Unglingsstúlka hefur verið færð til vistunar á viðeigandi stofnun eftir að alvarlegt atvik varð í Kópavogi snemma í kvöld.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en þar segir að unglingspilti hafi verið veittir áverkar með eggvopni en nú liggur fyrir að það var stúlkan sem veitti piltinum áverkana.
„Mikill viðbúnaður var vegna málsins, en í fyrstu var talið að ókunnugur maður hefði staðið að árásinni, en svo reyndist ekki vera. Líðan piltsins er eftir atvikum, en hann er ekki lífshættulega slasaður.
Málið er unnið með aðkomu barnaverndaryfirvalda,“ segir í tilkynningu lögreglu.
Fréttin hefur verið uppfærð.