Mannréttindi í sjávarútvegi Arnar Atlason skrifar 5. maí 2020 15:30 Í janúar 2019 skilaði Ríkisendurskoðun úttekt um Fiskistofu. Í úttektinni var meðal annars bent á að Fiskistofa hefði ekki rækt hlutverk sitt við eftirlit með yfirráðum tengdra aðila yfir veiðiheimildum landsins. Með öðrum orðum hafði stórútgerðum landsins tekist að komast í kringum í kringum margumrædd lög þar um. Samþjöppun hefur orðið slík að þrjár stærstu blokkirnar hafa nú yfirráð yfir u.þ.b. 43% af veiðiheimildum landsins. Í kjölfarið tók til starfa verkefnisstjórn sem meðal annars skyldi fjalla um þessi mál. Þessum hluta starfs verkefnisstjórnarinnar var svo hraðað enn frekar í kjölfar Samherjamálsins en hún skilaði af sér tillögum um efnið fyrir áramót eftir að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafði gefið loforð um slíkt. Í kjölfar tillagna verkefnisstjórnarinnar urðu til drög að frumvarpi. Þeim hafa verið gerð skil á öðrum vettvangi. Það sem vekur hins vegar athygli er umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um frumvarpsdrögin. SFS segir í umsögninni að hluti tillagnanna, sem snúa að eftirliti með samruna stærri fyrirtækja og hvað teljist tengdir aðilar, geti talist sérstakt áhyggjuefni og hluti þeirra geti hreinlega verið mannréttindabrot. Ef rétt getur talist að það varði við mannréttindi að löggjafinn hyggist veita samþjöppun mótvægi í einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar þá hlýtur að mega velta eftirfarandi spurningum um mannréttindi og brot á þeim fyrir sér. Er það mannréttindabrot að greiða lægri laun en sem nemur lögvörðum kjarasamningum? Í lögum um kjarasamninga sjómanna segir að selja skuli afla gegn hæsta verði. Sjómenn í landinu geta verið á allt að helmingi lægri launum en aðrir sjómenn vegna þess að sumar útgerðir greiða ekki laun samkvæmt hæsta verði. Er það brot á mannréttindum fiskverkafólks að flytja óunninn fisk úr landi til láglaunasvæðis með það eitt að markmiði að lágmarka kostnað við vinnslu fisksins með ráðningu starfsmanna á launum langt undir launum á Íslandi? Er það mannréttindabrot að fara gegn lögum um stjórn fiskveiða? Þar segir ákaflega skýrt í 1. grein: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Fyrirtæki sem flytja fisk til vinnslu erlendis geta varla verið að tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Er það mannréttindabrot þegar þjóðin verður af tekjum af auðlindum sínum, vegna þess að sérleyfishafar ástunda undirverðlagningu í milliverðlagningu innan fyrrirtækjakeðja sinna? Tilgangurinn er sá einn að komast hjá því að greiða gjöld samkvæmt lögum til samfélagsins. Mannréttindi eru mikilvæg en ekki léttvæg. Skal hér viðurkennt að hvorki málflutningur SFS um mannréttindi né framsetning mín hér að ofan geti talist brot á þeim. Hitt er annað mál að þegar umræðan er komin á það stig að útgerðarmenn stefna annars vegar ríkinu til að greiða sér milljarða króna vegna ákvarðana við stjórn á auðlindum almennings og gráta hins vegar að það sé brot á mannréttindum þeirra að takmarka möguleika þeirra á að sölsa meira en hæfilegt getur talist af þeim auðlindum undir sig, er kannski ekki skrýtið að það fjúki í rólyndisfólk eins og fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Mín von er að útgerðarmenn haldi áfram á sömu braut svo hægt verði að fara að hreyfa eitthvað við þessum málum. Kannski er eina leiðin að reita ráðamenn okkar svo mikið til reiði að þeir hugsanlega ranki við sér. Fyrir liggur að hægt er að auka tekjur þjóðarinnar af sjávarauðlindum gríðarlega, ef samkeppnissjónarmið fá að ráða í íslenskum sjávarútvegi. Þessar tekjur geta haft mikil áhrif á afkomu okkar landsmanna. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Arnar Atlason Mest lesið Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Sjá meira
Í janúar 2019 skilaði Ríkisendurskoðun úttekt um Fiskistofu. Í úttektinni var meðal annars bent á að Fiskistofa hefði ekki rækt hlutverk sitt við eftirlit með yfirráðum tengdra aðila yfir veiðiheimildum landsins. Með öðrum orðum hafði stórútgerðum landsins tekist að komast í kringum í kringum margumrædd lög þar um. Samþjöppun hefur orðið slík að þrjár stærstu blokkirnar hafa nú yfirráð yfir u.þ.b. 43% af veiðiheimildum landsins. Í kjölfarið tók til starfa verkefnisstjórn sem meðal annars skyldi fjalla um þessi mál. Þessum hluta starfs verkefnisstjórnarinnar var svo hraðað enn frekar í kjölfar Samherjamálsins en hún skilaði af sér tillögum um efnið fyrir áramót eftir að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafði gefið loforð um slíkt. Í kjölfar tillagna verkefnisstjórnarinnar urðu til drög að frumvarpi. Þeim hafa verið gerð skil á öðrum vettvangi. Það sem vekur hins vegar athygli er umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um frumvarpsdrögin. SFS segir í umsögninni að hluti tillagnanna, sem snúa að eftirliti með samruna stærri fyrirtækja og hvað teljist tengdir aðilar, geti talist sérstakt áhyggjuefni og hluti þeirra geti hreinlega verið mannréttindabrot. Ef rétt getur talist að það varði við mannréttindi að löggjafinn hyggist veita samþjöppun mótvægi í einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar þá hlýtur að mega velta eftirfarandi spurningum um mannréttindi og brot á þeim fyrir sér. Er það mannréttindabrot að greiða lægri laun en sem nemur lögvörðum kjarasamningum? Í lögum um kjarasamninga sjómanna segir að selja skuli afla gegn hæsta verði. Sjómenn í landinu geta verið á allt að helmingi lægri launum en aðrir sjómenn vegna þess að sumar útgerðir greiða ekki laun samkvæmt hæsta verði. Er það brot á mannréttindum fiskverkafólks að flytja óunninn fisk úr landi til láglaunasvæðis með það eitt að markmiði að lágmarka kostnað við vinnslu fisksins með ráðningu starfsmanna á launum langt undir launum á Íslandi? Er það mannréttindabrot að fara gegn lögum um stjórn fiskveiða? Þar segir ákaflega skýrt í 1. grein: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Fyrirtæki sem flytja fisk til vinnslu erlendis geta varla verið að tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Er það mannréttindabrot þegar þjóðin verður af tekjum af auðlindum sínum, vegna þess að sérleyfishafar ástunda undirverðlagningu í milliverðlagningu innan fyrrirtækjakeðja sinna? Tilgangurinn er sá einn að komast hjá því að greiða gjöld samkvæmt lögum til samfélagsins. Mannréttindi eru mikilvæg en ekki léttvæg. Skal hér viðurkennt að hvorki málflutningur SFS um mannréttindi né framsetning mín hér að ofan geti talist brot á þeim. Hitt er annað mál að þegar umræðan er komin á það stig að útgerðarmenn stefna annars vegar ríkinu til að greiða sér milljarða króna vegna ákvarðana við stjórn á auðlindum almennings og gráta hins vegar að það sé brot á mannréttindum þeirra að takmarka möguleika þeirra á að sölsa meira en hæfilegt getur talist af þeim auðlindum undir sig, er kannski ekki skrýtið að það fjúki í rólyndisfólk eins og fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Mín von er að útgerðarmenn haldi áfram á sömu braut svo hægt verði að fara að hreyfa eitthvað við þessum málum. Kannski er eina leiðin að reita ráðamenn okkar svo mikið til reiði að þeir hugsanlega ranki við sér. Fyrir liggur að hægt er að auka tekjur þjóðarinnar af sjávarauðlindum gríðarlega, ef samkeppnissjónarmið fá að ráða í íslenskum sjávarútvegi. Þessar tekjur geta haft mikil áhrif á afkomu okkar landsmanna. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ).
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun