Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2020 16:12 Hótel Saga við Hagatorg í Vesturbænum í Reykjavík. Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. Uppsagnahrina ríður yfir landið á næstsíðasta virka degi mánaðarins. Ingibjörg Ólafsdóttir er hótelstjóri á Hótel Sögu og segir líklegt að önnur hótel á höfuðborgarsvæðinu séu að grípa til sambærilegra aðgerða. Aðeins mánuður er síðan 110 starfsmenn störfuðu á hótelinu. Um fimmtíu, sem voru með eins mánaðar uppsagnarfrest, var sagt upp um síðustu mánaðamót. Hinir sextíu fóru á hlutastarfaleið stjórnvalda sem greiða 75% launa. Bíða eftir kraftaverki „Þetta er ömurlegt,“ segir Ingibjörg sem tilkynnti yfirmönnum um uppsögn í morgun. Boðað var til starfsmannafundar seinni partinn og í framhaldinu fengu starfsmenn uppsagnarbréf. Allir eru á uppsagnafresti og verða því við vinnu til 1. ágúst. „Við bíðum eftir krafaverki á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Algjört hrun hafi orðið í gistingu í kórónufaraldrinum. Nýtingin á hótelinu hafi verið eitt prósent í apríl og ekki von á neinum ferðamönnum í bráð. Vonandi rætist eitthvað úr veitingasölu á Mími þegar fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar úr tuttugu manns í rými í fimmtíu á mánudaginn. Gistingin sé hins vegar langstærsti hlutinn af veltu og framlegð hjá hótelinu. Þar sé engrar breytinga að vænta fyrr en landamæri fara að opnast. Miklar tilfinningar Mjög mikilvægt hafi verið að ná að segja fólki upp fyrir mánaðamót. Hótelin eigi ekki fyrir launagreiðslum endalaust án innkomu. Útspil ríkisstjórnarinnar í gær um að greiða uppsagnafrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem verða verulega fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum skipti sköpum. Engu að síður sé erfitt að segja upp starfsfólkinu, sem sé sérstaklega gott og yndislegt. Um sextíu starfsmenn vinna á Hótel Sögu, flestir í 60-100 prósent hlutfalli að sögn Ingibjargar. Fólkið eigi forgang í störfin þegar birti til. „Þetta er óskaplega erfitt og sárt. Það hafa verið mjög miklar tilfinningar í dag,“ segir Ingibjörg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. Uppsagnahrina ríður yfir landið á næstsíðasta virka degi mánaðarins. Ingibjörg Ólafsdóttir er hótelstjóri á Hótel Sögu og segir líklegt að önnur hótel á höfuðborgarsvæðinu séu að grípa til sambærilegra aðgerða. Aðeins mánuður er síðan 110 starfsmenn störfuðu á hótelinu. Um fimmtíu, sem voru með eins mánaðar uppsagnarfrest, var sagt upp um síðustu mánaðamót. Hinir sextíu fóru á hlutastarfaleið stjórnvalda sem greiða 75% launa. Bíða eftir kraftaverki „Þetta er ömurlegt,“ segir Ingibjörg sem tilkynnti yfirmönnum um uppsögn í morgun. Boðað var til starfsmannafundar seinni partinn og í framhaldinu fengu starfsmenn uppsagnarbréf. Allir eru á uppsagnafresti og verða því við vinnu til 1. ágúst. „Við bíðum eftir krafaverki á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Algjört hrun hafi orðið í gistingu í kórónufaraldrinum. Nýtingin á hótelinu hafi verið eitt prósent í apríl og ekki von á neinum ferðamönnum í bráð. Vonandi rætist eitthvað úr veitingasölu á Mími þegar fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar úr tuttugu manns í rými í fimmtíu á mánudaginn. Gistingin sé hins vegar langstærsti hlutinn af veltu og framlegð hjá hótelinu. Þar sé engrar breytinga að vænta fyrr en landamæri fara að opnast. Miklar tilfinningar Mjög mikilvægt hafi verið að ná að segja fólki upp fyrir mánaðamót. Hótelin eigi ekki fyrir launagreiðslum endalaust án innkomu. Útspil ríkisstjórnarinnar í gær um að greiða uppsagnafrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem verða verulega fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum skipti sköpum. Engu að síður sé erfitt að segja upp starfsfólkinu, sem sé sérstaklega gott og yndislegt. Um sextíu starfsmenn vinna á Hótel Sögu, flestir í 60-100 prósent hlutfalli að sögn Ingibjargar. Fólkið eigi forgang í störfin þegar birti til. „Þetta er óskaplega erfitt og sárt. Það hafa verið mjög miklar tilfinningar í dag,“ segir Ingibjörg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira