Verkfall á hádegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 07:41 Lítið líf í Salaskóla í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarinnar hefst að nýju á hádegi í dag, en hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum hjá Ríkissáttasemjara undanfarið. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni. Boðun verkfalls sem hefst á eftir var samþykkt með rúmlega 90 prósentum atkvæða þeirra sem afstöðu tóku. Atkvæðagreiðslan var endurtekin eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í lok mars vegna kórónuveirufaraldursins. Efling hefur þegar samið við Reykjavíkurborg og ríkið „eftir að sóttvarnaryfirvöld gáfu út hvatningu til viðsemjenda um að ganga frá samningum,“ eins og segir í yfirlýsingu Eflingar. Starfsfólkið sem um ræðir starfi starfi í framlínu faraldursins, meðal annars við þrif í grunnskólum og heimaþjónustu. Aðstandendur skólabarna, ekki síst í Kópavogi, eru uggandi vegna stöðunnar í kjaraviðræðunum. Börn þeirra hafi lítið geta sótt hefðbundna kennslu frá því um miðjan mars vegna verkfalla og veiru og kunni þau illa við að ástandið vari lengur. Nemandi í 9. bekk Kársnesskóla sendi þannig áskorun á Umboðsmann barna og hvatti embættið til að skerast í leikinn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kunni illa við íhlutun umboðsmanns og svaraði erindi hans fullum hálsi. Kjaramál Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. 29. apríl 2020 19:00 Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarinnar hefst að nýju á hádegi í dag, en hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum hjá Ríkissáttasemjara undanfarið. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni. Boðun verkfalls sem hefst á eftir var samþykkt með rúmlega 90 prósentum atkvæða þeirra sem afstöðu tóku. Atkvæðagreiðslan var endurtekin eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í lok mars vegna kórónuveirufaraldursins. Efling hefur þegar samið við Reykjavíkurborg og ríkið „eftir að sóttvarnaryfirvöld gáfu út hvatningu til viðsemjenda um að ganga frá samningum,“ eins og segir í yfirlýsingu Eflingar. Starfsfólkið sem um ræðir starfi starfi í framlínu faraldursins, meðal annars við þrif í grunnskólum og heimaþjónustu. Aðstandendur skólabarna, ekki síst í Kópavogi, eru uggandi vegna stöðunnar í kjaraviðræðunum. Börn þeirra hafi lítið geta sótt hefðbundna kennslu frá því um miðjan mars vegna verkfalla og veiru og kunni þau illa við að ástandið vari lengur. Nemandi í 9. bekk Kársnesskóla sendi þannig áskorun á Umboðsmann barna og hvatti embættið til að skerast í leikinn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kunni illa við íhlutun umboðsmanns og svaraði erindi hans fullum hálsi.
Kjaramál Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. 29. apríl 2020 19:00 Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. 29. apríl 2020 19:00
Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29