„Viðunandi hitatölur“ í kortunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 07:06 Það ætti ekki að væsa um endurna og mávana á Reykjavíkurtjörn næstu daga. EPA/TATYANA ZENKOVICH Það verða engar gríðarlegar sviptingar í veðrinu næstu daga að sögn Veðurstofunnar. Viðunandi hitatölur, hægur vindur, stöku rigning - vorið sé því svo sannarlega komið. Þannig er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu í dag. Áfram verði léttskýjað á norðanverðu landinu auk þess sem það léttir til austlands eftir því sem líður á daginn. „Á Suður- og Vesturlandi verða ský á himni og mögulega koma einhverjir dropar úr sumum þeirra, eitthvað mun þó sjást til sólar milli skýja,“ segir í útskýringum Veðurstofunnar sem áætlar að hitinn í dag verði á bilinu 5 til 10 stig. Áfram er útlit fyrir hægviðri og sólríkt veður um mestallt land á morgun. Veðrið virðist ekki vera á förum því Veðurstofan segist ekki sjá „miklar breytingar“ í kortunum til miðvikudags. „Næstu þrjá daga er semsagt útlit fyrir hægan vind á landinu og viðunandi hitatölur yfir daginn, en svalt að næturlagi. Aðgerðaleysið í veðrinu má líta á sem eitt af einkennum vorsins á Íslandi og vorið er svo sannarlega komið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Hægviðri og léttskýjað að mestu. Hiti 5 til 10 stig, en allvíða næturfrost. Á miðvikudag: Norðan og norðvestan 3-10 m/s og bjartviðri, en þykknar upp á norðanverðu landinu seinnipartinn. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á fimmtudag: Norðaustan 8-13 með skýjuðu og úrkomulitlu veðri á Norður- og Austurlandi og hita 0 til 5 stig, en bjart með köflum sunnan heiða og hiti að 10 stigum yfir daginn. Á föstudag og laugardag: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 3 til 9 stig að deginum. Á sunnudag: Austlæg átt með rigningu á suðaustanverðu landinu, en bjart norðan- og vestanlands. Hiti 5 til 10 stig. Veður Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Sjá meira
Það verða engar gríðarlegar sviptingar í veðrinu næstu daga að sögn Veðurstofunnar. Viðunandi hitatölur, hægur vindur, stöku rigning - vorið sé því svo sannarlega komið. Þannig er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu í dag. Áfram verði léttskýjað á norðanverðu landinu auk þess sem það léttir til austlands eftir því sem líður á daginn. „Á Suður- og Vesturlandi verða ský á himni og mögulega koma einhverjir dropar úr sumum þeirra, eitthvað mun þó sjást til sólar milli skýja,“ segir í útskýringum Veðurstofunnar sem áætlar að hitinn í dag verði á bilinu 5 til 10 stig. Áfram er útlit fyrir hægviðri og sólríkt veður um mestallt land á morgun. Veðrið virðist ekki vera á förum því Veðurstofan segist ekki sjá „miklar breytingar“ í kortunum til miðvikudags. „Næstu þrjá daga er semsagt útlit fyrir hægan vind á landinu og viðunandi hitatölur yfir daginn, en svalt að næturlagi. Aðgerðaleysið í veðrinu má líta á sem eitt af einkennum vorsins á Íslandi og vorið er svo sannarlega komið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Hægviðri og léttskýjað að mestu. Hiti 5 til 10 stig, en allvíða næturfrost. Á miðvikudag: Norðan og norðvestan 3-10 m/s og bjartviðri, en þykknar upp á norðanverðu landinu seinnipartinn. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á fimmtudag: Norðaustan 8-13 með skýjuðu og úrkomulitlu veðri á Norður- og Austurlandi og hita 0 til 5 stig, en bjart með köflum sunnan heiða og hiti að 10 stigum yfir daginn. Á föstudag og laugardag: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 3 til 9 stig að deginum. Á sunnudag: Austlæg átt með rigningu á suðaustanverðu landinu, en bjart norðan- og vestanlands. Hiti 5 til 10 stig.
Veður Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Sjá meira