Sjúkraliðanám - það er málið! Sandra B. Franks skrifar 2. maí 2020 16:30 Ungt fólk, sem er að velta fyrir sér námsbraut næsta haust, ætti að skoða sjúkraliðanámið af kostgæfni. Fjölmargar ástæður eru fyrir því. Sjúkraliðastarfið er í senn gefandi og skemmtilegt en um leið krefjandi. Það er mjög góður grunnur fyrir þá sem stefna á frekara nám, enkum á sviði heilbrigðisþjónustu. Mikil atvinnutækifæri Sjúkraliðanám er kennt í tíu fjölbrautarskólum víðsvegar um landið. Um 90 - 100 nemendur eru brautskráðir árlega. Námið tekur þrjú ár og lýkur með prófi af sjúkraliðabraut. Landlæknir gefur út leyfisbréf sem veitir brautskráðum heimild til að starfa við fagið. Íslenskur sjúkraliði hefur jafnframt réttindi til að starfa á Norðurlöndum langi fólk til að spreyta sig utan landsteina. Sjúkraliðar eru ómissandi grunnstétt í heilbrigðiskerfinu og erftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru því bæði miklir og óháðir búsetu. Helstu vinnustaðir sjúkraliða eru sjúkrahús, hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir auk þess sem sjúkraliðar eru leiðandi starfsmenn í heimahjúkrun. Hress og frísklegur hópur Starf sjúkraliðans felur í sér eftirlit og umönnun einstaklinga og fjölskyldna sem eru á heilbrigðisstofnunum eða á heimilum. Starfið er gríðarlega fjölbreytt, allt frá því að veita stuðning og hvatningu við athafnir daglegs lífs, yfir í að hjúkra mikið veikum einstaklingum á sérhæfðum deildum. Sjúkraliðar taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu um hjúkrun og meðferð, eiga samskipti við ólíka einstaklinga undir ýmsum kringumstæðum og þjálfast í að meta líkamlegt, andlegt og félagslegt ástand einstaklinga og fjölskyldna í samráði við hjúkrunarfræðinga, lækna og aðrar heilbrigðisstéttir. Góðir möguleikar eru á framgangi í starfi og um leið hærri launum. Starfsumhverfi þeirra býður upp á tækifæri til að stýra starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi. Nýgerðir kjarasamningar náðu þeim sögulega áfanga að stytta vinnuvikuna og tryggja að álagsgreiðslur og vinnutími taka mið af vaktabyrði. Sjúkraliðar eru yfirleitt hress og frísklegur hópur og starfsandinn er góður. Tíminn er núna - slástu með! Í sjúkraliðanáminu er áhersla lögð á hjúkrun og heilbrigðistengdar greinar þar sem nemendur taka fyrst og fremst áfanga í hjúkrun, bæði bóklega og verklega. Varðandi aðra heilbrigðistengda áfanga er kennd undirstaða í líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, lyfjafræði, samskiptum, siðfræði, sýklafræði og sálfræði. Verkleg þjálfun er stór þáttur í náminu og fer fram á heilbrigðisstofnunum undir handleiðslu reynds sjúkraliða og hjúkrunarkennara frá viðkomandi skóla. Eftir sjúkraliðanám halda fjölmargir áfram í frekara nám. Sérstök ástæða er til að undirstrika að í síðustu kjarasamningum náðist fram langþráð baráttumál sjúkraliða um nýja námsleið sem felst í viðbótarmenntun á fagháskólastigi sem taka má á tveimur árum samhliða vinnu. Þar skapast einstakt tækifæri fyrir metnaðarfulla sjúkraliða. Vorið er góður tími til að taka ákvörðun um næstu skref í lífinu. Ungt fólk sem langar til að starfa í heilbrigðisgeiranum ætti að kynna sér sjúkraliðanámið - og slást í hópinn strax í haust. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Ungt fólk, sem er að velta fyrir sér námsbraut næsta haust, ætti að skoða sjúkraliðanámið af kostgæfni. Fjölmargar ástæður eru fyrir því. Sjúkraliðastarfið er í senn gefandi og skemmtilegt en um leið krefjandi. Það er mjög góður grunnur fyrir þá sem stefna á frekara nám, enkum á sviði heilbrigðisþjónustu. Mikil atvinnutækifæri Sjúkraliðanám er kennt í tíu fjölbrautarskólum víðsvegar um landið. Um 90 - 100 nemendur eru brautskráðir árlega. Námið tekur þrjú ár og lýkur með prófi af sjúkraliðabraut. Landlæknir gefur út leyfisbréf sem veitir brautskráðum heimild til að starfa við fagið. Íslenskur sjúkraliði hefur jafnframt réttindi til að starfa á Norðurlöndum langi fólk til að spreyta sig utan landsteina. Sjúkraliðar eru ómissandi grunnstétt í heilbrigðiskerfinu og erftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru því bæði miklir og óháðir búsetu. Helstu vinnustaðir sjúkraliða eru sjúkrahús, hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir auk þess sem sjúkraliðar eru leiðandi starfsmenn í heimahjúkrun. Hress og frísklegur hópur Starf sjúkraliðans felur í sér eftirlit og umönnun einstaklinga og fjölskyldna sem eru á heilbrigðisstofnunum eða á heimilum. Starfið er gríðarlega fjölbreytt, allt frá því að veita stuðning og hvatningu við athafnir daglegs lífs, yfir í að hjúkra mikið veikum einstaklingum á sérhæfðum deildum. Sjúkraliðar taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu um hjúkrun og meðferð, eiga samskipti við ólíka einstaklinga undir ýmsum kringumstæðum og þjálfast í að meta líkamlegt, andlegt og félagslegt ástand einstaklinga og fjölskyldna í samráði við hjúkrunarfræðinga, lækna og aðrar heilbrigðisstéttir. Góðir möguleikar eru á framgangi í starfi og um leið hærri launum. Starfsumhverfi þeirra býður upp á tækifæri til að stýra starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi. Nýgerðir kjarasamningar náðu þeim sögulega áfanga að stytta vinnuvikuna og tryggja að álagsgreiðslur og vinnutími taka mið af vaktabyrði. Sjúkraliðar eru yfirleitt hress og frísklegur hópur og starfsandinn er góður. Tíminn er núna - slástu með! Í sjúkraliðanáminu er áhersla lögð á hjúkrun og heilbrigðistengdar greinar þar sem nemendur taka fyrst og fremst áfanga í hjúkrun, bæði bóklega og verklega. Varðandi aðra heilbrigðistengda áfanga er kennd undirstaða í líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, lyfjafræði, samskiptum, siðfræði, sýklafræði og sálfræði. Verkleg þjálfun er stór þáttur í náminu og fer fram á heilbrigðisstofnunum undir handleiðslu reynds sjúkraliða og hjúkrunarkennara frá viðkomandi skóla. Eftir sjúkraliðanám halda fjölmargir áfram í frekara nám. Sérstök ástæða er til að undirstrika að í síðustu kjarasamningum náðist fram langþráð baráttumál sjúkraliða um nýja námsleið sem felst í viðbótarmenntun á fagháskólastigi sem taka má á tveimur árum samhliða vinnu. Þar skapast einstakt tækifæri fyrir metnaðarfulla sjúkraliða. Vorið er góður tími til að taka ákvörðun um næstu skref í lífinu. Ungt fólk sem langar til að starfa í heilbrigðisgeiranum ætti að kynna sér sjúkraliðanámið - og slást í hópinn strax í haust. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar