Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Byrjað verður að aflétta samkomubanninu á miðnætti. Þá mega fimmtíu koma saman í stað tuttugu og skóla- og leikskólastarf verður með eðlilegum hætti. Forseti Íslands segir erfiða tíma framundan en Íslendingar eigi sterka innviði og náttúruauðlindir sem nýtast. Allir þurfi að leggjast á árarnir því þá muni birta til.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Þá verður rætt við sóttvarnarlækni í beinni útsendingu um næstu skref.

Forsætisráðherra segir viðbúið að fjöldi fólks skipti um starfsvettvang á næstu misserum. Mikilvægt sé að auka fjölbreytni á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins sjá fram á mestu efnahagsdýfu í lýðveldissögunni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Framkvæmdastjóri Eflingar segir fátt benda til annars en að félagsmenn fari í verkfall á þriðjudag. Verkfallið mun raska skólahaldi í grunn- og leikskólum.

Einnig verður rætt við sjávarútvegsráðherra um gagnrýni grásleppusjómanna og við hittum hönnuði á áttræðis- og níræðisaldri sem vinna að uppbyggingu grunnskóla í Hveragerði.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×