Þjálfarinn lét hann velja á milli markametsins og Íslandsmeistaratitilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 17:00 Guðmundur Torfason fagnar Íslandsmeistaratitlinum 1986 á síðum Tímans. Mynd/Tíminn Guðmundur Torfason var fyrstur manna til að jafna markamet Péturs Péturssonar en hann náði ekki að skora mark númer tuttugu þrátt fyrir að fá einn leik í viðbót. Guðmundur á skýringu á því. Guðmundur Torfason rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Pétur Pétursson varð fyrstur allra til að skora nítján mörk í efstu deild en það gerði hann nítján ára gamall sumarið 1978. Guðmundur raðaði inn mörkunum sumarið 1986 og var kominn upp í nítján mörk með því að skora tvö mörk í næstsíðasta leiknum á móti Víði. Guðmundur átti þá enn eftir einn leik sem var á móti KR í lokaumferðinni til að slá metið en Framliðið var líka að berjast um Íslandsmeistaratitilinn við Val. KR-ingar voru kannski bara í fjórða sætinu, níu stigum á eftir Fram en þeir höfðu í leiknum á undan skotið Valsmenn niður úr toppsætið með því að vinna þá 3-0 á Hlíðarenda. Hvort viltu markamet eða Íslandsmeistaratitil? https://t.co/LNDcLpliq9— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 29, 2020 Guðmundur sagði Hafliða Breiðfjörð frá samtali við Ásgeir Elíasson þjálfara Fram á þeim tíma. „Ég hafði tækifæri á að bæta metið en Geiri kom til mín og spurði hvort viltu bæta metið eða verða Íslandsmeistari? Ég svaraði 'bæði'. Hann sagði 'það er ekki hægt því þú átt að vera á miðjunni'," sagði Guðmundur í Miðjunni. „Gunnar Gíslason var mjög öflugur hjá KR og ég átti að dekka hann og var því meira og minna í varnarhlutverki. Það mátti ekki tapa þessum leik og það var skrítin aðferðarfræði notuð. Geiri átti það til að koma með svona vinkla á leiki. Ég sagði bara 'ok geri það' og hlýddi bara þjálfaranum. Við vorum heppnir því KR átti skot í stöngina og voru með frábært lið en leikurinn fór 0-0 og fögnuðum titilinum." Willum Þór Þórsson átti þetta fræga stangarskot en Framliðið náði í stigið sem það vantaði og vann Íslandsmeistaratitilinn á markatölu. Markatala Fram var 39-13 en markatala Valsliðsins var 31-11. Þarna munaði fimm mörkum. Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, tryggði Valsmönnum 3-2 sigur á Akranesi og hefði því tryggt Hlíðarendaliðinu Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð ef KR-ingar hefðu nýtt eitt af færunum sínum. Guðmundur Torfason varð annar leikmaðurinn til að ná 19 mörkum á eftir Pétri Péturssyni (1978). Í kjölfarið komust í hópinn þeir Þórður Guðjónsson (1993), Tryggvi Guðmundsson (1997) og Andri Rúnar Bjarnason (2017). Guðmundur bætti ekki markametið en hann á það samt ennþá 34 árum síðar. Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira
Guðmundur Torfason var fyrstur manna til að jafna markamet Péturs Péturssonar en hann náði ekki að skora mark númer tuttugu þrátt fyrir að fá einn leik í viðbót. Guðmundur á skýringu á því. Guðmundur Torfason rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Pétur Pétursson varð fyrstur allra til að skora nítján mörk í efstu deild en það gerði hann nítján ára gamall sumarið 1978. Guðmundur raðaði inn mörkunum sumarið 1986 og var kominn upp í nítján mörk með því að skora tvö mörk í næstsíðasta leiknum á móti Víði. Guðmundur átti þá enn eftir einn leik sem var á móti KR í lokaumferðinni til að slá metið en Framliðið var líka að berjast um Íslandsmeistaratitilinn við Val. KR-ingar voru kannski bara í fjórða sætinu, níu stigum á eftir Fram en þeir höfðu í leiknum á undan skotið Valsmenn niður úr toppsætið með því að vinna þá 3-0 á Hlíðarenda. Hvort viltu markamet eða Íslandsmeistaratitil? https://t.co/LNDcLpliq9— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 29, 2020 Guðmundur sagði Hafliða Breiðfjörð frá samtali við Ásgeir Elíasson þjálfara Fram á þeim tíma. „Ég hafði tækifæri á að bæta metið en Geiri kom til mín og spurði hvort viltu bæta metið eða verða Íslandsmeistari? Ég svaraði 'bæði'. Hann sagði 'það er ekki hægt því þú átt að vera á miðjunni'," sagði Guðmundur í Miðjunni. „Gunnar Gíslason var mjög öflugur hjá KR og ég átti að dekka hann og var því meira og minna í varnarhlutverki. Það mátti ekki tapa þessum leik og það var skrítin aðferðarfræði notuð. Geiri átti það til að koma með svona vinkla á leiki. Ég sagði bara 'ok geri það' og hlýddi bara þjálfaranum. Við vorum heppnir því KR átti skot í stöngina og voru með frábært lið en leikurinn fór 0-0 og fögnuðum titilinum." Willum Þór Þórsson átti þetta fræga stangarskot en Framliðið náði í stigið sem það vantaði og vann Íslandsmeistaratitilinn á markatölu. Markatala Fram var 39-13 en markatala Valsliðsins var 31-11. Þarna munaði fimm mörkum. Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, tryggði Valsmönnum 3-2 sigur á Akranesi og hefði því tryggt Hlíðarendaliðinu Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð ef KR-ingar hefðu nýtt eitt af færunum sínum. Guðmundur Torfason varð annar leikmaðurinn til að ná 19 mörkum á eftir Pétri Péturssyni (1978). Í kjölfarið komust í hópinn þeir Þórður Guðjónsson (1993), Tryggvi Guðmundsson (1997) og Andri Rúnar Bjarnason (2017). Guðmundur bætti ekki markametið en hann á það samt ennþá 34 árum síðar.
Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira