Vísi. Sóley vakti athygli á þessu í pistli á Facebook síðu sinni í dag. „Ég vildi óska þess að launaseðillinn minn í dag væri 1. aprílgabb. Launin mín lækkuðu um 41 þúsund krónur í dag þar sem vaktaálagsauki var tekinn af hjúkrunarfræðingum um þessi mánaðamót,“ skrifaði Sóley. Vaktaálagsaukinn sem hjúkrunarfræðingar hafa misst af launaseðli sínum var einskonar umbun fyrir að taka að sér vaktir um kvöld og á nóttunni vegna manneklu. „Ég hef lagt mig fram við að vinna þessa tíma til þess að hjálpa spítalanum því það vantaði fólk,“ segir Sóley. Fjöldi rúma á spítalanum séu lokuð vegna manneklu í röðum hjúkrunarfræðinga. Sóley líkt og fjöldi annarra hjúkrunarfræðinga vinna nú hörðum höndum í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur COVID-19 sjúkdómnum. Sóley segir vaktina í dag hafa verið strembna. Frá starfi á Landspítalanum í Fossvogi.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell „Ég sinnti tveimur sjúklingum með covid19 í öndunarvél ásamt því að leiðbeina frábærum bakverði sem kominn er til að aðstoða á erfiðum tímum. Ég var klædd í hlífðarfatnað í 7,5 klst með tilheyrandi óþægindum til að forðast smit. Á morgun ætla ég að vinna aukalega morgunvakt og næturvakt vegna erfiðra aðstæðna á deildinni,“ skrifar Sóley á Facebook síðu sinni. Álag á spítalanum, sem var mikið fyrir, hefur aukist til muna undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. Á þriðja hundrað heilbrigðisstarfsfólks var um tíma í sóttkví. Bakvarðasveitir hafa verið kallaðar út og mikið mæðir á öllum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins. Sóley segist telja að flestir séu ósáttir með stöðuna. „Það hefur lengi verið kvartað yfir launum hjúkrunarfræðinga líkt og launum kennara. Þetta eru tvær kvennastéttir og það hefur loðað við þær stéttir að launin séu þar lægri,“ segir Sóley. Mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum Viðbrögðin við pistli Sóleyjar hafa verið mikil á samfélagsmiðlum og ýmsir sem velta því fyrir sér hvernig skilaboð hjúkrunarfræðingum eru send. „Miðað við hlutverk hjúkrunarfræðinga eru þetta skrýtin skilaboð. Maður er að fórna miklu og maður er útsettur fyrir smiti alla daga. Þetta eru sérstakar aðstæður og við fáum það ekki metið miðað við það,“ segir Sóley og bætir við að allt starfsfólk sjúkrahúsanna séu í sama liði. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ræstingafólk, við erum öll í sama liði. Þetta er allt ein keðja og við verðum að hanga saman.“ Ekki er enn að sjá fyrir endann á því mikla álagi sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að dvelja við vegna faraldursins en Sóley segir allt starfsfólk gefa allt sitt í baráttuna. „Það þurfa allir að taka á sig aukavaktir á þessum tíma til að þetta gangi, og það eru allir að því. Það eru allir viljugir að hjálpast að í þessu ástandi og það er rosalega góð tilfinning,“ segir Sóley. Kaldar tuskur í andlit hjúkrunarfræðinga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, gagnrýnir framgöngu stjórnvalda í málinu og segir hjúkrunarfræðinga fá endurtekið kaldar tuskur í andlitið. „Þetta gerist á vakt VG sem reifir sögðust ætla að styðja sérstaklega við kvennastéttir í þessari ríkisstjórn. Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman - ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt - sem bókstaflega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum - skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið, skrifar Tómas sem segir hjúkrunarfræðinga tvímælalaust hetjurnar í faraldrinum, að öðrum ólöstuðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira