Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2025 20:03 Bekkurinn var þétt skipaður í salnum í félagsheimilinu Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi í dag en á annað hundrað sumarbústaðaeigendur mættu á fundinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill hugur er í eigendum frístundahúsa í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem komu saman á fundi í dag til að undirbúa málefnaskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor þar sem lögð verður áhersla á bætta þjónustu, fjölbreyttra búsetuform og náttúruvernd í sveitarfélaginu. Það var góð mætingin í félagsheimilið á Borg i Grímsnesi í dag á fundinn en á annað hundrað manns mættu enda þurfti alltaf að bæta fleiri og fleiri stólum við í salinn. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru um 3.400 sumarhús og heilsárshúsum fjölgar og fjölgar. Tveir frummælendur voru á fundi dagsins, annars vegar Heimir Karlsson, íbúi í sveitarfélaginu og Ragna Ívarsdóttir, sem býr líka í sveitarfélaginu. Mikill hugur er í fólkinu að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í maí í vor. „Ég kem úr hópi þeirra íbúa, sem bý hér ótilgreint og við viljum yfirstíga þetta viðhorf þið og við. Við lítum á okkur sem íbúa hér og viljum vera með og gera hlutina saman,“ segir Ragna. Þannig að þið fáið ekki að vera með? „Ósköp lítið, við þurfum allavega mikið að hafa fyrir því,“ segi hún. Ragna Ívarsdóttir, íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi og annar af frummælendum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir tjáðu skoðun sína í pontu á fundinum þegar orðið var gefið laust. Fram kom að sumarbústaðaeigendur margir hverjir eru til dæmis óánægðir með tíðni á losun rotþróa og kostnað við losunina og þá óska eigendurnir eftir betri þjónustu frá sveitarfélaginu þar sem allir sitja jafnir við borðið en sumarhúsaeigendur segjast standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Heimir Karlsson, sem býr í sveitarfélaginu með sinni konu var líka frummælandi á fundinum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En óstaðsettur í húsi, hvað þýðir það á mannamáli? „Óstaðsettur í húsi þýðir það að ég bý í mínu húsi en ég má ekki eiga lögheimili í því. Þannig að ég er svokallað ótilgreint í hreppnum” segir Ragna. Og færð því enga þjónustu? „Nei og ekki í sjálfum sér það sem við erum að leitast eftir heldur það að fá að vera skráð í okkar hús fyrst og fremst.” Í fljótu bragði sást ekki neinn úr sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á fundinum í dag en fulltrúar meirihlutans hafa þó verið að skrifa greinar um málefnið í fjölmiðlum, nú síðast á Vísi. Fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafa verið að skrifa greinar um málefni frístundahúsaeigenda í sveitarfélaginu í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi 23. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við Grímsnes og Grafningshrepp? „Horfuð bara í kringum þig, það er allt. Það er fólkið, það er náttúran, já það er bara svo ótrúlega margt. Hér veljum við vera og við viljum vera,“ segir Ragna. Lára V. Júlíusdóttir var fundarstjóri dagsins en hún býr í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Það var góð mætingin í félagsheimilið á Borg i Grímsnesi í dag á fundinn en á annað hundrað manns mættu enda þurfti alltaf að bæta fleiri og fleiri stólum við í salinn. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru um 3.400 sumarhús og heilsárshúsum fjölgar og fjölgar. Tveir frummælendur voru á fundi dagsins, annars vegar Heimir Karlsson, íbúi í sveitarfélaginu og Ragna Ívarsdóttir, sem býr líka í sveitarfélaginu. Mikill hugur er í fólkinu að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í maí í vor. „Ég kem úr hópi þeirra íbúa, sem bý hér ótilgreint og við viljum yfirstíga þetta viðhorf þið og við. Við lítum á okkur sem íbúa hér og viljum vera með og gera hlutina saman,“ segir Ragna. Þannig að þið fáið ekki að vera með? „Ósköp lítið, við þurfum allavega mikið að hafa fyrir því,“ segi hún. Ragna Ívarsdóttir, íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi og annar af frummælendum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir tjáðu skoðun sína í pontu á fundinum þegar orðið var gefið laust. Fram kom að sumarbústaðaeigendur margir hverjir eru til dæmis óánægðir með tíðni á losun rotþróa og kostnað við losunina og þá óska eigendurnir eftir betri þjónustu frá sveitarfélaginu þar sem allir sitja jafnir við borðið en sumarhúsaeigendur segjast standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Heimir Karlsson, sem býr í sveitarfélaginu með sinni konu var líka frummælandi á fundinum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En óstaðsettur í húsi, hvað þýðir það á mannamáli? „Óstaðsettur í húsi þýðir það að ég bý í mínu húsi en ég má ekki eiga lögheimili í því. Þannig að ég er svokallað ótilgreint í hreppnum” segir Ragna. Og færð því enga þjónustu? „Nei og ekki í sjálfum sér það sem við erum að leitast eftir heldur það að fá að vera skráð í okkar hús fyrst og fremst.” Í fljótu bragði sást ekki neinn úr sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á fundinum í dag en fulltrúar meirihlutans hafa þó verið að skrifa greinar um málefnið í fjölmiðlum, nú síðast á Vísi. Fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafa verið að skrifa greinar um málefni frístundahúsaeigenda í sveitarfélaginu í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi 23. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við Grímsnes og Grafningshrepp? „Horfuð bara í kringum þig, það er allt. Það er fólkið, það er náttúran, já það er bara svo ótrúlega margt. Hér veljum við vera og við viljum vera,“ segir Ragna. Lára V. Júlíusdóttir var fundarstjóri dagsins en hún býr í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira