Bæklingar munu bíða erlends launafólks í Leifsstöð Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 15:10 Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia og Drífa Snædal forseti ASÍ undirrituðu samstarfssamninginn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. ASÍ Útlendingar sem hyggjast starfa á Íslandi munu geta nálgast upplýsingar um réttindi sín og skyldur strax við lendingu í Keflavík. ASÍ og Isavia undirrituðu samstarfssamning í dag sem miðar að því að miðla margvíslegum upplýsingum um íslenskan vinnumarkað í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það verður t.a.m. gert með tilkynningum á skjám í flugstöðinni, auk þess sem prentað kynningarefni verður gert aðgengilegt á nokkrum stöðum. Útlendingar sem hingað koma til að vinna munu þannig geta gripið sér bækling um leið og þeir grípa töskuna sína af færibandinu. „Markmiðið með samningnum og samstarfi ASÍ og Isavia er að stuðla að heilbrigðum vinnumarkaði á Íslandi, þar sem allir njóti kjara og annarra réttinda í samræmi við kjarasamninga og lög og þar sem launafólki er ekki mismunað á grundvelli þjóðernis. Þetta er liður í baráttunni fyrir heilbrigðum vinnumarkaði, að kjarasamningar séu virtir og fólk af erlendum uppruna sem kemur til landsins að vinna fái upplýsingar um réttindi sín,“ segir til útskýringar í tilkynningu vegna undirritunarinnar. Drífa Snædal forseti ASÍ og Sveinbjörn Indrason forstjóri Isavia undirrituðu samkomulagið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. Haft er eftir verkalýðsleiðtoganum í fyrrnefndri tilkynningu að íslenskur vinnumarkaður sé skipulagður og að launafólk eigi skjól í stéttarfélögum. „Þessu er ekki til að heilsa alls staðar í veröldinni og því mikilvægt að koma þeim upplýsingum vel og skilmerkilega á framfæri við launafólk hvert það getur leitað að stuðningi og skjóli. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er sá staður þar sem fólk kemst fyrst í kynni við landið og því er afar ánægjulegt að hægt sé að koma upplýsingum á framfæri þar, í bæklingum og á skjáhvílum,“ segir Drífa Snædal. Sveinbjörn bendir á að Isavia sé stór vinnuveitandi sem sé umhugað um heilbrigði íslensk vinnumarkaðar. „Þess vegna tökum við þátt í því verkefni að aðvelda erlendu launafólki að nálgast réttar upplýsingar um leið og það fer í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar, stærstu gáttina til landsins. Þannig fær það tækifæri til að að sækja upplýsingar um réttindi sín og skyldur öllum til hagsbóta,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Útlendingar sem hyggjast starfa á Íslandi munu geta nálgast upplýsingar um réttindi sín og skyldur strax við lendingu í Keflavík. ASÍ og Isavia undirrituðu samstarfssamning í dag sem miðar að því að miðla margvíslegum upplýsingum um íslenskan vinnumarkað í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það verður t.a.m. gert með tilkynningum á skjám í flugstöðinni, auk þess sem prentað kynningarefni verður gert aðgengilegt á nokkrum stöðum. Útlendingar sem hingað koma til að vinna munu þannig geta gripið sér bækling um leið og þeir grípa töskuna sína af færibandinu. „Markmiðið með samningnum og samstarfi ASÍ og Isavia er að stuðla að heilbrigðum vinnumarkaði á Íslandi, þar sem allir njóti kjara og annarra réttinda í samræmi við kjarasamninga og lög og þar sem launafólki er ekki mismunað á grundvelli þjóðernis. Þetta er liður í baráttunni fyrir heilbrigðum vinnumarkaði, að kjarasamningar séu virtir og fólk af erlendum uppruna sem kemur til landsins að vinna fái upplýsingar um réttindi sín,“ segir til útskýringar í tilkynningu vegna undirritunarinnar. Drífa Snædal forseti ASÍ og Sveinbjörn Indrason forstjóri Isavia undirrituðu samkomulagið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. Haft er eftir verkalýðsleiðtoganum í fyrrnefndri tilkynningu að íslenskur vinnumarkaður sé skipulagður og að launafólk eigi skjól í stéttarfélögum. „Þessu er ekki til að heilsa alls staðar í veröldinni og því mikilvægt að koma þeim upplýsingum vel og skilmerkilega á framfæri við launafólk hvert það getur leitað að stuðningi og skjóli. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er sá staður þar sem fólk kemst fyrst í kynni við landið og því er afar ánægjulegt að hægt sé að koma upplýsingum á framfæri þar, í bæklingum og á skjáhvílum,“ segir Drífa Snædal. Sveinbjörn bendir á að Isavia sé stór vinnuveitandi sem sé umhugað um heilbrigði íslensk vinnumarkaðar. „Þess vegna tökum við þátt í því verkefni að aðvelda erlendu launafólki að nálgast réttar upplýsingar um leið og það fer í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar, stærstu gáttina til landsins. Þannig fær það tækifæri til að að sækja upplýsingar um réttindi sín og skyldur öllum til hagsbóta,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira