Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Kristján Már Unnarsson skrifar 5. maí 2020 22:03 Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir þetta mikið fagnaðarefni og löngu tímabært að losna við þennan hættulega kafla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kafli Vesturlandsvegar við Lágafell í Mosfellsbæ, milli Skarhólabrautar og Langatanga, er aðeins þriggja akreina og ekkert vegrið sem skilur á milli akstursstefna. Núna er komið að því að bæta úr en tilboð í breikkun vegarins í fjórar akreinar voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Nánar um verkið hér: Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Hér má sjá tilboðin og áætlaðan verktakakostnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson, Stöð 2. Athygli vekur að öll tilboðin fjögur voru vel undir 706 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Það lægsta átti Loftorka, upp á 490 milljónir króna, eða 69,5 prósent af áætlun en einnig buðu í verkið Grafa og grjót, Ístak og Háfell. Bæjarstjóri þeirra Mosfellinga segir bæjarbúa fagna enda hafi menn beðið eftir þessu í mörg ár og lengi þrýst á endurbætur. Vegarkaflinn er 1,1 kílómetra langur.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þetta er náttúrlega einn umferðarmesti þjóðvegur landsins sem fer hérna í gegnum Mosfellsbæ,“ segir Haraldur Sverrisson. „Hann er 2+1 vegur í dag og ekki með aðskildum akreinum. Þannig að hann hefur bæði verið mikill flöskuháls varðandi umferðina hér í gegn, sérstaklega þegar hún er mikil á föstudags eftirmiðdögum, sunnudögum líka, og svo bara gegnumsneitt svo sem orðið. Og svo er þetta líka bara hættulegur vegur og alls ekki miðaður við nútíma staðla." Til að koma fjórðu akreinni fyrir og miðeyju með vegriði þarf að skera bergið inn í Lágafell og fjarlægja göngustíginn.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þannig að þetta er löngu tímabær framkvæmd og mikið fagnaðarefni,“ segir bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Verkið á að vinna rösklega því samkvæmt útboðslýsingu skal því að fullu lokið vel fyrir næstu jól, eigi síðar en 1. desember. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Mosfellsbær Tengdar fréttir Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir þetta mikið fagnaðarefni og löngu tímabært að losna við þennan hættulega kafla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kafli Vesturlandsvegar við Lágafell í Mosfellsbæ, milli Skarhólabrautar og Langatanga, er aðeins þriggja akreina og ekkert vegrið sem skilur á milli akstursstefna. Núna er komið að því að bæta úr en tilboð í breikkun vegarins í fjórar akreinar voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Nánar um verkið hér: Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Hér má sjá tilboðin og áætlaðan verktakakostnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson, Stöð 2. Athygli vekur að öll tilboðin fjögur voru vel undir 706 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Það lægsta átti Loftorka, upp á 490 milljónir króna, eða 69,5 prósent af áætlun en einnig buðu í verkið Grafa og grjót, Ístak og Háfell. Bæjarstjóri þeirra Mosfellinga segir bæjarbúa fagna enda hafi menn beðið eftir þessu í mörg ár og lengi þrýst á endurbætur. Vegarkaflinn er 1,1 kílómetra langur.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þetta er náttúrlega einn umferðarmesti þjóðvegur landsins sem fer hérna í gegnum Mosfellsbæ,“ segir Haraldur Sverrisson. „Hann er 2+1 vegur í dag og ekki með aðskildum akreinum. Þannig að hann hefur bæði verið mikill flöskuháls varðandi umferðina hér í gegn, sérstaklega þegar hún er mikil á föstudags eftirmiðdögum, sunnudögum líka, og svo bara gegnumsneitt svo sem orðið. Og svo er þetta líka bara hættulegur vegur og alls ekki miðaður við nútíma staðla." Til að koma fjórðu akreinni fyrir og miðeyju með vegriði þarf að skera bergið inn í Lágafell og fjarlægja göngustíginn.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þannig að þetta er löngu tímabær framkvæmd og mikið fagnaðarefni,“ segir bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Verkið á að vinna rösklega því samkvæmt útboðslýsingu skal því að fullu lokið vel fyrir næstu jól, eigi síðar en 1. desember. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Mosfellsbær Tengdar fréttir Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18
Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44