Leggur til að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 13:27 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Icelandair Group stefnir á að safna hátt í 30 milljörðum í aukið hlutafé. Þingmaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að ríkið komi félaginu til hjálpar vegna þeirra þrenginga sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér en eigendur verði að takast á við fortíðarvanda félagsins. Skoða ætti þann möguleika að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi. Markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair Group í júní er að safna rúmlega 29 milljörðum króna í aukið hlutafé. Stjórn félagsins mun leggja tillögu þess efnis fyrir hluthafafund síðar í þessum mánuði. Þetta kom fram í tilkynningu sem félagið sendi Kauphöll í gærkvöldi. Hlutafjárútboðið er sagt mikilvægur liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins en auk útboðsins verður skoðaður sá möguleiki að breyta skuldum í hlutafé. Í gær greindu stjórnvöld frá því, að ef Icelandair tekst að safna því hlutafé sem félagið stefnir að, að þá séu stjórnvöld tilbúin að koma til aðstoðar með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að skýr skilyrði verði sett fyrir hvers konar aðkomu ríkisins. Mikilvægt sé að almenningur sitji ekki uppi með skaðann. „Við vitum að Icelandair átti í rekstrarvanda áður en faraldurinn kom og ein leiðin gæti verið sú að ríkið kæmi að rekstri og tæki tapið sem orsakast af faraldrinum en eigendurnir myndu bara sjálfir glíma við fortíðarvandann. Það er hægt að gera með því að Icelandair stofni dótturfélag. Ríkið láni fyrir hlutabréfum í því félagi og það félag sjái um flugreksturinn núna og byggi upp félagið í framhaldinu þegar faraldurinn er genginn yfir,“ segir Oddný. Þetta sé þekkt leið til að bjarga fyrirtækjum í vanda. „Þetta er leið sem myndi tryggja það að við værum ekki að setja víkjandi lán sem að myndi hverfa í fortíðarvanda félagsins,“ segir Oddný. Samfylkingin Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Icelandair Group stefnir á að safna hátt í 30 milljörðum í aukið hlutafé. Þingmaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að ríkið komi félaginu til hjálpar vegna þeirra þrenginga sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér en eigendur verði að takast á við fortíðarvanda félagsins. Skoða ætti þann möguleika að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi. Markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair Group í júní er að safna rúmlega 29 milljörðum króna í aukið hlutafé. Stjórn félagsins mun leggja tillögu þess efnis fyrir hluthafafund síðar í þessum mánuði. Þetta kom fram í tilkynningu sem félagið sendi Kauphöll í gærkvöldi. Hlutafjárútboðið er sagt mikilvægur liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins en auk útboðsins verður skoðaður sá möguleiki að breyta skuldum í hlutafé. Í gær greindu stjórnvöld frá því, að ef Icelandair tekst að safna því hlutafé sem félagið stefnir að, að þá séu stjórnvöld tilbúin að koma til aðstoðar með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að skýr skilyrði verði sett fyrir hvers konar aðkomu ríkisins. Mikilvægt sé að almenningur sitji ekki uppi með skaðann. „Við vitum að Icelandair átti í rekstrarvanda áður en faraldurinn kom og ein leiðin gæti verið sú að ríkið kæmi að rekstri og tæki tapið sem orsakast af faraldrinum en eigendurnir myndu bara sjálfir glíma við fortíðarvandann. Það er hægt að gera með því að Icelandair stofni dótturfélag. Ríkið láni fyrir hlutabréfum í því félagi og það félag sjái um flugreksturinn núna og byggi upp félagið í framhaldinu þegar faraldurinn er genginn yfir,“ segir Oddný. Þetta sé þekkt leið til að bjarga fyrirtækjum í vanda. „Þetta er leið sem myndi tryggja það að við værum ekki að setja víkjandi lán sem að myndi hverfa í fortíðarvanda félagsins,“ segir Oddný.
Samfylkingin Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira