Þórunn full tilhlökkunar að snúa aftur á þing eftir veikindaleyfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 13:04 Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, snýr aftur á þing í dag eftir að hafa verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna þriðja stigs brjóstakrabbameins sem hún greindist með í fyrra. Hún segir það leggjast afskaplega vel í sig að snúast aftur á þing og að hún sé full tilhlökkunar. Þá hafi hún það ótrúlega gott. „Ég er náttúrulega laus við meinið og þá getur maður ekki annað en verið þakklátur og kátur,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Þórarinn Ingi Pétursson tók sæti Þórunnar á þingi þegar hún fór í leyfið á síðasta ári. Þórunn birti mynd af þeim á Facebook-síðu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þar segir hún að liðið ár hafi bæði verið lærdómsríkt og krefjandi. Full þakklætis fyrir góðan árangur horfir hún bjartsýn og hress til framtíðar: Fyrir liggja krefjandi verkefni í þinginu sem ég hlakka til að takast á við með mínum góðu félögum í þingflokki Framsóknar. Ég læt hér fylgja með mynd af okkur Grundarbóndanum þar sem við hittumst við Eyjafjörðinn á leið minni suður. Þar höfðum við ,,lyklaskipti“. Vitni voru fá en athöfnin var góð. Hann steig inn með stuttum fyrirvara og leysti mig af með miklum sóma, fyrir það vil ég þakka. Eins vil ég þakka Líneik Önnu og Hjálmari Boga fyrir einstakan stuðning, vináttu og samvinnu. Það er magnað að tilheyra þessu 4 manna teymi sem hefur samvinnuhugsjónina að leiðarljósi. Takk allir fyrir góðan stuðning, hvatningu og fallegar hugsanir. Vonandi sé ég ykkur sem flest fljótlega og heyri í ykkur,“ segir Þórunn í færslunni sem sjá má hér fyrir neðan. Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, snýr aftur á þing í dag eftir að hafa verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna þriðja stigs brjóstakrabbameins sem hún greindist með í fyrra. Hún segir það leggjast afskaplega vel í sig að snúast aftur á þing og að hún sé full tilhlökkunar. Þá hafi hún það ótrúlega gott. „Ég er náttúrulega laus við meinið og þá getur maður ekki annað en verið þakklátur og kátur,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Þórarinn Ingi Pétursson tók sæti Þórunnar á þingi þegar hún fór í leyfið á síðasta ári. Þórunn birti mynd af þeim á Facebook-síðu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þar segir hún að liðið ár hafi bæði verið lærdómsríkt og krefjandi. Full þakklætis fyrir góðan árangur horfir hún bjartsýn og hress til framtíðar: Fyrir liggja krefjandi verkefni í þinginu sem ég hlakka til að takast á við með mínum góðu félögum í þingflokki Framsóknar. Ég læt hér fylgja með mynd af okkur Grundarbóndanum þar sem við hittumst við Eyjafjörðinn á leið minni suður. Þar höfðum við ,,lyklaskipti“. Vitni voru fá en athöfnin var góð. Hann steig inn með stuttum fyrirvara og leysti mig af með miklum sóma, fyrir það vil ég þakka. Eins vil ég þakka Líneik Önnu og Hjálmari Boga fyrir einstakan stuðning, vináttu og samvinnu. Það er magnað að tilheyra þessu 4 manna teymi sem hefur samvinnuhugsjónina að leiðarljósi. Takk allir fyrir góðan stuðning, hvatningu og fallegar hugsanir. Vonandi sé ég ykkur sem flest fljótlega og heyri í ykkur,“ segir Þórunn í færslunni sem sjá má hér fyrir neðan.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira