Nú vill ítalska liðið hins vegar halda Diallo hjá félaginu og vonast sjórinn Gian Piero Gasperini til þess að hann verði lánaður til baka út leiktíðina.
Stjörnuleikmaðurinn Papu Gomez er nefnilega kominn út í kuldann eftir stríð við Gasperini og leita Atalanta menn því eftir eftirmanni hans.
„Við erum með Amad Diallo sem gæti verið góð lausn í stað Papu Gomez en Manchester á hann. Vonandi getum við fengið að halda honum í nokkra mánuði í viðbót,“ sagði Gasperini.
„Mér líkar vel við hann. Ég gæti vel hugsað mér að hafa hann þangað til í júní en þetta er undir félagi hans komið.“
Ummæli Gasperini koma á óvart því hinn átján ára gamli Diallo hefur ekki fengið mörg tækifæri eftir að skiptin til United urðu staðfest.
Blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir hins vegar að bæði vilji United og leikmannsins sé að hann fari til Englands nú í janúar.
Atalanta manager Gian Piero Gasperini announced today in press conference that they re working to keep Amad Diallo on loan until June .
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 2, 2021
... but Manchester United want Amad to join the club immediatly and not in June. And @Amaddiallo79 priority is to join #MUFC right now.