131 missir vinnuna hjá Airport Associates Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2020 11:25 Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, sem þjónustar flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu og segir forstjórinn að fyrirtækið þurfi áfram að afgreiða flugvélar þótt umferð sé mjög lítil. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að til aðgerðanna sé gripið vegna áhrifa af Covid-19 heimsfaraldrinum sem hefur haft þau áhrif að nær öll flugumferð í heiminum hefur stöðvast og óvíst hvenær flugsamgöngur komast í samt lag. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segir verkefni nú aðallega snúa að fraktflugvélum auk reksturs skrifstofu þar sem unnar eru hleðsluskár fyrir flugfélögin svo eitthvað sé nefnt. Þá geti komið vélar í millilendingu þótt þær séu ekki með farþega. Óhætt er að segja að starfsöryggi hafi verið lítið undanfarin tvö ár hjá fyrirtækinu sem þjónustaði WOW air áður en fyrirtækið fór á hausinn. Þurfti fyrirtækið að ráðast í fjölmennar uppsagnir vegna erfiðleika WOW air sem lauk með gjaldþroti. Sigþór segir starfsmenn vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest og mæti áfram til vinnu næstu mánuðina. Hann er sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina eru easyJet, Wizz Air, Delta Airlines, Bluebird, Nordic, British Airways, Norwegian, American Airlines og Air Canada, Neos, Jet2.com, Tui, S7, Air Baltic, Vueling og Transavia. Fyrirtækið harmar að þurfa að grípa til svo róttækra aðgerða en vonast til að geta endurráðið í störfin svo fljótt sem kostur er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu og segir forstjórinn að fyrirtækið þurfi áfram að afgreiða flugvélar þótt umferð sé mjög lítil. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að til aðgerðanna sé gripið vegna áhrifa af Covid-19 heimsfaraldrinum sem hefur haft þau áhrif að nær öll flugumferð í heiminum hefur stöðvast og óvíst hvenær flugsamgöngur komast í samt lag. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segir verkefni nú aðallega snúa að fraktflugvélum auk reksturs skrifstofu þar sem unnar eru hleðsluskár fyrir flugfélögin svo eitthvað sé nefnt. Þá geti komið vélar í millilendingu þótt þær séu ekki með farþega. Óhætt er að segja að starfsöryggi hafi verið lítið undanfarin tvö ár hjá fyrirtækinu sem þjónustaði WOW air áður en fyrirtækið fór á hausinn. Þurfti fyrirtækið að ráðast í fjölmennar uppsagnir vegna erfiðleika WOW air sem lauk með gjaldþroti. Sigþór segir starfsmenn vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest og mæti áfram til vinnu næstu mánuðina. Hann er sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina eru easyJet, Wizz Air, Delta Airlines, Bluebird, Nordic, British Airways, Norwegian, American Airlines og Air Canada, Neos, Jet2.com, Tui, S7, Air Baltic, Vueling og Transavia. Fyrirtækið harmar að þurfa að grípa til svo róttækra aðgerða en vonast til að geta endurráðið í störfin svo fljótt sem kostur er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira