Öllum 152 sagt upp hjá Arctic Adventures Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 16:03 Úr kynningarefni Arctic Adventures. Artic Adventures Öllum 152 starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures og dótturfélaga verður sagt upp. Uppsagnir þeirra taka gildi um mánaðamótin. Frá þessu greinir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, í tölvupósti sem hann sendi starfsfólki í dag og Mannlíf birtir. Styrmir hafði áður lýst óánægju með útspil stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og kallaði eftir því að meira mið yrði tekið af stærstu atvinnugrein landsins, ferðaþjónustunni. Segja má að stjórnvöld hafi svarað kalli hans í gær þegar þau tilkynntu að hið opinbera myndi greiða hluta af uppsagnafresti fólks. Starfsmenn Arctic Adventures höfðu flestir verið komnir niður í 25 prósent starfshlutfall á móti atvinnuleysisbótum, úrræði sem kynnt var í fyrsta aðgerðapakka stjórnvalda, en þeim hefur nú öllum verið sagt upp sem fyrr segir. Styrmir segist þó í bréfi sínu vona að hægt verði að endurráða flest starfsfólk aftur. Sjá einnig: Beið spenntur eftir útspili stjórnvalda en féllust svo hendur Fyrst þurfi að ráðast í „umfangsmikla endurskipulagningu bæði á rekstri og fjárhag Arctic Adventures og dótturfélaga þess. Til að lágmarka áhættu og aðlaga félagið að breyttu rekstrarumhverfi hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að segja upp öllum starfsmönnum Straumhvarfs, Adventure hotels og ITG og miðast uppsagnirnar við 1. maí,“ eins og Styrmir orðar það í pósti sínum. Mikill uppgangur hefur verið hjá Arctic Adventures á síðustu árum, samhliða fjölgun ferðamanna. Þannig hagnaðist Straumhvarf ehf., rekstrarfélag Arctic Adventures, um 747 milljónir samkvæmt ársreikningi síðasta árs, tvöfalt meira árið á undan. Eigið fé jókst um næstum milljarð á milli ára og hefur félagið greitt næstum 730 milljóna arð til hluthafa undanfarin tvö rekstarár, þar af um 530 milljónir eftir uppgjör síðasta árs. Arctic Adventures var þannig metið á 12 milljarða króna í ársreikningi Icelandic Tourist Fund í fyrra. Dagurinn hefur verið blóðugur á íslenskum vinnumarkaði. Fyrir hádegi hafði Vinnumálastofnun borist átta tilkynningar um hópuppsagnir þar sem næstum 300 misstu vinnuna. Kynnisferðir sögðu upp 150, Gray Line 107, Fríhöfnin 30 auk þess sem meirihluta starfsmanna Iceland Travel var sagt upp störfum. Þá var öllum jafnframt sagt upp á Hótel Sögu, eins og Vísir greindi frá nú síðdegis. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Öllum 152 starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures og dótturfélaga verður sagt upp. Uppsagnir þeirra taka gildi um mánaðamótin. Frá þessu greinir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, í tölvupósti sem hann sendi starfsfólki í dag og Mannlíf birtir. Styrmir hafði áður lýst óánægju með útspil stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og kallaði eftir því að meira mið yrði tekið af stærstu atvinnugrein landsins, ferðaþjónustunni. Segja má að stjórnvöld hafi svarað kalli hans í gær þegar þau tilkynntu að hið opinbera myndi greiða hluta af uppsagnafresti fólks. Starfsmenn Arctic Adventures höfðu flestir verið komnir niður í 25 prósent starfshlutfall á móti atvinnuleysisbótum, úrræði sem kynnt var í fyrsta aðgerðapakka stjórnvalda, en þeim hefur nú öllum verið sagt upp sem fyrr segir. Styrmir segist þó í bréfi sínu vona að hægt verði að endurráða flest starfsfólk aftur. Sjá einnig: Beið spenntur eftir útspili stjórnvalda en féllust svo hendur Fyrst þurfi að ráðast í „umfangsmikla endurskipulagningu bæði á rekstri og fjárhag Arctic Adventures og dótturfélaga þess. Til að lágmarka áhættu og aðlaga félagið að breyttu rekstrarumhverfi hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að segja upp öllum starfsmönnum Straumhvarfs, Adventure hotels og ITG og miðast uppsagnirnar við 1. maí,“ eins og Styrmir orðar það í pósti sínum. Mikill uppgangur hefur verið hjá Arctic Adventures á síðustu árum, samhliða fjölgun ferðamanna. Þannig hagnaðist Straumhvarf ehf., rekstrarfélag Arctic Adventures, um 747 milljónir samkvæmt ársreikningi síðasta árs, tvöfalt meira árið á undan. Eigið fé jókst um næstum milljarð á milli ára og hefur félagið greitt næstum 730 milljóna arð til hluthafa undanfarin tvö rekstarár, þar af um 530 milljónir eftir uppgjör síðasta árs. Arctic Adventures var þannig metið á 12 milljarða króna í ársreikningi Icelandic Tourist Fund í fyrra. Dagurinn hefur verið blóðugur á íslenskum vinnumarkaði. Fyrir hádegi hafði Vinnumálastofnun borist átta tilkynningar um hópuppsagnir þar sem næstum 300 misstu vinnuna. Kynnisferðir sögðu upp 150, Gray Line 107, Fríhöfnin 30 auk þess sem meirihluta starfsmanna Iceland Travel var sagt upp störfum. Þá var öllum jafnframt sagt upp á Hótel Sögu, eins og Vísir greindi frá nú síðdegis.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08