Skammaði borgarfulltrúa fyrir að eyða tíma í tilgangslaust „argaþras“ um götulokanir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2020 22:09 Hildur Björnsdóttir var ekki hrifinn af því hversu mikill tími fór í að ræða götulokanir í miðbænum. Vísir/Vilhelm Tillaga Miðflokksins í borgarstjórn um að fallið verði frá lokunum á göngugötum í miðborg Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um málið. Hún segir það ótrúlegt að „argaþras um það hvort bílar eða fólk eigi að njóta forgangs á 400 metra vegspotta í miðborginni“ sé það sem helsta heyrist frá borgarstjórnarfulltrúum í opinberri umræðu á sama tíma og mikil efnahagslægð gengur yfir landið. Götulokanir í miðbænum hafa verið vinsælt þrætuepli á meðal borgarfulltrúa undanfarin ár og umræðan um ágæti þess að loka hluta Laugavegar fyrir umferð ökutækja komst aftur á flug eftir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, sagðist ætla að taka það til skoðunar hvort loka mætti götum fyrir bílaumferð svo auðveldara væri fyrir gangandi vegfarendur að virða tveggja metra regluna. Skipulags- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum þann 29. apríl síðastliðinn tillögu að göngugötum Laugaveg frá Klapparstíg að Ingólfsstræti, Vegamótastíg frá Laugavegi að Grettisgötu, Skólavörðustíg frá Bergstaðastræti að Laugavegi. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gerði athugasemd við þessa tillög og boðaði að hún myndi leggja fram tillögu í borgarstjórn um að fallið yrði frá frá boðuðum lokunum á Laugavegi, Vegamótastíg og Skólavörðustíg, sem hún og gerði. Skaut á borgarstjóra og Vigdísi Tillaga var til umræðu í borgarstjórnarfundi í dag þar sem hún var felld með þrettán atkvæðum gegn átta. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hjá. Í ræðu hennar um tillöguna skaut hún bæði á Dag borgarstjóra og Vigdísi. Borgarstórn Reykjavíkur fundar í dag.Visir/Vilhelm „Ég verð að segja eins og er. Það hefur valdið mér verulegum vonbrigðum að fylgjast með umræðu borgarfulltrúa í fjölmiðlum síðustu vikur. Ekki síst borgarstjóra sem hefur vart sést í opinberri umræðu undanfarið nema til að ræða göngugötur,“ sagði Hildur. Á meðan atvinnuleysi mældist hátt vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins og þjóðin stæði frammi fyrir djúpri efnahagslegri lægð væru þarfari málefni sem þyrfti að ræða. Umræðu um tillöguna má sjá hér að neðan undir lið 4 í myndbandinu. „Fyrirtæki róa lífróður, ferðaþjónustan er í dauðatygjunum og afkomu heimilanna er ógnað. Fólk hefur beðið heilsutjón, orðið fyrir atvinnumissi og þurft að þola mikla félagslega einangrun. Viðfangsefnin framundan eru flókin og brýn, og fólkið í borginni treystir á okkur. Nú sem aldrei fyrr. En nei, það eina sem heyrist frá borgarfulltrúum í opinberri umræðu er argaþras um það hvort bílar eða fólk eigi að njóta forgangs á 400 metra vegspotta í miðborginni. Mál sem fékk afgreiðslu fyrir nær tveimur árum síðar. Og hefur fengið afgreiðslu oft síðan. Orðinn hlutur.“ sagði Hildur. Laugavegurinn hefur verið fámennur það sem af er vori.Vísir/Vilhelm Þannig væri faraldurinn dauðans alvara fyrir suma. „Samkomubann hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fólk í ofbeldissamböndum og börn á ofbeldisheimilum. Tvær konur hafa látið lífið af völdum heimilisofbeldis. Tilkynningar til barnaverndar um börn í yfirvofandi hættu, hafa margfaldast. Lítil börn, sem búa við ofbeldi á sínum heimilum, hafa ekki átt kost á sínum venjubundnu björgum, að mæta í skóla eða inn á önnur heimili – því þjóðin hefur setið föst í samkomubanni. Fólk verður fyrir ofbeldi inni á eigin heimili - og þið ræðið varla nokkuð annað á opinberum vettvangi, en það - hvort bílar eða fólk skuli eiga forgang á 400 metra vegspotta í miðborginni,“ sagði Hildur. Bætti hún við að „engan nýjan sannleik“ væri að finna í umræðum um þetta mál, afstaða borgarfulltrúa væru öllum ljós og tíma borgarstjórnar væri til dæmis betur varið í að ræða leiðir til að gera útfærslu göngugatna betri. „Það þekkja allir afstöðu borgarfulltrúa til göngugatna. Þar er engan nýjan sannleik að finna. Látlausar umræður og atkvæðagreiðslur um göngugötur – munu engu breyta. Ég hyggst ekki verja mínum tíma í linnulausar umræður um orðinn hlut. Mitt pólitíska erindi er annað og ég hyggst ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu um þetta mál hér í dag.“ Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Göngugötur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Tillaga Miðflokksins í borgarstjórn um að fallið verði frá lokunum á göngugötum í miðborg Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um málið. Hún segir það ótrúlegt að „argaþras um það hvort bílar eða fólk eigi að njóta forgangs á 400 metra vegspotta í miðborginni“ sé það sem helsta heyrist frá borgarstjórnarfulltrúum í opinberri umræðu á sama tíma og mikil efnahagslægð gengur yfir landið. Götulokanir í miðbænum hafa verið vinsælt þrætuepli á meðal borgarfulltrúa undanfarin ár og umræðan um ágæti þess að loka hluta Laugavegar fyrir umferð ökutækja komst aftur á flug eftir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, sagðist ætla að taka það til skoðunar hvort loka mætti götum fyrir bílaumferð svo auðveldara væri fyrir gangandi vegfarendur að virða tveggja metra regluna. Skipulags- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum þann 29. apríl síðastliðinn tillögu að göngugötum Laugaveg frá Klapparstíg að Ingólfsstræti, Vegamótastíg frá Laugavegi að Grettisgötu, Skólavörðustíg frá Bergstaðastræti að Laugavegi. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gerði athugasemd við þessa tillög og boðaði að hún myndi leggja fram tillögu í borgarstjórn um að fallið yrði frá frá boðuðum lokunum á Laugavegi, Vegamótastíg og Skólavörðustíg, sem hún og gerði. Skaut á borgarstjóra og Vigdísi Tillaga var til umræðu í borgarstjórnarfundi í dag þar sem hún var felld með þrettán atkvæðum gegn átta. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hjá. Í ræðu hennar um tillöguna skaut hún bæði á Dag borgarstjóra og Vigdísi. Borgarstórn Reykjavíkur fundar í dag.Visir/Vilhelm „Ég verð að segja eins og er. Það hefur valdið mér verulegum vonbrigðum að fylgjast með umræðu borgarfulltrúa í fjölmiðlum síðustu vikur. Ekki síst borgarstjóra sem hefur vart sést í opinberri umræðu undanfarið nema til að ræða göngugötur,“ sagði Hildur. Á meðan atvinnuleysi mældist hátt vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins og þjóðin stæði frammi fyrir djúpri efnahagslegri lægð væru þarfari málefni sem þyrfti að ræða. Umræðu um tillöguna má sjá hér að neðan undir lið 4 í myndbandinu. „Fyrirtæki róa lífróður, ferðaþjónustan er í dauðatygjunum og afkomu heimilanna er ógnað. Fólk hefur beðið heilsutjón, orðið fyrir atvinnumissi og þurft að þola mikla félagslega einangrun. Viðfangsefnin framundan eru flókin og brýn, og fólkið í borginni treystir á okkur. Nú sem aldrei fyrr. En nei, það eina sem heyrist frá borgarfulltrúum í opinberri umræðu er argaþras um það hvort bílar eða fólk eigi að njóta forgangs á 400 metra vegspotta í miðborginni. Mál sem fékk afgreiðslu fyrir nær tveimur árum síðar. Og hefur fengið afgreiðslu oft síðan. Orðinn hlutur.“ sagði Hildur. Laugavegurinn hefur verið fámennur það sem af er vori.Vísir/Vilhelm Þannig væri faraldurinn dauðans alvara fyrir suma. „Samkomubann hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fólk í ofbeldissamböndum og börn á ofbeldisheimilum. Tvær konur hafa látið lífið af völdum heimilisofbeldis. Tilkynningar til barnaverndar um börn í yfirvofandi hættu, hafa margfaldast. Lítil börn, sem búa við ofbeldi á sínum heimilum, hafa ekki átt kost á sínum venjubundnu björgum, að mæta í skóla eða inn á önnur heimili – því þjóðin hefur setið föst í samkomubanni. Fólk verður fyrir ofbeldi inni á eigin heimili - og þið ræðið varla nokkuð annað á opinberum vettvangi, en það - hvort bílar eða fólk skuli eiga forgang á 400 metra vegspotta í miðborginni,“ sagði Hildur. Bætti hún við að „engan nýjan sannleik“ væri að finna í umræðum um þetta mál, afstaða borgarfulltrúa væru öllum ljós og tíma borgarstjórnar væri til dæmis betur varið í að ræða leiðir til að gera útfærslu göngugatna betri. „Það þekkja allir afstöðu borgarfulltrúa til göngugatna. Þar er engan nýjan sannleik að finna. Látlausar umræður og atkvæðagreiðslur um göngugötur – munu engu breyta. Ég hyggst ekki verja mínum tíma í linnulausar umræður um orðinn hlut. Mitt pólitíska erindi er annað og ég hyggst ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu um þetta mál hér í dag.“
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Göngugötur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira