Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2020 15:45 Búin var til viðbragðsáætlun ef ske kynni að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, dæi vegna Covid-19. EPA/ANDREW PARSONS Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. Johnson lá fárveikur inni á gjörgæslu vegna sjúkdómsins. Hann sagði að á tímabili hafi verið helmingslíkur á því að hann hefði þurft að fara í öndunarvél í viðtali við tímaritið Sun í dag. „Þetta var mjög erfitt augnablik, ég neita því ekki,“ bætti hann við. Hann sagði að læknarnir hans hafi búið til viðbragðsáætlun ef hann félli frá. „Þeir voru með áætlun til að fara eftir ef upp kæmu aðstæður eins og þegar Stalín dó,“ sagði hann og vísaði til fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, Jóseps Stalín. Johnson sagði að sér hafi verið gefnir tugir lítra af súrefni til að halda sér á lífi og sagði góðan bata sinn mega rekja til góðrar hjúkrunar. „Ég verð klökkur þegar ég hugsa til þess… en þetta var magnað.“ Johnson greindist með Covid-19 þann 26. Mars og var hann lagður inn á sjúkrahús tíu dögum síðar. Sólarhring seinna var hann lagður inn á gjörgæslu. „Það var erfitt að trúa því að á aðeins nokkrum dögum hafi heilsa mín hrakað svo mikið,“ sagði hann. Johnson hefur lofað heilbrigðisstarfsfólk í bak og fyrir eftir að honum batnaði af sjúkdómnum. Hann og Carrie Symonds, unnusta hans, skírðu nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas, að hluta í höfuð tveggja lækna sem parið segir hafa bjargað lífi forsætisráðherrans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Sonurinn nefndur í höfuð lækna sem björguðu lífi Boris Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa skírt nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas. 2. maí 2020 18:28 Johnson og Symonds eignuðust dreng Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel. 29. apríl 2020 09:20 Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. 27. apríl 2020 14:05 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. Johnson lá fárveikur inni á gjörgæslu vegna sjúkdómsins. Hann sagði að á tímabili hafi verið helmingslíkur á því að hann hefði þurft að fara í öndunarvél í viðtali við tímaritið Sun í dag. „Þetta var mjög erfitt augnablik, ég neita því ekki,“ bætti hann við. Hann sagði að læknarnir hans hafi búið til viðbragðsáætlun ef hann félli frá. „Þeir voru með áætlun til að fara eftir ef upp kæmu aðstæður eins og þegar Stalín dó,“ sagði hann og vísaði til fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, Jóseps Stalín. Johnson sagði að sér hafi verið gefnir tugir lítra af súrefni til að halda sér á lífi og sagði góðan bata sinn mega rekja til góðrar hjúkrunar. „Ég verð klökkur þegar ég hugsa til þess… en þetta var magnað.“ Johnson greindist með Covid-19 þann 26. Mars og var hann lagður inn á sjúkrahús tíu dögum síðar. Sólarhring seinna var hann lagður inn á gjörgæslu. „Það var erfitt að trúa því að á aðeins nokkrum dögum hafi heilsa mín hrakað svo mikið,“ sagði hann. Johnson hefur lofað heilbrigðisstarfsfólk í bak og fyrir eftir að honum batnaði af sjúkdómnum. Hann og Carrie Symonds, unnusta hans, skírðu nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas, að hluta í höfuð tveggja lækna sem parið segir hafa bjargað lífi forsætisráðherrans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Sonurinn nefndur í höfuð lækna sem björguðu lífi Boris Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa skírt nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas. 2. maí 2020 18:28 Johnson og Symonds eignuðust dreng Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel. 29. apríl 2020 09:20 Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. 27. apríl 2020 14:05 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Sonurinn nefndur í höfuð lækna sem björguðu lífi Boris Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa skírt nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas. 2. maí 2020 18:28
Johnson og Symonds eignuðust dreng Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel. 29. apríl 2020 09:20
Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. 27. apríl 2020 14:05