Vill þak á fjölda sendiherra og að stöður verði almennt auglýstar Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2020 11:07 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, vill sjá breytingar á skipanir sendiherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, vill fækka sendiherrum í utanríkisþjónustunni miðað við það sem nú er og koma á þaki á fjölda þeirra. Þá vill hann að byrjað verði að auglýsa sendiherrastöður, en að ráðherra verði jafnframt heimilt að skipa sendiherra án auglýsingar. Þetta kemur fram í grein Guðlaugs Þórs sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Útlistar hann þær breytingar sem hann vill sjá innan stjórnsýslunnar og snertir stöðu sendiherra. Í greininni ræðir hann núverandi fyrirkomulag varðandi skipun sendiherra – fyrirkomulag sem hann segir hafa gefist vel en sé engu að síður ekki gallalaust. Samkvæmt núgildandi lögum hafi ráðherra að mestu leyti frjálsar hendur við skipan sendiherra. Engar séu hæfniskröfur og hefur þessi skipan mála sætt gagnrýni. „Auk þess hefur sendiherrum fjölgað jafnt og þétt hin síðustu ár og er nú svo komið að fjöldi þeirra samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Þetta hefur einnig leitt til þess að framgangur yngri starfsmanna hefur reynst hægari en ella enda er þröngt á fleti fyrir þegar fjórðungur starfsmanna utanríkisþjónustunnar gegnir stjórnendastöðu,“ segir ráðherra. Þak á fjölda sendiherra Guðlaugur Þór nefnir að hann hafi ekki skipað neinn nýjan sendiherra frá því að hann tók við embættinu snemma árs 2017. Hafi sendiherrar þá verið fjörutíu talsins og hafi þeim nu fækkað um fjóra. Ráðherrann segist ætla að leggja til breytingar á kerfinu. Segist hann vilja að fjöldi sendiherra ráðist framvegis mið af fjölda sendiskrifstofa sem utanríkisþjónustan starfrækir. „Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þeir verði hverju sinni ekki fleiri en fjöldi sendiskrifstofa að fimmtungi viðbættum. Í dag starfrækir utanríkisráðuneytið alls 25 sendiskrifstofur. Nái þessi breyting fram að ganga verður hámarksfjöldi sendiherra 30 en þeir eru í dag 36 talsins. Þetta þýðir að enginn sendiherra verður skipaður fyrr en þeim hefur fækkað niður fyrir þrjátíu miðað við óbreyttan fjölda sendiskrifstofa,“ segir Guðlaugur. Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. Stöður almennt auglýstar Þá mælir frumvarp ráðherrans fyrir um að sendiherrastöður verði auglýstar og umsækjendur skuli uppfylla lögákveðin hæfisskilyrði. Þó segir að ráðherra verði heimilt að „skipa einstakling tímabundið til allt að fimm ára í embætti sendiherra til að veita sendiskrifstofu forstöðu eða að gegna hlutverki sérstaks erindreka án þess að starfið yrði auglýst.“ Ekki verði þó heimilt að framlengja eða senda viðkomandi annað og fjöldi þeirra megi ekki nema meira en fimmtungi af heildarfjölda skipaðra sendiherra. „Að þessu marki yrði ráðherra áfram heimilt að leita út fyrir raðir fastra starfsmanna utanríkisþjónustunnar eftir sendiherrum sem hafa aflað sér sérþekkingar, reynslu og tengsla á öðrum vettvangi, svo sem í stjórnmálum eða í atvinnulífinu, til að annast afmörkuð verkefni í þágu hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi. Með þessu móti verður þeirri heimild, sem nú er ótakmörkuð, settar málefnalegar skorður,“ segir í greininni. Tímabundið sett lægra setta í embætti sendiherra Loks vill ráðherra sjá þá breytingu að ráðherra geti tímabundið sett lægra setta starfsmenn, sendifulltrúa, í embætti sendiherra. Þennan hóp fylla að jafnaði þeir sem eiga að baki langan og farsælan feril í þjónustunni og hafa unnið sig upp innan hennar án þess að vera orðnir sendiherrar. „Þessi breyting þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að nýta betur starfskrafta sendifulltrúa og veita einkum hæfileikaríku yngra fólki í utanríkisþjónustunni