Hagnaður þrátt fyrir snarpa fækkun ferðamanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2020 14:40 Farþegum um flugvelli Isavia fækkaði um 25 prósent á milli áranna 2018 til 2019. Þrátt fyrir að rekstrartekjur Isavia hafi lækkað um 3,3 milljarða króna milli ára og afkoma félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBIDTA) lækkað um tæpa fjóra og hálfan milljarð var jákvæð afkoma af rekstri Isavia í fyrra. Hagnaður samstæðunnar nam næstum 1,2 milljörðum króna árið 2019, sem er um 72 prósent lækkun frá fyrra ári, á sama tíma og eigið fé Isavia jókst um 3,4 prósent og eiginfjárhlutfallið batnaði. Þetta er meðal þess sem má lesa úr nýrri ársskýrslu félagsins. Fjöldi farþega um flugvelli Isavia var í heild rúmlega 7,9 milljónir í fyrra. Það er um 25% minnkun frá árinu 2018. Millilandafarþegum um íslenska áætlunarflugvelli fækkaði úr rúmlega 9,8 milljónum í tæplega 7,3 milljónir, eða um 26% milli ára. Innanlandsfarþegum fækkaði á sama tíma úr tæplega 737 þúsund í rúmlega 650 þúsund, eða um tæp 11%. Þarna spilar fall WOW air og kyrrsetning Boeing 737 MAX-þota Icelandair rullu. „Allt hafði þetta mikil áhrif á fjölda farþega og þannig á rekstur samstæðu Isavia,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, í tilkynningu sem send er út vegna ársskýrslunnar. „Nú stöndum við frammi fyrir heimsfaraldri af völdum Covid-19-veikinnar, og það er gríðarmikil óvissa með framhaldið. Það eina sem við vitum er að áhrifin verða mikil. Fjárhagsleg staða félagsins er sterk en það er ljóst að við, eins og önnur fyrirtæki, þurfum að bretta upp ermarnar til að komast heil í gegnum þessa erfiðleika.“ Hér má nálgast lykiltölur úr rekstri Isavia í fyrra en hér má nálgast ársskýrslu Isavia í heild. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Þrátt fyrir að rekstrartekjur Isavia hafi lækkað um 3,3 milljarða króna milli ára og afkoma félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBIDTA) lækkað um tæpa fjóra og hálfan milljarð var jákvæð afkoma af rekstri Isavia í fyrra. Hagnaður samstæðunnar nam næstum 1,2 milljörðum króna árið 2019, sem er um 72 prósent lækkun frá fyrra ári, á sama tíma og eigið fé Isavia jókst um 3,4 prósent og eiginfjárhlutfallið batnaði. Þetta er meðal þess sem má lesa úr nýrri ársskýrslu félagsins. Fjöldi farþega um flugvelli Isavia var í heild rúmlega 7,9 milljónir í fyrra. Það er um 25% minnkun frá árinu 2018. Millilandafarþegum um íslenska áætlunarflugvelli fækkaði úr rúmlega 9,8 milljónum í tæplega 7,3 milljónir, eða um 26% milli ára. Innanlandsfarþegum fækkaði á sama tíma úr tæplega 737 þúsund í rúmlega 650 þúsund, eða um tæp 11%. Þarna spilar fall WOW air og kyrrsetning Boeing 737 MAX-þota Icelandair rullu. „Allt hafði þetta mikil áhrif á fjölda farþega og þannig á rekstur samstæðu Isavia,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, í tilkynningu sem send er út vegna ársskýrslunnar. „Nú stöndum við frammi fyrir heimsfaraldri af völdum Covid-19-veikinnar, og það er gríðarmikil óvissa með framhaldið. Það eina sem við vitum er að áhrifin verða mikil. Fjárhagsleg staða félagsins er sterk en það er ljóst að við, eins og önnur fyrirtæki, þurfum að bretta upp ermarnar til að komast heil í gegnum þessa erfiðleika.“ Hér má nálgast lykiltölur úr rekstri Isavia í fyrra en hér má nálgast ársskýrslu Isavia í heild.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira