Slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem stærri hópar mega koma saman Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2020 18:28 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir segir ljóst að slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem gefinn verði meiri afsláttur á fjöldatakmörkunum. Sundlaugar verði opnaðar á undan líkamsræktarstöðvum því þar sé smithætta mun minni. Tónlistarfólk saup hveljur þegar það heyrði sóttvarnalækni segja að tveggja metra reglan yrði haldin í heiðri út árið. Töldu tónlistarmenn sóttvarnalækni hafa skrifað upp á dánarvottorð tónlistarbransans með þeim tilmælum því ekki sé hægt að halda arðbæra tónleika með slíkum takmörkunum. „Það held ég að séu of hörð viðbrögð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það sem ég hef alltaf sagt er að menn þurfi að hafa í heiðri þessa tveggja metra reglu út árið en menn þurfi að slaka á henni eftir því sem á líður. Þetta þarf að vera grunnregla hjá fólki hvað varðar einstaklingsbundnar sýkingarvarnir að reyna sem mest að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En það er algjörlega augljóst að þegar eru komnir mjög margir saman og þegar líða tekur á árið og gefinn er meiri afsláttur á takmörkunum þá þurfa menn að slaka á tveggja metra reglunni líka,“ segir Þórólfur. Sem þýðir að eftir því sem stærri hópar mega koma saman, þarf að slaka á tveggja metra reglunni. Þannig að ef 2.000 manna samkomur verða leyfðar, þá verður tveggja metra reglan varla í hávegum höfð á þeim viðburðum? „Það segir sig nokkuð sjálft að það verður mjög erfitt,“ segir Þórólfur. Stefnt er að opnun sundlauga 18. maí en ekki líkamsræktarstöðvum. Hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd en Þórólfur segir ástæðuna einfalda, minni smithætta sé í sundlaugum en líkamsræktarstöðvum. „Að mínu mati eru snertifletir í líkamsræktarstöðvum miklu fleiri og smithættan miklu meiri heldur en í sundi. Þar fyrir utan er klórmagnið í laugunum mjög slæmt fyrir þessa veiru. Þannig að ég held að smithættan sé mun minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Hann segir engin smit hafa komið upp í líkamsræktarstöðvum svo best sé vitað. „En við erum ekki bara að einblína á þá staði þar sem smit hefur komið upp, heldur erum við að benda á þá staði og aðstæður sem geta orðið til þess að smit verði. Það er það sem við höfum verið að vinna með allan tímann og reyna að koma í veg fyrir.“ Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að hann hefði sínar kenningar varðandi það að sundlaugar muni opna á undan líkamsræktarstöðvum. Sagðist Björn hallast að því að um pólitík væri að ræða. Einhver beitti þrýstingi svo til að komast í sund. „Ég kannast ekki við að vera beittur neinum þrýstingi. Ég tel einfaldlega að smithættan sé meiri í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum, vegna þess að smitfletir eru fleiri í líkamsræktarstöðvum og meiri nánd þar en í sundi.“ Stefnt er að opnun líkamsræktarstöðvum þegar takmörkunum verður aflétt í næsta skrefi, mögulega um næstu mánaðamót. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Menning Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir ljóst að slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem gefinn verði meiri afsláttur á fjöldatakmörkunum. Sundlaugar verði opnaðar á undan líkamsræktarstöðvum því þar sé smithætta mun minni. Tónlistarfólk saup hveljur þegar það heyrði sóttvarnalækni segja að tveggja metra reglan yrði haldin í heiðri út árið. Töldu tónlistarmenn sóttvarnalækni hafa skrifað upp á dánarvottorð tónlistarbransans með þeim tilmælum því ekki sé hægt að halda arðbæra tónleika með slíkum takmörkunum. „Það held ég að séu of hörð viðbrögð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það sem ég hef alltaf sagt er að menn þurfi að hafa í heiðri þessa tveggja metra reglu út árið en menn þurfi að slaka á henni eftir því sem á líður. Þetta þarf að vera grunnregla hjá fólki hvað varðar einstaklingsbundnar sýkingarvarnir að reyna sem mest að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En það er algjörlega augljóst að þegar eru komnir mjög margir saman og þegar líða tekur á árið og gefinn er meiri afsláttur á takmörkunum þá þurfa menn að slaka á tveggja metra reglunni líka,“ segir Þórólfur. Sem þýðir að eftir því sem stærri hópar mega koma saman, þarf að slaka á tveggja metra reglunni. Þannig að ef 2.000 manna samkomur verða leyfðar, þá verður tveggja metra reglan varla í hávegum höfð á þeim viðburðum? „Það segir sig nokkuð sjálft að það verður mjög erfitt,“ segir Þórólfur. Stefnt er að opnun sundlauga 18. maí en ekki líkamsræktarstöðvum. Hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd en Þórólfur segir ástæðuna einfalda, minni smithætta sé í sundlaugum en líkamsræktarstöðvum. „Að mínu mati eru snertifletir í líkamsræktarstöðvum miklu fleiri og smithættan miklu meiri heldur en í sundi. Þar fyrir utan er klórmagnið í laugunum mjög slæmt fyrir þessa veiru. Þannig að ég held að smithættan sé mun minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Hann segir engin smit hafa komið upp í líkamsræktarstöðvum svo best sé vitað. „En við erum ekki bara að einblína á þá staði þar sem smit hefur komið upp, heldur erum við að benda á þá staði og aðstæður sem geta orðið til þess að smit verði. Það er það sem við höfum verið að vinna með allan tímann og reyna að koma í veg fyrir.“ Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að hann hefði sínar kenningar varðandi það að sundlaugar muni opna á undan líkamsræktarstöðvum. Sagðist Björn hallast að því að um pólitík væri að ræða. Einhver beitti þrýstingi svo til að komast í sund. „Ég kannast ekki við að vera beittur neinum þrýstingi. Ég tel einfaldlega að smithættan sé meiri í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum, vegna þess að smitfletir eru fleiri í líkamsræktarstöðvum og meiri nánd þar en í sundi.“ Stefnt er að opnun líkamsræktarstöðvum þegar takmörkunum verður aflétt í næsta skrefi, mögulega um næstu mánaðamót.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Menning Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira