Tómatar í stað erlendra ferðamanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2020 22:00 Framkvæmdir eru hafnar við Friðheima í Reykholti en þar er verið að stækka gróðurhúsið um fimm þúsund fermetra. Eigendur fyrirtækisins ætla að leggja aukna áherslu á tómatarækt til að bregðast við fækkun erlendra ferðamanna. Í nærri aldarfjórðung hafa verið ræktaðir tómatar í Friðheimum. Þá hefur líka verið tekið þar á móti hópum erlendra ferðamanna. Þeim hefur verið sýnt hvernig ræktunin fer fram og fengið að smakka og horfa á hestasýningar. Um tvö hundruð þúsund ferðamenn koma í Friðheima á ári hverju. Fækkun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur því haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Krísufundir alla daga „Þetta er náttúrulega búið að vera mjög snúið ástand og krísufundir í sjálfu sér alla daga. Við erum búin að plana okkur svona viku fyrir viku,“ segir Knútur Ármann eigandi Friðheima. Knútur segir engum starfsmanni hafa verið sagt upp en verið sé að nýta hlutastarfaleið stjórnvalda fyrir marga. Hann segir að til að geta haldið sem flestum í vinnu og haft næg verkefni hafi verið ákveðið byggja annað gróðurhús og framleiða fleiri tómata. „Við keyptum landið hérna við hliðin á okkur til þess að geta farið í það og erum að bara rétt að hefja framkvæmdir núna og vonandi tínum við fyrstu tómatana fyrir áramót, það er svona planið, úr því húsi.“ Skortur á íslenskum tómötum hefur verið viðvarandi Í Friðheimum er nú fimm þúsund fermetra gróðurhús en nýja húsið sem byrjað er að byggja þar við verður einnig fimm þúsund fermetrar. „Við erum að auka framleiðsluna alveg um meira en helming eða það er að segja 100%. Þannig að við ætlum að taka svolítið stórt skerf. Það eru mikil tækifæri í íslenskri garðyrkju og við höfum svona búið við það svona síðustu árin að það hefur verið svona viðvarandi tómastaskortur á íslenskum tómötum. Þannig það er frábært að geta komið sterkur inn á markaðinn þar,“ segir Knútur. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Garðyrkja Bláskógabyggð Tengdar fréttir Hvorki rútur né erlenda ferðamenn að sjá: „Þetta er bara ömurlegt“ Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér 29. apríl 2020 23:30 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við Friðheima í Reykholti en þar er verið að stækka gróðurhúsið um fimm þúsund fermetra. Eigendur fyrirtækisins ætla að leggja aukna áherslu á tómatarækt til að bregðast við fækkun erlendra ferðamanna. Í nærri aldarfjórðung hafa verið ræktaðir tómatar í Friðheimum. Þá hefur líka verið tekið þar á móti hópum erlendra ferðamanna. Þeim hefur verið sýnt hvernig ræktunin fer fram og fengið að smakka og horfa á hestasýningar. Um tvö hundruð þúsund ferðamenn koma í Friðheima á ári hverju. Fækkun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur því haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Krísufundir alla daga „Þetta er náttúrulega búið að vera mjög snúið ástand og krísufundir í sjálfu sér alla daga. Við erum búin að plana okkur svona viku fyrir viku,“ segir Knútur Ármann eigandi Friðheima. Knútur segir engum starfsmanni hafa verið sagt upp en verið sé að nýta hlutastarfaleið stjórnvalda fyrir marga. Hann segir að til að geta haldið sem flestum í vinnu og haft næg verkefni hafi verið ákveðið byggja annað gróðurhús og framleiða fleiri tómata. „Við keyptum landið hérna við hliðin á okkur til þess að geta farið í það og erum að bara rétt að hefja framkvæmdir núna og vonandi tínum við fyrstu tómatana fyrir áramót, það er svona planið, úr því húsi.“ Skortur á íslenskum tómötum hefur verið viðvarandi Í Friðheimum er nú fimm þúsund fermetra gróðurhús en nýja húsið sem byrjað er að byggja þar við verður einnig fimm þúsund fermetrar. „Við erum að auka framleiðsluna alveg um meira en helming eða það er að segja 100%. Þannig að við ætlum að taka svolítið stórt skerf. Það eru mikil tækifæri í íslenskri garðyrkju og við höfum svona búið við það svona síðustu árin að það hefur verið svona viðvarandi tómastaskortur á íslenskum tómötum. Þannig það er frábært að geta komið sterkur inn á markaðinn þar,“ segir Knútur.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Garðyrkja Bláskógabyggð Tengdar fréttir Hvorki rútur né erlenda ferðamenn að sjá: „Þetta er bara ömurlegt“ Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér 29. apríl 2020 23:30 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Hvorki rútur né erlenda ferðamenn að sjá: „Þetta er bara ömurlegt“ Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér 29. apríl 2020 23:30