Herra Njarðvík og Herra Keflavík urðu Íslandsmeistarar saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 10:30 Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason hafa unnið marga titla, bæði sem leikmenn og þjálfarar. Samsett/Vísir Körfuboltamennirnir Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason urðu samtals sextán sinnum Íslandsmeistarar í meistaraflokki en þökk sé upprifjun þjálfarans Friðriks Inga Rúnarssonar, þá er nú komið fram í dagsljósið að þessi miklu erkifjendur náðu að gera það saman sem kannski ekki alltof margir vissu af. Þeir eru í huga margra Herra Njarðvík og Herra Keflavík, fulltrúar erkifjendanna úr Reykjanesbæ sem hafa barist um ófáa Íslandsmeistaratitlana í körfuboltanum í gegnum tíðina. Teitur varð tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu og Guðjón Skúlason varð sex sinnum Íslandsmeistari með Keflavík. Teitur Örlygsson er stighæstur Njarðvíkinga í sögu úrvalsdeildarinnar með 6597 stig og Guðjón Skúlason stigahæsti Keflvíkingurinn í úrvalsdeild með 6133 stig. Það var því skemmtileg uppgötvun að Herra Njarðvík og Herra Keflavík hafi orðið Íslandsmeistarar saman þótt að það hafi verið löngu áður en þeir urðu fullvaxnir körfuboltamenn. ÞjálfarinnFriðrik Ingi Rúnarsson hefur verið duglegur að nota samkomubannið í að rifja upp gamlar stundir á samfélagsmiðlum sínum og á dögunum setti hann mynd af Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur í minnibolta karla vorið 1978. Þetta var stórmerkilegt lið því meðal þessara tíu og ellefu ára stráka voru margrar stjörnur framtíðarinnar og ekki bara í körfuboltanum. Í þessu meistaraliði Njarðvíkinga í minnibolta ellefu ára og yngri 1977-78 var meðal annars einnig sundmaðurinn Eðvarð Þór Eðvarðsson sem var valinn Íþróttamaður ársins 1986. Það sem greip augu flestra var hins vegar að sjá ellefu ára Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason saman á sömu meistaramynd. Menn voru vanir því að sjá annan þeirra fagna en hinn fara fúlan heim. Teitur Örlygsson stóðst ekki freistinguna og tjáði sig aðeins um það sem margir urðu hissa á. Að sjá Guðjón Skúlason í Njarðvíkurbúningi á Íslandsmeistaramynd. „Það voru mistök að selja Gaua til Kef. Rættist vel úr honum,“ skrifaði Teitur og það er óhætt að taka undir þau orð. „Flottur hópur,“ skrifaði síðan Guðjón Skúlason. Það þarf ekki að kom á óvart að lið með Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason hafi verið illviðráðanlegt enda unnu þeir úrslitaleikinn á móti ÍR 66-15. Friðrik Ingi Rúnarsson sjálfur var þarna leikmaður en hann átti eftir að vinna titla sem þjálfari þeirra beggja. Friðrik Ingi var aðeins 22 ára gamall þegar hann gerði Teit Örlygsson, Gunnar Örlygsson og Kristinn Einarsson, allt liðsfélaga hans úr þessu 1978 liði, að Íslandsmeisturum með meistaraflokki Njarðvíkur. Guðjón Skúlason og Friðrik Ingi Rúnarsson unnu svo titil saman árið 1995 þegar Guðjón lék með Grindavík og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfaði liðið sem vann Njarðvík 105-93 í bikarúrslitaleiknum. Guðjón Skúlason skoraði 26 stig í úrslitaleiknum en í tapliði Njarðvíkur voru gömlu liðsfélagar þeirra Teitur Örlygsson og Kristinn Einarsson. Dominos-deild karla Körfubolti Reykjanesbær UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira
Körfuboltamennirnir Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason urðu samtals sextán sinnum Íslandsmeistarar í meistaraflokki en þökk sé upprifjun þjálfarans Friðriks Inga Rúnarssonar, þá er nú komið fram í dagsljósið að þessi miklu erkifjendur náðu að gera það saman sem kannski ekki alltof margir vissu af. Þeir eru í huga margra Herra Njarðvík og Herra Keflavík, fulltrúar erkifjendanna úr Reykjanesbæ sem hafa barist um ófáa Íslandsmeistaratitlana í körfuboltanum í gegnum tíðina. Teitur varð tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu og Guðjón Skúlason varð sex sinnum Íslandsmeistari með Keflavík. Teitur Örlygsson er stighæstur Njarðvíkinga í sögu úrvalsdeildarinnar með 6597 stig og Guðjón Skúlason stigahæsti Keflvíkingurinn í úrvalsdeild með 6133 stig. Það var því skemmtileg uppgötvun að Herra Njarðvík og Herra Keflavík hafi orðið Íslandsmeistarar saman þótt að það hafi verið löngu áður en þeir urðu fullvaxnir körfuboltamenn. ÞjálfarinnFriðrik Ingi Rúnarsson hefur verið duglegur að nota samkomubannið í að rifja upp gamlar stundir á samfélagsmiðlum sínum og á dögunum setti hann mynd af Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur í minnibolta karla vorið 1978. Þetta var stórmerkilegt lið því meðal þessara tíu og ellefu ára stráka voru margrar stjörnur framtíðarinnar og ekki bara í körfuboltanum. Í þessu meistaraliði Njarðvíkinga í minnibolta ellefu ára og yngri 1977-78 var meðal annars einnig sundmaðurinn Eðvarð Þór Eðvarðsson sem var valinn Íþróttamaður ársins 1986. Það sem greip augu flestra var hins vegar að sjá ellefu ára Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason saman á sömu meistaramynd. Menn voru vanir því að sjá annan þeirra fagna en hinn fara fúlan heim. Teitur Örlygsson stóðst ekki freistinguna og tjáði sig aðeins um það sem margir urðu hissa á. Að sjá Guðjón Skúlason í Njarðvíkurbúningi á Íslandsmeistaramynd. „Það voru mistök að selja Gaua til Kef. Rættist vel úr honum,“ skrifaði Teitur og það er óhætt að taka undir þau orð. „Flottur hópur,“ skrifaði síðan Guðjón Skúlason. Það þarf ekki að kom á óvart að lið með Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason hafi verið illviðráðanlegt enda unnu þeir úrslitaleikinn á móti ÍR 66-15. Friðrik Ingi Rúnarsson sjálfur var þarna leikmaður en hann átti eftir að vinna titla sem þjálfari þeirra beggja. Friðrik Ingi var aðeins 22 ára gamall þegar hann gerði Teit Örlygsson, Gunnar Örlygsson og Kristinn Einarsson, allt liðsfélaga hans úr þessu 1978 liði, að Íslandsmeisturum með meistaraflokki Njarðvíkur. Guðjón Skúlason og Friðrik Ingi Rúnarsson unnu svo titil saman árið 1995 þegar Guðjón lék með Grindavík og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfaði liðið sem vann Njarðvík 105-93 í bikarúrslitaleiknum. Guðjón Skúlason skoraði 26 stig í úrslitaleiknum en í tapliði Njarðvíkur voru gömlu liðsfélagar þeirra Teitur Örlygsson og Kristinn Einarsson.
Dominos-deild karla Körfubolti Reykjanesbær UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira