KSÍ fær 680 milljónir frá UEFA Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2020 19:30 Aleksander Ceferin er forseti UEFA. VÍSIR/GETTY UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. Þetta er tilkynnt á heimasíðu UEFA í dag. Þar segir að samtals veiti UEFA 55 aðildarsamböndum sínum samtals 236,5 milljónir evra. Fær hvert þeirra jafnmikið í sinn hlut. Tekið er fram að samböndin ráði því alfarið sjálf hvernig fénu verði ráðstafað og að greiðslurnar komi í ár og á næsta ári. Peningarnir koma úr UEFA HatTrick sjóðnum og átti að vera útdeilt á árunum 2020-2023 til að styðja við þróun íþróttarinnar með ýmsum hætti. Um fyrirframgreiðslu er því að ræða á fé sem KSÍ hefur til að mynda þegar eyrnamerkt ákveðnum rekstrarkostnaði og verkefnum. „Íþróttin okkar glímir við fordæmalausa áskorun vegna Covid-19 krísunnar. UEFA vill hjálpa aðildarsamböndum sínum til að bregðast við með þeim hætti sem hentar hverju þeirra fyrir sig. Þess vegna höfum við ákveðið að veita hverju sambandi allt að 4,3 milljónir evra, sem greiddar verða út á þessu ári og því næsta, og sem hluti af framkvæmdastyrk, og að samböndin geti nýtt þessa fjármuni með þeim hætti sem þau telja bestan til að byggja fótboltasamfélagið upp,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA. Íslenski boltinn KSÍ UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valur og Víkingur fá greitt fyrr en áætlað var Knattspyrnufélögin Valur og Víkingur fá greiðslur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrr heldur en áætlað var. 23. apríl 2020 17:00 Guðni reiknar með styrk úr digrum sjóðum FIFA Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 07:00 KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. Þetta er tilkynnt á heimasíðu UEFA í dag. Þar segir að samtals veiti UEFA 55 aðildarsamböndum sínum samtals 236,5 milljónir evra. Fær hvert þeirra jafnmikið í sinn hlut. Tekið er fram að samböndin ráði því alfarið sjálf hvernig fénu verði ráðstafað og að greiðslurnar komi í ár og á næsta ári. Peningarnir koma úr UEFA HatTrick sjóðnum og átti að vera útdeilt á árunum 2020-2023 til að styðja við þróun íþróttarinnar með ýmsum hætti. Um fyrirframgreiðslu er því að ræða á fé sem KSÍ hefur til að mynda þegar eyrnamerkt ákveðnum rekstrarkostnaði og verkefnum. „Íþróttin okkar glímir við fordæmalausa áskorun vegna Covid-19 krísunnar. UEFA vill hjálpa aðildarsamböndum sínum til að bregðast við með þeim hætti sem hentar hverju þeirra fyrir sig. Þess vegna höfum við ákveðið að veita hverju sambandi allt að 4,3 milljónir evra, sem greiddar verða út á þessu ári og því næsta, og sem hluti af framkvæmdastyrk, og að samböndin geti nýtt þessa fjármuni með þeim hætti sem þau telja bestan til að byggja fótboltasamfélagið upp,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Íslenski boltinn KSÍ UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valur og Víkingur fá greitt fyrr en áætlað var Knattspyrnufélögin Valur og Víkingur fá greiðslur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrr heldur en áætlað var. 23. apríl 2020 17:00 Guðni reiknar með styrk úr digrum sjóðum FIFA Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 07:00 KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Sjá meira
Valur og Víkingur fá greitt fyrr en áætlað var Knattspyrnufélögin Valur og Víkingur fá greiðslur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrr heldur en áætlað var. 23. apríl 2020 17:00
Guðni reiknar með styrk úr digrum sjóðum FIFA Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 07:00
KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30