Fótbolti

Evra: Ronaldo var á leiðinni aftur til United rétt áður en Ferguson hætti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo.
Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo. Mynd/AFP

Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Sir Alex Ferguson hafði hugsað sér að fá Cristiano Ronaldo aftur til félagsins skömmu áður en hann hætti sumarið 2013. Þetta sagði Evra í samtali við hlaðvarp United.

Portúgalinn fór frá United árið 2009 fyrir 80 milljónir punda og varð strax goðsögn á Bernabeu en samband hans og Jose Mourinho var ekki uppi á marga fiska tímabilið 2012/2013. Sá skoski vildi þá fá Ronaldo og þáverandi leikmenn Tottenham, Gareth Bale, til Man. United.

„Þú talar um hvað hafi verið erfiðasta augnablikið á United-ferlinum. Ég held að þegar Ferguson hætti sé það erfiðasta. Tveimur vikur áður voru fjölmiðlarnir að segja að hann myndi kannski hætta á næsta ári en hann sagði við mig: Patrice, ég mun aldrei hætta. Ég verð hér í önnur tíu ár,“ sagði Evra í hlaðvarpi United.

„Hann sagði svo: Ég er 99% viss um að við munum fá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Ég þarf bara þessa tvo leikmenn til þess að vinna Meistaradeildina aftur. 99%. Og til þess að vera sanngjarn, þegar ég talaði við Ronaldo og spurði hann þá hafði hann sagt já við stjórann. Hann var að koma til United. Hann sagði mér þetta.“

Mourinho var svo rekinn frá Real Madrid sem breytti stöðu Ronaldo hjá Real Madrid og hann átti síðan mögnuð ár eftir það. Gareth Bale fór sömu leið og Ronaldo og gekk í raðir spænska liðsins en Evra rifjar upp þegar Ferguson kvaddi leikmennina. Það voru tveir leikmenn sem fengu hálfgerða afsökunarbeiðni.

„Tveimur vikum seinna vorum við í búningsklefanum. Þegar við komum á Carrington, sá ég allar myndavélarnar og hugsaði: Einhver hefur gert einhver mistök. Við erum í vandræðum en þegar ég kom sagði fólkið að við þyrftum að hvera inn í klefa því stjórinn vill tala við ykkur og þegar það gerist eru það aldrei góðar fréttir.“

„Hann kom og sagði að hann væri mjög vonsvikinn. Einhverjir hefðu sagt að hann myndi hætta á undan honum sjálfum. Það var þess vegna sem allar þessar myndavélar voru en hann sagðist þurfa hætta því konan hans þarfnaðist hann.“

„Hann bað Robin Van Persie og Shinji Kagawa afsökunar því hann hafði nýlega keypt þá,“ sagði Evra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×