Forstjóri almannavarna Svíþjóðar taldi jólaferð til Kanaríeyja nauðsynlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 20:18 Dan Eliasson, forstjóri almannavarna í Svíþjóð. JANERIK HENRIKSSON/EPA Dan Eliasson, framkvæmdastjóri almannavarna í Svíþjóð, hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu fyrir ferð sína til Las Palmas um jólin. Sjálfur segir hann ferðina hafa verið nauðsynlega. Sænski miðillinn Expressen greinir frá og segir að almannvarnastofnun Svíþjóðar, MSB, sem leikið hefur stórt hlutverk í baráttu við útbreiðslu veirunnar í Svíþjóð, hafi ítrekað ráðið fólki frá óþarfa ferðalögum. Þar að auki hafi Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, bent á að ferðalög út fyrir landsteinana gætu verið varasöm þar sem ferðatakmarkanir mismunandi landa gætu breyst með litlum fyrirvara. Þrátt fyrir þetta virðist Eliasson hafa ákveðið að ferðast til Kanaríeyjunnar Las Palmas fyrir jólin. Frá þessu var greint á næst síðasta degi síðasta árs. Hann hefur nú tjáð sig um ferðalag sitt, sem hann segir hafa verið nauðsynlegt. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ferðalagið hafi verið nauðsynlegt. Ég á dóttur sem býr hér og starfar. Ég fagnaði jólunum með henni og fjölskyldu minni,“ hefur Expressen eftir Eliasson. Íhugaði ekki að hætta við eftir útgáfu nýrra ráðlegginga Expressen bendir þá á ráðleggingar Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar um ferðalög sem gefnar voru út 14. desember, þar sem allir voru hvattir til þess að ferðast með fyllstu varúð og reyna að draga sem mest úr ferðalögum. Auk þess var fólk hvatt til þess að spyrja sig hvort fyrirhugaðar ferðir væru raunverulega nauðsynlegar. Eliasson kveðst hafa bókað ferðina, sem farin var 19. desember, tíu til fjórtán dögum fyrir brottför. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa íhugað að hætta við ferðina eftir að lýðheilsustofnunin gaf út sínar ferðaráðleggingar. „Við verðum alltaf að forðast ónauðsynleg ferðalög. Ég er búinn að hætta við fjölda ferðalaga. En í þetta skiptið vildum við fagna jólunum saman,“ sagði Eliasson sem kvaðst hafa unnið í jólafríinu með hjálp fjarfundabúnaðar. Þá sagðist hann þegar hafa gert ráðstafanir um hvernig heimferðinni yrði háttað ef ferðatakmarkanir til Svíþjóðar eða frá Las Palmas myndu skyndilega breytast. Hann sagðist þá taka faraldur kórónuveirunnar afar alvarlega, en sagðist telja að Las Palmas væri einn öruggasti staðurinn í Evrópu með tilliti til þess. Eliasson var einnig spurður hvort hann teldi ferð sína réttlætanlega. „Algjörlega,“ svaraði Eliasson. Forsætisráðherrann einnig verið gagnrýndur Á dögunum fyrir jól var Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, harðlega gagnrýndur eftir að til hans sást í Gallerian, verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur. Haft var eftir Mikael Lindström upplýsingafulltrúa Löfven að forsætisráðherra hafi verið í verslunarmiðstöðinni í „vandlega skipulögðum erindagjörðum“ umræddan dag. Expressen greindi þá frá því að hann hafi jafnframt gert sér ferð í Gallerian tvisvar áður í desember. Morgan Johansson dómsmálaráðherra Svía hefur einnig sætt gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. Löfven, sem er samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölum þetta árið vegna kórónuveirufaraldursins. Löfven sagði jafnframt að Johansson hefði verið „óvarkár“ með verslunarferð sinni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. 29. desember 2020 17:36 Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. 28. desember 2020 10:27 Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Sjá meira
Sænski miðillinn Expressen greinir frá og segir að almannvarnastofnun Svíþjóðar, MSB, sem leikið hefur stórt hlutverk í baráttu við útbreiðslu veirunnar í Svíþjóð, hafi ítrekað ráðið fólki frá óþarfa ferðalögum. Þar að auki hafi Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, bent á að ferðalög út fyrir landsteinana gætu verið varasöm þar sem ferðatakmarkanir mismunandi landa gætu breyst með litlum fyrirvara. Þrátt fyrir þetta virðist Eliasson hafa ákveðið að ferðast til Kanaríeyjunnar Las Palmas fyrir jólin. Frá þessu var greint á næst síðasta degi síðasta árs. Hann hefur nú tjáð sig um ferðalag sitt, sem hann segir hafa verið nauðsynlegt. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ferðalagið hafi verið nauðsynlegt. Ég á dóttur sem býr hér og starfar. Ég fagnaði jólunum með henni og fjölskyldu minni,“ hefur Expressen eftir Eliasson. Íhugaði ekki að hætta við eftir útgáfu nýrra ráðlegginga Expressen bendir þá á ráðleggingar Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar um ferðalög sem gefnar voru út 14. desember, þar sem allir voru hvattir til þess að ferðast með fyllstu varúð og reyna að draga sem mest úr ferðalögum. Auk þess var fólk hvatt til þess að spyrja sig hvort fyrirhugaðar ferðir væru raunverulega nauðsynlegar. Eliasson kveðst hafa bókað ferðina, sem farin var 19. desember, tíu til fjórtán dögum fyrir brottför. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa íhugað að hætta við ferðina eftir að lýðheilsustofnunin gaf út sínar ferðaráðleggingar. „Við verðum alltaf að forðast ónauðsynleg ferðalög. Ég er búinn að hætta við fjölda ferðalaga. En í þetta skiptið vildum við fagna jólunum saman,“ sagði Eliasson sem kvaðst hafa unnið í jólafríinu með hjálp fjarfundabúnaðar. Þá sagðist hann þegar hafa gert ráðstafanir um hvernig heimferðinni yrði háttað ef ferðatakmarkanir til Svíþjóðar eða frá Las Palmas myndu skyndilega breytast. Hann sagðist þá taka faraldur kórónuveirunnar afar alvarlega, en sagðist telja að Las Palmas væri einn öruggasti staðurinn í Evrópu með tilliti til þess. Eliasson var einnig spurður hvort hann teldi ferð sína réttlætanlega. „Algjörlega,“ svaraði Eliasson. Forsætisráðherrann einnig verið gagnrýndur Á dögunum fyrir jól var Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, harðlega gagnrýndur eftir að til hans sást í Gallerian, verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur. Haft var eftir Mikael Lindström upplýsingafulltrúa Löfven að forsætisráðherra hafi verið í verslunarmiðstöðinni í „vandlega skipulögðum erindagjörðum“ umræddan dag. Expressen greindi þá frá því að hann hafi jafnframt gert sér ferð í Gallerian tvisvar áður í desember. Morgan Johansson dómsmálaráðherra Svía hefur einnig sætt gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. Löfven, sem er samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölum þetta árið vegna kórónuveirufaraldursins. Löfven sagði jafnframt að Johansson hefði verið „óvarkár“ með verslunarferð sinni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. 29. desember 2020 17:36 Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. 28. desember 2020 10:27 Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Sjá meira
Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. 29. desember 2020 17:36
Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. 28. desember 2020 10:27
Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48