Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. apríl 2020 21:00 Gunnhildur Skaftadóttir, eiginkona Guðmundar Magnússonar sem er með Alzheimer, segir frá reynslu sinni á þessum erfiðum tímum í Kompás. vísir/vilhelm Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun segir eiginkona manns með Alzheimer frá þeim áskorunum sem hún hefur þurft að glíma við síðustu vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm þúsund manns með heilabilun Áætlað er að um fimm þúsund manns séu með greiningu um heilabilun á Íslandi og er Alzheimersjúkdómurinn algengastur. Síðustu vikur hafa reynst afar erfiðar fyrir stóran hluta hópsins og aðstandendur þeirra og hefur mikið mætt á ráðgjafasíma Alzheimersamtakanna. „Fólk er áhyggjufullt yfir þessu ástandi, að geta ekki heimsótt manneskju á hjúkrunarheimilin,“ segir Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersaktakannna en stór hópur heilabilaðra er á hjúkrunarheimilum. Örvun og upprifjun lykilatriði Fólkið hefur ekki fengið heimsókn frá aðstandendum í tæplega átta vikur vegna heimsóknarbannsins. Snerting, örvun og upprifjun er algjört lykilatriði til að hægja á hrörnun sjúkdómsins að sögn Sigurbjargar. „Ef einstaklingurinn getur ekki nýtt sér til dæmis spjaldtölvu eða símtöl eða heyrir ekki nógu vel þá er aðstandandinn hræddur um að þessi tengsl broti eða slitni og að ástvinurinn muni ekki hver maður er lengur,“ segir Sigurbjörg. Ættingar reyni að viðhalda tengslum Margir ættingjar hafi reynt sitt allra besta til að viðhalda tengslunum og að sumum hafi tekist vel til. „Sumir lýsa því þó að þeir séu hræddir um að hinn veiki gleymi sér eftir svo langan tíma,“ segir Sigurbjörg og bætir við að starfsfólk hjúkrunarheimilanna geti sitt allra best. Það sé þó ekki það sama. Þá eykst pirringur oft á seinni stigum Alzheimersjúkdómsins og þá virkar oft að rifja upp minningar sem aðstandendur gera best. „Þá er lífssagan oft mjög mikilvæg, að grípa eitthvað sem maður veit að hefur þýðingu hjá fólki til að koma þeim úr þessum aðstæðum,“ segir Sigurbjörg. Hefur áhyggjur af heilabiluðum sem búa heima „Við höfum áhyggjur af afleiðingunum, hvernig útkoman verður núna eftir fjórða maí, en þá er ekki heldur komin snertingin því fólk þarf enn að halda sig í tveggja metra fjarlægð. Við vitum ekkert hversu lengi þetta varir, þessi tveggja metra regla, og hvernig eigum við að haga okkur eftir að fólk má fara út. Þetta er áhættuhópur, margir eru með aðra undirliggjandi sjúkdóma svoleiðis að við vitum ekkert hvernig útkoman verður,“ segir Sigurbjörg. Þá hefur hún sérstakar áhyggjur af færnisskerðingu fólks með heilabilun sem býr heima hjá sér í þessu ástandi. „Þetta er nefnilega stór hópur sem heyrist ekki hátt í. Og er bara orðin mjög félagslega einangraður og þennan hóp verðum við að fara huga að þegar ástandið breytist,“ segir Sigurbjörg. Á nokkrum vikum án örvunar og upprifjunar geti fólk auðveldlega hrakað. „Ef það er ekki örvun og félagsleg tengsl og þetta daglega samneyti með öðru fólki þá koðnar fólk niður og verður félagslega einangrað og færnin fer oft niður,“ segir Sigurbjörg. Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Sjá meira
Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun segir eiginkona manns með Alzheimer frá þeim áskorunum sem hún hefur þurft að glíma við síðustu vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm þúsund manns með heilabilun Áætlað er að um fimm þúsund manns séu með greiningu um heilabilun á Íslandi og er Alzheimersjúkdómurinn algengastur. Síðustu vikur hafa reynst afar erfiðar fyrir stóran hluta hópsins og aðstandendur þeirra og hefur mikið mætt á ráðgjafasíma Alzheimersamtakanna. „Fólk er áhyggjufullt yfir þessu ástandi, að geta ekki heimsótt manneskju á hjúkrunarheimilin,“ segir Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersaktakannna en stór hópur heilabilaðra er á hjúkrunarheimilum. Örvun og upprifjun lykilatriði Fólkið hefur ekki fengið heimsókn frá aðstandendum í tæplega átta vikur vegna heimsóknarbannsins. Snerting, örvun og upprifjun er algjört lykilatriði til að hægja á hrörnun sjúkdómsins að sögn Sigurbjargar. „Ef einstaklingurinn getur ekki nýtt sér til dæmis spjaldtölvu eða símtöl eða heyrir ekki nógu vel þá er aðstandandinn hræddur um að þessi tengsl broti eða slitni og að ástvinurinn muni ekki hver maður er lengur,“ segir Sigurbjörg. Ættingar reyni að viðhalda tengslum Margir ættingjar hafi reynt sitt allra besta til að viðhalda tengslunum og að sumum hafi tekist vel til. „Sumir lýsa því þó að þeir séu hræddir um að hinn veiki gleymi sér eftir svo langan tíma,“ segir Sigurbjörg og bætir við að starfsfólk hjúkrunarheimilanna geti sitt allra best. Það sé þó ekki það sama. Þá eykst pirringur oft á seinni stigum Alzheimersjúkdómsins og þá virkar oft að rifja upp minningar sem aðstandendur gera best. „Þá er lífssagan oft mjög mikilvæg, að grípa eitthvað sem maður veit að hefur þýðingu hjá fólki til að koma þeim úr þessum aðstæðum,“ segir Sigurbjörg. Hefur áhyggjur af heilabiluðum sem búa heima „Við höfum áhyggjur af afleiðingunum, hvernig útkoman verður núna eftir fjórða maí, en þá er ekki heldur komin snertingin því fólk þarf enn að halda sig í tveggja metra fjarlægð. Við vitum ekkert hversu lengi þetta varir, þessi tveggja metra regla, og hvernig eigum við að haga okkur eftir að fólk má fara út. Þetta er áhættuhópur, margir eru með aðra undirliggjandi sjúkdóma svoleiðis að við vitum ekkert hvernig útkoman verður,“ segir Sigurbjörg. Þá hefur hún sérstakar áhyggjur af færnisskerðingu fólks með heilabilun sem býr heima hjá sér í þessu ástandi. „Þetta er nefnilega stór hópur sem heyrist ekki hátt í. Og er bara orðin mjög félagslega einangraður og þennan hóp verðum við að fara huga að þegar ástandið breytist,“ segir Sigurbjörg. Á nokkrum vikum án örvunar og upprifjunar geti fólk auðveldlega hrakað. „Ef það er ekki örvun og félagsleg tengsl og þetta daglega samneyti með öðru fólki þá koðnar fólk niður og verður félagslega einangrað og færnin fer oft niður,“ segir Sigurbjörg.
Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Sjá meira
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30