Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 21:23 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að á endanum muni engin tilfelli kórónuveiru greinast í Bandaríkjunum en nú greinist mörg tiflelli því svo margir fari í próf til að athuga hvort þeir séu smitaðir. Doug Mills/Getty Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. Hvergi annars staðar í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna og hvergi annars staðar hafa fleiri látið lífið af völdum hennar, eða alls um 57.000 manns. Samkvæmt gögnum frá Johns Hopkins hafa um þrjár milljónir manna um heim allan greinst með veiruna og er því einn þriðji hluti greindra tilfella í Bandaríkjunum. Þá eru tilfellin í Bandaríkjunum umtalsvert fleiri en í öðrum ríkjum heims. Næstflest tilfelli hafa greinst á Spáni eða rúm 230.000 og á Ítalíu hafa rúmlega 200.000 manns greinst með veiruna. Í engu öðru landi hafa fleiri en 200.000 greinst. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var í dag inntur eftir viðbrögðum við því að meira en milljón manns hefðu nú smitast í landinu en hann sagði í febrúar, þegar aðeins fimmtán tilfelli voru staðfest í Bandaríkjunum, að fljótlega yrðu þau næstum engin. „Á endanum verða engin tilfelli. Þið verðið að skilja að það er enginn að prófa jafnmikið og við,“ svaraði Trump í dag og ítrekaði að ekkert land í heiminum væri að prófa eins mikið fyrir veirunni og gert væri í Bandaríkjunum. „Þannig að hér munu greinast fleiri tilfelli því við erum að prófa miklu, miklu meira en aðrir, tvöfalt á við aðra. Og eins og við segjum, þá mun þetta fara niður í núll á réttum tíma,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. Hvergi annars staðar í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna og hvergi annars staðar hafa fleiri látið lífið af völdum hennar, eða alls um 57.000 manns. Samkvæmt gögnum frá Johns Hopkins hafa um þrjár milljónir manna um heim allan greinst með veiruna og er því einn þriðji hluti greindra tilfella í Bandaríkjunum. Þá eru tilfellin í Bandaríkjunum umtalsvert fleiri en í öðrum ríkjum heims. Næstflest tilfelli hafa greinst á Spáni eða rúm 230.000 og á Ítalíu hafa rúmlega 200.000 manns greinst með veiruna. Í engu öðru landi hafa fleiri en 200.000 greinst. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var í dag inntur eftir viðbrögðum við því að meira en milljón manns hefðu nú smitast í landinu en hann sagði í febrúar, þegar aðeins fimmtán tilfelli voru staðfest í Bandaríkjunum, að fljótlega yrðu þau næstum engin. „Á endanum verða engin tilfelli. Þið verðið að skilja að það er enginn að prófa jafnmikið og við,“ svaraði Trump í dag og ítrekaði að ekkert land í heiminum væri að prófa eins mikið fyrir veirunni og gert væri í Bandaríkjunum. „Þannig að hér munu greinast fleiri tilfelli því við erum að prófa miklu, miklu meira en aðrir, tvöfalt á við aðra. Og eins og við segjum, þá mun þetta fara niður í núll á réttum tíma,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira