„Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2020 12:51 Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. Baráttudagur verkalýðsins 1. maí hefur verið haldinn hátíðlegur með kröfugöngum og útifundum í nærri hundrað ár og er þetta í fyrsta skipti á þeim tíma sem það er alfarið slegið af. Baráttukveðjurnar hafa nú færst inní rafheima og á flestum heimasíðum og samfélagsmiðlum verkalýðisfélaga má sjá ávörp eða kveðjur forystufólks. Þá efna Bandalag háskólamanna, ASÍ, BSRB til sérstakrar skemmti- og baráttudagskrár sem flutt verður í Hörpu og sjónvarpað í kvöld klukkan 19:40. Í ávarpi Drífu Snædal, forseta ASÍ, segir að landsmenn standi nú frammi fyrir efnahagskreppu. Óhugnalega margir hafi misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekjum. Stéttarfélög haldi áfram í baráttu fyrir bættum kjörum en hún hafi breyst. „Nú fjallar þetta bara um að atvinnuleysisbætur og grundvallartryggingar til fólks. En hinar stóru kröfur standa eftir um jöfnuð og réttlæti og réttlátt þjóðfélag,“ segir Drífa. Drífa varar við að fólk slái af kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. „Það er alltaf hætta á því í svona ástandi þar sem fólk er orðið aðþrengt að það fari að undirbjóða hvert annað og taki verri störf og verri kjör. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við höldum í þann ramma sem við setjum okkur hér á landi og höldum í okkar kjarasamninga og kjör,“ segir Drífa. Hún svarar gagnrýni á fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir hjá Eflingu og höfnun kjarasamninga hjá hjúkrunarfræðingum á slíkum tíma með að kjarabarátta verði að fá að hafa sinn gang. Ef við ýtum öllu til hliðar vegna ástandsins hvort sem það er kjarasamningsgerð eða kjarabarátta þá vitum við ekki hvar það endar,“ segir hún. Nú blasi við miklar samfélagsbreytingar og mikilvægt sé að tryggt verði að hér verði næg atvinna og góð störf. „Þá þarf að að tryggja það í atvinnulífi landsins að það sé ekki jafn auðsært og núna,“ segir Drífa Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Baráttukveðjur 1. maí! Félagasamtök Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. Baráttudagur verkalýðsins 1. maí hefur verið haldinn hátíðlegur með kröfugöngum og útifundum í nærri hundrað ár og er þetta í fyrsta skipti á þeim tíma sem það er alfarið slegið af. Baráttukveðjurnar hafa nú færst inní rafheima og á flestum heimasíðum og samfélagsmiðlum verkalýðisfélaga má sjá ávörp eða kveðjur forystufólks. Þá efna Bandalag háskólamanna, ASÍ, BSRB til sérstakrar skemmti- og baráttudagskrár sem flutt verður í Hörpu og sjónvarpað í kvöld klukkan 19:40. Í ávarpi Drífu Snædal, forseta ASÍ, segir að landsmenn standi nú frammi fyrir efnahagskreppu. Óhugnalega margir hafi misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekjum. Stéttarfélög haldi áfram í baráttu fyrir bættum kjörum en hún hafi breyst. „Nú fjallar þetta bara um að atvinnuleysisbætur og grundvallartryggingar til fólks. En hinar stóru kröfur standa eftir um jöfnuð og réttlæti og réttlátt þjóðfélag,“ segir Drífa. Drífa varar við að fólk slái af kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. „Það er alltaf hætta á því í svona ástandi þar sem fólk er orðið aðþrengt að það fari að undirbjóða hvert annað og taki verri störf og verri kjör. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við höldum í þann ramma sem við setjum okkur hér á landi og höldum í okkar kjarasamninga og kjör,“ segir Drífa. Hún svarar gagnrýni á fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir hjá Eflingu og höfnun kjarasamninga hjá hjúkrunarfræðingum á slíkum tíma með að kjarabarátta verði að fá að hafa sinn gang. Ef við ýtum öllu til hliðar vegna ástandsins hvort sem það er kjarasamningsgerð eða kjarabarátta þá vitum við ekki hvar það endar,“ segir hún. Nú blasi við miklar samfélagsbreytingar og mikilvægt sé að tryggt verði að hér verði næg atvinna og góð störf. „Þá þarf að að tryggja það í atvinnulífi landsins að það sé ekki jafn auðsært og núna,“ segir Drífa Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Baráttukveðjur 1. maí!
Félagasamtök Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira