Telja að kviknað hafi í fjölbýlishúsi í Stokkhólmi vegna gáleysis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2020 08:08 Eldurinn kviknaði í Järfälla, norður af Stokkhólmi, í nótt. EPA/FREDRIK PERSSON Níu hæða fjölbýlishús brann í nótt í Järfälla, norður af Stokkhólmi. Slökkviliði barst tilkynning laust eftir miðnætti að staðartíma um brunann. Enn loga glæður í þaki hússins en slökkvilið hefur náð tökum á eldinum. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins. Að sögn Tommy Wållberg, stjórnanda slökkviliðs á vettvangi, hefur slökkviliðið náð tökum á eldinum. „Það eru ennþá glóðir í þakinu en það er ekki lengur nein hætta á að eldurinn dreifi úr sér. Það er flókið að berjast við eldinn því hann er svo hátt uppi og þar af leiðandi erfitt að rífa niður þakið og svo framvegis,“ sagði hann í samtali við fréttamenn klukkan 6:20 í morgun. View this post on Instagram Flerfamiljshus brinner i Järfälla A post shared by Brottsplats Stockholm (@brottsplats_stockholm) on Apr 25, 2020 at 3:54pm PDT Eldurinn logaði í alla nótt og var hann að mestu í þakinu. Því var byrjað á að rýma aðeins íbúðir á efstu hæð en eftir því sem leið á nóttina var ákveðið að rýma húsið allt. Í húsinu búa 136. Fimmtíu slökkviliðsmenn voru á staðnum í nótt og sjúkrabílar tiltækir. Enn er ekki vitað hvort einhver hafi þurft að fá aðhlynningu á vettvangi. View this post on Instagram Redan under fredagen vid 21:33 larmades räddningstjänsten till Hammarvägen i Järfälla . Då slog hantverkare larm om att det brann i isoleringen på taket efter ett jobb. Brandkåren åkte dit och släckte den mindre branden. Lite mer än ett dygn senare inträffar det igen. Kl 00:27 den 26 April kom larmet igen. 50 brandmän och flera ambulanser är på plats. Det är oklart om någon är skadad. Först evakuerades de översta våningarna sedan fattades beslut om att evakuera hela byggnaden. #järfälla #brand A post shared by Brottsplats Stockholm (@brottsplats_stockholm) on Apr 25, 2020 at 5:55pm PDT Lögreglan hefur hafið rannsókn á tildrögum eldsins en lögreglan telur að hann hafi kviknað vegna gáleysis. „Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega en við teljum að eldurinn hafi kviknað vegna gáleysis,“ sagði Andreas Dahlin, lögreglumaður á vettvangi. Svíþjóð Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Níu hæða fjölbýlishús brann í nótt í Järfälla, norður af Stokkhólmi. Slökkviliði barst tilkynning laust eftir miðnætti að staðartíma um brunann. Enn loga glæður í þaki hússins en slökkvilið hefur náð tökum á eldinum. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins. Að sögn Tommy Wållberg, stjórnanda slökkviliðs á vettvangi, hefur slökkviliðið náð tökum á eldinum. „Það eru ennþá glóðir í þakinu en það er ekki lengur nein hætta á að eldurinn dreifi úr sér. Það er flókið að berjast við eldinn því hann er svo hátt uppi og þar af leiðandi erfitt að rífa niður þakið og svo framvegis,“ sagði hann í samtali við fréttamenn klukkan 6:20 í morgun. View this post on Instagram Flerfamiljshus brinner i Järfälla A post shared by Brottsplats Stockholm (@brottsplats_stockholm) on Apr 25, 2020 at 3:54pm PDT Eldurinn logaði í alla nótt og var hann að mestu í þakinu. Því var byrjað á að rýma aðeins íbúðir á efstu hæð en eftir því sem leið á nóttina var ákveðið að rýma húsið allt. Í húsinu búa 136. Fimmtíu slökkviliðsmenn voru á staðnum í nótt og sjúkrabílar tiltækir. Enn er ekki vitað hvort einhver hafi þurft að fá aðhlynningu á vettvangi. View this post on Instagram Redan under fredagen vid 21:33 larmades räddningstjänsten till Hammarvägen i Järfälla . Då slog hantverkare larm om att det brann i isoleringen på taket efter ett jobb. Brandkåren åkte dit och släckte den mindre branden. Lite mer än ett dygn senare inträffar det igen. Kl 00:27 den 26 April kom larmet igen. 50 brandmän och flera ambulanser är på plats. Det är oklart om någon är skadad. Först evakuerades de översta våningarna sedan fattades beslut om att evakuera hela byggnaden. #järfälla #brand A post shared by Brottsplats Stockholm (@brottsplats_stockholm) on Apr 25, 2020 at 5:55pm PDT Lögreglan hefur hafið rannsókn á tildrögum eldsins en lögreglan telur að hann hafi kviknað vegna gáleysis. „Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega en við teljum að eldurinn hafi kviknað vegna gáleysis,“ sagði Andreas Dahlin, lögreglumaður á vettvangi.
Svíþjóð Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira