Fótbolti

Trippier í vandræðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kieran Trippier kostaði Atletico Madrid um 22 milljónir punda.
Kieran Trippier kostaði Atletico Madrid um 22 milljónir punda. vísir/getty

Enski landsliðsmaðurinn Kieran Trippier er í vandræðum en hann hefur verið ásakaður um brot á lögum hvað varðar veðmál. Hann hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu.

Talið er að Trippier hafi gefið einhverjum nákomnum upplýsingar um félagaskipti sín til Atletico Madrid í júlímánuði á síðasta ári en hann skipti þá yfir til Madrídarliðsins fyrir tæplega 22 milljónir punda.

Hægri bakvörðurinn hefur þangað til 18. maí til að svara ásökunum en talið er að hann eða einhver nákominn Englendingnum hafi hagnast af þessum vistaskiptum Trippier.

Í yfirlýsingu frá honum sjálfum segir að hann hafi unnið nærri með enska knattspyrnusambandinu undanfarna mánuði og muni gera það áfram. Hann segist saklaus og segist aldrei hafa fengin pening frá öðrum eftir veðmál.

Málið svipar til máls Daniel Sturridge sem var dæmdur í sex vikna bann af enska knattspyrnusambandinu en hann lét bróður sinn veðja á það að framherjinn væri á leið til Sevilla. Síðar meir var refsingin hækkuð upp í fjóra mánuði og Sturridge er nú án félags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×