Þýska deildin á að hefjast aftur í þessum mánuði og verður þá sú fyrsta af þeim stóru til að hefja leik á nýju eftir kórónuveirufaraldurinn. Nú er spurning hvaða áhrif smitaðir leikmenn munu hafa á þau plön.
Þýsku liðin eru farin að æfa saman en byrjun mótsins hefur þegar verið frestað um eina viku.
Deildin átti að fara fram 9. maí en þýsk stjórnvöld komu í veg fyrir það. Nú þykir líkasta að fyrsta umferð eftir faraldur verð annað hvort 16. eða 23. maí næstkomandi.
German football authorities say 10 individuals from the country's top two divisions have returned positive coronavirus tests.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 4, 2020
A total of 1,724 tests were carried out on players from 36 clubs in the top two tiers of German football as some returned to training
Þýska knattspyrnusambandið segist hafa framkvæmt 1724 kórónuveirupróf meðal leikmanna í bundesligunum tveimur en alls eru 36 lið í deildunum.
Nýjar fréttir eru nú um það að tíu af öllum þessum leikmönnum reyndust vera með kórónuveiruna. Allir hafa þeir verið settir í sóttkví.
Í síðustu viku voru fréttir af þrír leikmenn Kölnarliðsins hafi verið með kórónuveiruna en enginn annar hafði smitast þegar það var aftur prófað meðal leikmanna liðsins í morgun.
Bundesliga reveals 10 positive coronavirus tests across 36 clubs - follow the latest updates in our live blog as global sport prepares for life after lockdownhttps://t.co/iWSu4Oa4QD
— Telegraph Football (@TeleFootball) May 4, 2020