Líkti síðasta tímabili Sir Alex við hinsta dans Jordans og félaga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2020 11:30 Sir Alex Ferguson gerði Manchester United að Englandsmeisturum á sínu síðasta tímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. vísir/getty Í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær líkti Hjörvar Hafliðason síðasta tímabili Sir Alex Ferguson við stjórnvölinn hjá Manchester United (2012-13) við tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls sem er til umfjöllunar í heimildaþáttunum The Last Dance. Í báðum tilfellum segir Hjörvar að menn hafi vitað að endalokin væru handan við hornið. Og United og Bulls urðu bæði meistarar á umræddum tímabilum. „Þetta fékk mann til að hugsa um Manchester United þegar Ferguson tók síðasta árið sitt. Ef þú skoðar liðið var Patrice Evra 32 ára, Rio Ferdinand 35 ára í miðverðinum með [Nemanja] Vidic sem var 32 ára, [Antonio] Valencia með ökklavesen, [Michael] Carrick 32 ára, [Ryan] Giggs 39 ára og Wayne Rooney sem var búinn að haga sér eins og fífl tveimur árum áður,“ sagði Hjörvar. „Robin van Persie var keyptur til að gefa Ferguson þennan síðasta titil, síðasta dansinn. Það er alveg hægt horfa í baksýnisspegilinn og hugsa með sér, það var allt teiknað upp svo að þetta fengi að enda svona. Hann rúllaði yfir deildina.“ Frá því Ferguson hætti hjá United vorið 2013 hefur leiðin legið niður á við hjá félaginu. United hefur ekki verið nálægt því að verða Englandsmeistari og nokkrum sinnum misst af sæti í Meistaradeild Evrópu. Fjórir stjórar hafa verið við stjórnvölinn hjá United síðan Ferguson settist í helgan stein. „Hann skildi svo eftir sig strákinn í markinu [David de Gea], [Chris] Smalling og [Phil] Jones sem áttu að verða eitthvað en fyrir utan það voru þetta eldri menn. Og Wayne Rooney var orðinn gamall 28 ára,“ sagði Hjörvar. Líkt og hjá United hefur lítið gengið hjá Bulls síðan Michael Jordan, Scottie Pippen og Phil Jackson yfirgáfu félagið. Bulls hefur ekki komist í úrslit NBA síðan 1998, eða í 22 ár. Klippa: Sportið í kvöld - Margt líkt með United og Bulls Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Enski boltinn NBA Sportið í kvöld Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Sjá meira
Í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær líkti Hjörvar Hafliðason síðasta tímabili Sir Alex Ferguson við stjórnvölinn hjá Manchester United (2012-13) við tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls sem er til umfjöllunar í heimildaþáttunum The Last Dance. Í báðum tilfellum segir Hjörvar að menn hafi vitað að endalokin væru handan við hornið. Og United og Bulls urðu bæði meistarar á umræddum tímabilum. „Þetta fékk mann til að hugsa um Manchester United þegar Ferguson tók síðasta árið sitt. Ef þú skoðar liðið var Patrice Evra 32 ára, Rio Ferdinand 35 ára í miðverðinum með [Nemanja] Vidic sem var 32 ára, [Antonio] Valencia með ökklavesen, [Michael] Carrick 32 ára, [Ryan] Giggs 39 ára og Wayne Rooney sem var búinn að haga sér eins og fífl tveimur árum áður,“ sagði Hjörvar. „Robin van Persie var keyptur til að gefa Ferguson þennan síðasta titil, síðasta dansinn. Það er alveg hægt horfa í baksýnisspegilinn og hugsa með sér, það var allt teiknað upp svo að þetta fengi að enda svona. Hann rúllaði yfir deildina.“ Frá því Ferguson hætti hjá United vorið 2013 hefur leiðin legið niður á við hjá félaginu. United hefur ekki verið nálægt því að verða Englandsmeistari og nokkrum sinnum misst af sæti í Meistaradeild Evrópu. Fjórir stjórar hafa verið við stjórnvölinn hjá United síðan Ferguson settist í helgan stein. „Hann skildi svo eftir sig strákinn í markinu [David de Gea], [Chris] Smalling og [Phil] Jones sem áttu að verða eitthvað en fyrir utan það voru þetta eldri menn. Og Wayne Rooney var orðinn gamall 28 ára,“ sagði Hjörvar. Líkt og hjá United hefur lítið gengið hjá Bulls síðan Michael Jordan, Scottie Pippen og Phil Jackson yfirgáfu félagið. Bulls hefur ekki komist í úrslit NBA síðan 1998, eða í 22 ár. Klippa: Sportið í kvöld - Margt líkt með United og Bulls Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Enski boltinn NBA Sportið í kvöld Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Sjá meira