Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. apríl 2020 21:00 Gunnhildur Skaftadóttir, eiginkona Guðmundar Magnússonar sem er með Alzheimer, segir frá reynslu sinni á þessum erfiðum tímum í Kompás. vísir/vilhelm Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun segir eiginkona manns með Alzheimer frá þeim áskorunum sem hún hefur þurft að glíma við síðustu vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm þúsund manns með heilabilun Áætlað er að um fimm þúsund manns séu með greiningu um heilabilun á Íslandi og er Alzheimersjúkdómurinn algengastur. Síðustu vikur hafa reynst afar erfiðar fyrir stóran hluta hópsins og aðstandendur þeirra og hefur mikið mætt á ráðgjafasíma Alzheimersamtakanna. „Fólk er áhyggjufullt yfir þessu ástandi, að geta ekki heimsótt manneskju á hjúkrunarheimilin,“ segir Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersaktakannna en stór hópur heilabilaðra er á hjúkrunarheimilum. Örvun og upprifjun lykilatriði Fólkið hefur ekki fengið heimsókn frá aðstandendum í tæplega átta vikur vegna heimsóknarbannsins. Snerting, örvun og upprifjun er algjört lykilatriði til að hægja á hrörnun sjúkdómsins að sögn Sigurbjargar. „Ef einstaklingurinn getur ekki nýtt sér til dæmis spjaldtölvu eða símtöl eða heyrir ekki nógu vel þá er aðstandandinn hræddur um að þessi tengsl broti eða slitni og að ástvinurinn muni ekki hver maður er lengur,“ segir Sigurbjörg. Ættingar reyni að viðhalda tengslum Margir ættingjar hafi reynt sitt allra besta til að viðhalda tengslunum og að sumum hafi tekist vel til. „Sumir lýsa því þó að þeir séu hræddir um að hinn veiki gleymi sér eftir svo langan tíma,“ segir Sigurbjörg og bætir við að starfsfólk hjúkrunarheimilanna geti sitt allra best. Það sé þó ekki það sama. Þá eykst pirringur oft á seinni stigum Alzheimersjúkdómsins og þá virkar oft að rifja upp minningar sem aðstandendur gera best. „Þá er lífssagan oft mjög mikilvæg, að grípa eitthvað sem maður veit að hefur þýðingu hjá fólki til að koma þeim úr þessum aðstæðum,“ segir Sigurbjörg. Hefur áhyggjur af heilabiluðum sem búa heima „Við höfum áhyggjur af afleiðingunum, hvernig útkoman verður núna eftir fjórða maí, en þá er ekki heldur komin snertingin því fólk þarf enn að halda sig í tveggja metra fjarlægð. Við vitum ekkert hversu lengi þetta varir, þessi tveggja metra regla, og hvernig eigum við að haga okkur eftir að fólk má fara út. Þetta er áhættuhópur, margir eru með aðra undirliggjandi sjúkdóma svoleiðis að við vitum ekkert hvernig útkoman verður,“ segir Sigurbjörg. Þá hefur hún sérstakar áhyggjur af færnisskerðingu fólks með heilabilun sem býr heima hjá sér í þessu ástandi. „Þetta er nefnilega stór hópur sem heyrist ekki hátt í. Og er bara orðin mjög félagslega einangraður og þennan hóp verðum við að fara huga að þegar ástandið breytist,“ segir Sigurbjörg. Á nokkrum vikum án örvunar og upprifjunar geti fólk auðveldlega hrakað. „Ef það er ekki örvun og félagsleg tengsl og þetta daglega samneyti með öðru fólki þá koðnar fólk niður og verður félagslega einangrað og færnin fer oft niður,“ segir Sigurbjörg. Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun segir eiginkona manns með Alzheimer frá þeim áskorunum sem hún hefur þurft að glíma við síðustu vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm þúsund manns með heilabilun Áætlað er að um fimm þúsund manns séu með greiningu um heilabilun á Íslandi og er Alzheimersjúkdómurinn algengastur. Síðustu vikur hafa reynst afar erfiðar fyrir stóran hluta hópsins og aðstandendur þeirra og hefur mikið mætt á ráðgjafasíma Alzheimersamtakanna. „Fólk er áhyggjufullt yfir þessu ástandi, að geta ekki heimsótt manneskju á hjúkrunarheimilin,“ segir Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersaktakannna en stór hópur heilabilaðra er á hjúkrunarheimilum. Örvun og upprifjun lykilatriði Fólkið hefur ekki fengið heimsókn frá aðstandendum í tæplega átta vikur vegna heimsóknarbannsins. Snerting, örvun og upprifjun er algjört lykilatriði til að hægja á hrörnun sjúkdómsins að sögn Sigurbjargar. „Ef einstaklingurinn getur ekki nýtt sér til dæmis spjaldtölvu eða símtöl eða heyrir ekki nógu vel þá er aðstandandinn hræddur um að þessi tengsl broti eða slitni og að ástvinurinn muni ekki hver maður er lengur,“ segir Sigurbjörg. Ættingar reyni að viðhalda tengslum Margir ættingjar hafi reynt sitt allra besta til að viðhalda tengslunum og að sumum hafi tekist vel til. „Sumir lýsa því þó að þeir séu hræddir um að hinn veiki gleymi sér eftir svo langan tíma,“ segir Sigurbjörg og bætir við að starfsfólk hjúkrunarheimilanna geti sitt allra best. Það sé þó ekki það sama. Þá eykst pirringur oft á seinni stigum Alzheimersjúkdómsins og þá virkar oft að rifja upp minningar sem aðstandendur gera best. „Þá er lífssagan oft mjög mikilvæg, að grípa eitthvað sem maður veit að hefur þýðingu hjá fólki til að koma þeim úr þessum aðstæðum,“ segir Sigurbjörg. Hefur áhyggjur af heilabiluðum sem búa heima „Við höfum áhyggjur af afleiðingunum, hvernig útkoman verður núna eftir fjórða maí, en þá er ekki heldur komin snertingin því fólk þarf enn að halda sig í tveggja metra fjarlægð. Við vitum ekkert hversu lengi þetta varir, þessi tveggja metra regla, og hvernig eigum við að haga okkur eftir að fólk má fara út. Þetta er áhættuhópur, margir eru með aðra undirliggjandi sjúkdóma svoleiðis að við vitum ekkert hvernig útkoman verður,“ segir Sigurbjörg. Þá hefur hún sérstakar áhyggjur af færnisskerðingu fólks með heilabilun sem býr heima hjá sér í þessu ástandi. „Þetta er nefnilega stór hópur sem heyrist ekki hátt í. Og er bara orðin mjög félagslega einangraður og þennan hóp verðum við að fara huga að þegar ástandið breytist,“ segir Sigurbjörg. Á nokkrum vikum án örvunar og upprifjunar geti fólk auðveldlega hrakað. „Ef það er ekki örvun og félagsleg tengsl og þetta daglega samneyti með öðru fólki þá koðnar fólk niður og verður félagslega einangrað og færnin fer oft niður,“ segir Sigurbjörg.
Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30