Ástandið fer versnandi í Brasilíu Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2020 07:19 Sjúkrahús eru að kikna undan álagi og útfarastofur sömuleiðis. AP/Silvia Izquierdo Ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar virðist fara versnandi í Brasilíu og er útlit fyrir að smitum fari hratt fjölgandi þar. Lítil skimun þar í landi gerir sérfræðingum erfitt fyrir um að segja hve umfangsmikil úbreiðsla veirunnar er í þar í landi en einhverjir sérfræðingar segja rúma milljón manna vera smitaða. Yfirvöld Brasilíu hafa staðfest um það bil 4.500 dauðsföll og að nærri því 67 þúsund manns hafi smitast. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, heldur því fram að um „litla flensu“ sé að ræða og hefur ríkisstjórn hans ekki gripið til félagsforðunar eða annars konar aðgerða. AP fréttaveitan segir sjúkrahús í stærstu borgum landsins vera að kikna undir álagi og að útlit sé fyrir að margir séu byrjaðir að deyja á heimilum sínum. Paulo Brandão, veirufræðingur við háskóla Sao Paulo, segir aðstæður í Brasilíu vera á þann veg að faraldurinn þar í landi geti versnað til muna á næstunni. Þá stefnir í vetur á suðurhveli jarðar og gæti það gert ástandið verra. Bolsonaro hefur ítrekað dregið úr alvarleika veirunnar og faraldursins. Eins og áður segir hefur ríkisstjórn hans ekki skipað fólki að stunda félagsforðun en margir ríkis- og borgarstjórar hafa gert það. Bolsonaro hefur gagnrýnt það og sagt mikilvægt að fólk haldi áfram að lifa eðlilegu lífið svo verja megi efnahag ríkisins. Í apríl rak Bolsonaro heilbrigðisráðherra sinn eftir að þeir deildu um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Forsetinn skipaði annan ráðherra sem er hlynntur því að halda hagkerfinu við. Embættismenn í minnst fimm stórum borgum Brasilíu segja heilbrigðiskerfi þeirra að hruni komin. Ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Meðal þeirra borga er Rio de Janeiro. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar virðist fara versnandi í Brasilíu og er útlit fyrir að smitum fari hratt fjölgandi þar. Lítil skimun þar í landi gerir sérfræðingum erfitt fyrir um að segja hve umfangsmikil úbreiðsla veirunnar er í þar í landi en einhverjir sérfræðingar segja rúma milljón manna vera smitaða. Yfirvöld Brasilíu hafa staðfest um það bil 4.500 dauðsföll og að nærri því 67 þúsund manns hafi smitast. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, heldur því fram að um „litla flensu“ sé að ræða og hefur ríkisstjórn hans ekki gripið til félagsforðunar eða annars konar aðgerða. AP fréttaveitan segir sjúkrahús í stærstu borgum landsins vera að kikna undir álagi og að útlit sé fyrir að margir séu byrjaðir að deyja á heimilum sínum. Paulo Brandão, veirufræðingur við háskóla Sao Paulo, segir aðstæður í Brasilíu vera á þann veg að faraldurinn þar í landi geti versnað til muna á næstunni. Þá stefnir í vetur á suðurhveli jarðar og gæti það gert ástandið verra. Bolsonaro hefur ítrekað dregið úr alvarleika veirunnar og faraldursins. Eins og áður segir hefur ríkisstjórn hans ekki skipað fólki að stunda félagsforðun en margir ríkis- og borgarstjórar hafa gert það. Bolsonaro hefur gagnrýnt það og sagt mikilvægt að fólk haldi áfram að lifa eðlilegu lífið svo verja megi efnahag ríkisins. Í apríl rak Bolsonaro heilbrigðisráðherra sinn eftir að þeir deildu um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Forsetinn skipaði annan ráðherra sem er hlynntur því að halda hagkerfinu við. Embættismenn í minnst fimm stórum borgum Brasilíu segja heilbrigðiskerfi þeirra að hruni komin. Ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Meðal þeirra borga er Rio de Janeiro.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira