Gray Line segir upp 91 prósenti starfsfólks Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 15:11 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line Iceland. Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, mun segja upp 107 starfsmönnum. Samkvæmt Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line á Íslandi, störfuðu 117 hjá fyrirtækinu og er því um að ræða um 91 prósent allra starfsmanna Gray Line. Þórir hefur sagt viðbúið að Gray Line, rétt eins og önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu, þyrfti að grípa til aðgerða vegna þess gríðarlega samdráttar sem orðið hefur í geiranum á síðustu vikum og mánuðum. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Starfsfólk hafi leitað allra leiða til að koma fyrirtækinu í gegnum skaflinn, boðist til að fara í launalaus leyfi o.s.frv., en meira hafi þurft að koma til. „Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ sagði Þórir við Vísi í mars. Fyrirtækið er eitt fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sagt upp starfsfólki í dag, eftir að ríkisstjórnin tilkynnti í gær að það hyggðist greiða hluta af uppsagnafresti starfsmanna. Þannig var 150 sagt upp hjá Kynnsiferðum auk þess sem Iceland Travel réðst í stórtækar uppsaganir. Fríhöfnin fækkaði að sama skapi í starfsliði sínu um 30 manns og lækkaði starfshlutfall 100 annnarra. Er þá ótalin stærsta einstaka fjöldauppsögn Íslandssögunnar þegar Icelandair sagði upp tvö þúsund starfsmönnum í gær. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. 29. apríl 2020 15:04 Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, mun segja upp 107 starfsmönnum. Samkvæmt Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line á Íslandi, störfuðu 117 hjá fyrirtækinu og er því um að ræða um 91 prósent allra starfsmanna Gray Line. Þórir hefur sagt viðbúið að Gray Line, rétt eins og önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu, þyrfti að grípa til aðgerða vegna þess gríðarlega samdráttar sem orðið hefur í geiranum á síðustu vikum og mánuðum. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Starfsfólk hafi leitað allra leiða til að koma fyrirtækinu í gegnum skaflinn, boðist til að fara í launalaus leyfi o.s.frv., en meira hafi þurft að koma til. „Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ sagði Þórir við Vísi í mars. Fyrirtækið er eitt fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sagt upp starfsfólki í dag, eftir að ríkisstjórnin tilkynnti í gær að það hyggðist greiða hluta af uppsagnafresti starfsmanna. Þannig var 150 sagt upp hjá Kynnsiferðum auk þess sem Iceland Travel réðst í stórtækar uppsaganir. Fríhöfnin fækkaði að sama skapi í starfsliði sínu um 30 manns og lækkaði starfshlutfall 100 annnarra. Er þá ótalin stærsta einstaka fjöldauppsögn Íslandssögunnar þegar Icelandair sagði upp tvö þúsund starfsmönnum í gær.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. 29. apríl 2020 15:04 Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. 29. apríl 2020 15:04
Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54