aukin tækifæri á framgangi í starfi,“ segir ráðherrann. Utanríkismál Stjórnsýsla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, vill fækka sendiherrum í utanríkisþjónustunni miðað við það sem nú er og koma á þaki á fjölda þeirra. Þá vill hann að byrjað verði að auglýsa sendiherrastöður, en að ráðherra verði jafnframt heimilt að skipa sendiherra án auglýsingar. Þetta kemur fram í grein Guðlaugs Þórs sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Útlistar hann þær breytingar sem hann vill sjá innan stjórnsýslunnar og snertir stöðu sendiherra. Í greininni ræðir hann núverandi fyrirkomulag varðandi skipun sendiherra – fyrirkomulag sem hann segir hafa gefist vel en sé engu að síður ekki gallalaust. Samkvæmt núgildandi lögum hafi ráðherra að mestu leyti frjálsar hendur við skipan sendiherra. Engar séu hæfniskröfur og hefur þessi skipan mála sætt gagnrýni. „Auk þess hefur sendiherrum fjölgað jafnt og þétt hin síðustu ár og er nú svo komið að fjöldi þeirra samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Þetta hefur einnig leitt til þess að framgangur yngri starfsmanna hefur reynst hægari en ella enda er þröngt á fleti fyrir þegar fjórðungur starfsmanna utanríkisþjónustunnar gegnir stjórnendastöðu,“ segir ráðherra. Þak á fjölda sendiherra Guðlaugur Þór nefnir að hann hafi ekki skipað neinn nýjan sendiherra frá því að hann tók við embættinu snemma árs 2017. Hafi sendiherrar þá verið fjörutíu talsins og hafi þeim nu fækkað um fjóra. Ráðherrann segist ætla að leggja til breytingar á kerfinu. Segist hann vilja að fjöldi sendiherra ráðist framvegis mið af fjölda sendiskrifstofa sem utanríkisþjónustan starfrækir. „Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þeir verði hverju sinni ekki fleiri en fjöldi sendiskrifstofa að fimmtungi viðbættum. Í dag starfrækir utanríkisráðuneytið alls 25 sendiskrifstofur. Nái þessi breyting fram að ganga verður hámarksfjöldi sendiherra 30 en þeir eru í dag 36 talsins. Þetta þýðir að enginn sendiherra verður skipaður fyrr en þeim hefur fækkað niður fyrir þrjátíu miðað við óbreyttan fjölda sendiskrifstofa,“ segir Guðlaugur. Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. Stöður almennt auglýstar Þá mælir frumvarp ráðherrans fyrir um að sendiherrastöður verði auglýstar og umsækjendur skuli uppfylla lögákveðin hæfisskilyrði. Þó segir að ráðherra verði heimilt að „skipa einstakling tímabundið til allt að fimm ára í embætti sendiherra til að veita sendiskrifstofu forstöðu eða að gegna hlutverki sérstaks erindreka án þess að starfið yrði auglýst.“ Ekki verði þó heimilt að framlengja eða senda viðkomandi annað og fjöldi þeirra megi ekki nema meira en fimmtungi af heildarfjölda skipaðra sendiherra. „Að þessu marki yrði ráðherra áfram heimilt að leita út fyrir raðir fastra starfsmanna utanríkisþjónustunnar eftir sendiherrum sem hafa aflað sér sérþekkingar, reynslu og tengsla á öðrum vettvangi, svo sem í stjórnmálum eða í atvinnulífinu, til að annast afmörkuð verkefni í þágu hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi. Með þessu móti verður þeirri heimild, sem nú er ótakmörkuð, settar málefnalegar skorður,“ segir í greininni. Tímabundið sett lægra setta í embætti sendiherra Loks vill ráðherra sjá þá breytingu að ráðherra geti tímabundið sett lægra setta starfsmenn, sendifulltrúa, í embætti sendiherra. Þennan hóp fylla að jafnaði þeir sem eiga að baki langan og farsælan feril í þjónustunni og hafa unnið sig upp innan hennar án þess að vera orðnir sendiherrar. „Þessi breyting þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að nýta betur starfskrafta sendifulltrúa og veita einkum hæfileikaríku yngra fólki í utanríkisþjónustunni aukin tækifæri á framgangi í starfi,“ segir ráðherrann.
Utanríkismál Stjórnsýsla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira