Líkti síðasta tímabili Sir Alex við hinsta dans Jordans og félaga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2020 11:30 Sir Alex Ferguson gerði Manchester United að Englandsmeisturum á sínu síðasta tímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. vísir/getty Í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær líkti Hjörvar Hafliðason síðasta tímabili Sir Alex Ferguson við stjórnvölinn hjá Manchester United (2012-13) við tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls sem er til umfjöllunar í heimildaþáttunum The Last Dance. Í báðum tilfellum segir Hjörvar að menn hafi vitað að endalokin væru handan við hornið. Og United og Bulls urðu bæði meistarar á umræddum tímabilum. „Þetta fékk mann til að hugsa um Manchester United þegar Ferguson tók síðasta árið sitt. Ef þú skoðar liðið var Patrice Evra 32 ára, Rio Ferdinand 35 ára í miðverðinum með [Nemanja] Vidic sem var 32 ára, [Antonio] Valencia með ökklavesen, [Michael] Carrick 32 ára, [Ryan] Giggs 39 ára og Wayne Rooney sem var búinn að haga sér eins og fífl tveimur árum áður,“ sagði Hjörvar. „Robin van Persie var keyptur til að gefa Ferguson þennan síðasta titil, síðasta dansinn. Það er alveg hægt horfa í baksýnisspegilinn og hugsa með sér, það var allt teiknað upp svo að þetta fengi að enda svona. Hann rúllaði yfir deildina.“ Frá því Ferguson hætti hjá United vorið 2013 hefur leiðin legið niður á við hjá félaginu. United hefur ekki verið nálægt því að verða Englandsmeistari og nokkrum sinnum misst af sæti í Meistaradeild Evrópu. Fjórir stjórar hafa verið við stjórnvölinn hjá United síðan Ferguson settist í helgan stein. „Hann skildi svo eftir sig strákinn í markinu [David de Gea], [Chris] Smalling og [Phil] Jones sem áttu að verða eitthvað en fyrir utan það voru þetta eldri menn. Og Wayne Rooney var orðinn gamall 28 ára,“ sagði Hjörvar. Líkt og hjá United hefur lítið gengið hjá Bulls síðan Michael Jordan, Scottie Pippen og Phil Jackson yfirgáfu félagið. Bulls hefur ekki komist í úrslit NBA síðan 1998, eða í 22 ár. Klippa: Sportið í kvöld - Margt líkt með United og Bulls Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Enski boltinn NBA Sportið í kvöld Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær líkti Hjörvar Hafliðason síðasta tímabili Sir Alex Ferguson við stjórnvölinn hjá Manchester United (2012-13) við tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls sem er til umfjöllunar í heimildaþáttunum The Last Dance. Í báðum tilfellum segir Hjörvar að menn hafi vitað að endalokin væru handan við hornið. Og United og Bulls urðu bæði meistarar á umræddum tímabilum. „Þetta fékk mann til að hugsa um Manchester United þegar Ferguson tók síðasta árið sitt. Ef þú skoðar liðið var Patrice Evra 32 ára, Rio Ferdinand 35 ára í miðverðinum með [Nemanja] Vidic sem var 32 ára, [Antonio] Valencia með ökklavesen, [Michael] Carrick 32 ára, [Ryan] Giggs 39 ára og Wayne Rooney sem var búinn að haga sér eins og fífl tveimur árum áður,“ sagði Hjörvar. „Robin van Persie var keyptur til að gefa Ferguson þennan síðasta titil, síðasta dansinn. Það er alveg hægt horfa í baksýnisspegilinn og hugsa með sér, það var allt teiknað upp svo að þetta fengi að enda svona. Hann rúllaði yfir deildina.“ Frá því Ferguson hætti hjá United vorið 2013 hefur leiðin legið niður á við hjá félaginu. United hefur ekki verið nálægt því að verða Englandsmeistari og nokkrum sinnum misst af sæti í Meistaradeild Evrópu. Fjórir stjórar hafa verið við stjórnvölinn hjá United síðan Ferguson settist í helgan stein. „Hann skildi svo eftir sig strákinn í markinu [David de Gea], [Chris] Smalling og [Phil] Jones sem áttu að verða eitthvað en fyrir utan það voru þetta eldri menn. Og Wayne Rooney var orðinn gamall 28 ára,“ sagði Hjörvar. Líkt og hjá United hefur lítið gengið hjá Bulls síðan Michael Jordan, Scottie Pippen og Phil Jackson yfirgáfu félagið. Bulls hefur ekki komist í úrslit NBA síðan 1998, eða í 22 ár. Klippa: Sportið í kvöld - Margt líkt með United og Bulls Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Enski boltinn NBA Sportið í kvöld Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira