„Jamal Musaila er besti enski leikmaðurinn sem þú hefur aldrei heyrt um“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. janúar 2021 10:01 Jamal Musiala í leik með Bayern gegn Leverkusen skömmu fyrir jól. Alex Gottschalk/Getty Það eru væntanlega fáir sem þekkja til Englendingsins Jamal Musiala en þessi sautján ára leikmaður er á mál hjá Bayern Munchen þar sem hann er búinn að brjótast inn í aðallið félagsins. Rob Draper, á Daily Mail, skrifaði grein um Jamal á Mail Online í gærkvöldi en þar segir hann að Jamal sé „besti leikmaður sem þú hefur ekki heyrt um og að hann gæti orðið næsta stjarna Englands, ef Þýskaland nær honum ekki fyrst.“ Ungir enskir leikmenn hafa gert það gott í Þýskalandi að undanförnu. Jadon Sancho fór til Dortmund og Jude Bellingham fetaði í hans fótspor en Musaila skrifaði sig í sögubækurnar hjá bayern í júní á síðasta mánuði er hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til þess að spila í úrvalsdeildinni. Bayern's Jamal Musiala is the best English player you've never heard of | @Draper_Rob https://t.co/HvL2lZNDIP— MailOnline Sport (@MailSport) January 2, 2021 Þá var hann sautján ára og 205 daga er hann kom inn á gegn Freiburg en hann skoraði svo sitt fyrsta mark í september síðastliðnum gegn Schalke. Hann spilaði svo fyrsta leikinn sinn í Meistaradeildinni í desember svo hann er búinn að fá þó nokkra reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Þessi sóknarþenkjandi leikmaður ólst upp í Þýskalandi en hann á nígerískan föður og þýska móður. Hann flutti þó til Englands sjö ára gamall, til Southampton, þar sem hann var í stuttan tíma áður en hann snéri aftur til Þýskalands. Aftur var þó förinni heitið til Englands en nú til London þar sem Chelsea varð áfangastaðurinn. Hann kom til Englands árið 2011 á nýjan leik og var þar í átta ár áður en hann gekk í raðir Bayern Munchen á nýjan leik árið 2019. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum en talið er að Manchester United og Liverpool fylgist vel með gangi mála hjá honum. Þó eru Bæjarar taldir vilja framlengja samning sinn. Musiala getur valið þrjár þjóðir til að spila fyrir; Nígeríu, England og Þýskaland en talið er að England sé í bílstjórasætinu. Hann spilaði fyrir U21-ára lið þeirra í nóvember er hann skoraði meðal annars í 5-0 sigrinum á Albönum. Bæði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, og Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, hafa sett sig í samband við leikmanninn. Thank you for your support during 2020. Happy and healthy New Year to everyone. I am really looking forward to 2021 pic.twitter.com/xz9ppFDrQg— Jamal Musiala (@JamalMusiala) December 31, 2020 Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Rob Draper, á Daily Mail, skrifaði grein um Jamal á Mail Online í gærkvöldi en þar segir hann að Jamal sé „besti leikmaður sem þú hefur ekki heyrt um og að hann gæti orðið næsta stjarna Englands, ef Þýskaland nær honum ekki fyrst.“ Ungir enskir leikmenn hafa gert það gott í Þýskalandi að undanförnu. Jadon Sancho fór til Dortmund og Jude Bellingham fetaði í hans fótspor en Musaila skrifaði sig í sögubækurnar hjá bayern í júní á síðasta mánuði er hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til þess að spila í úrvalsdeildinni. Bayern's Jamal Musiala is the best English player you've never heard of | @Draper_Rob https://t.co/HvL2lZNDIP— MailOnline Sport (@MailSport) January 2, 2021 Þá var hann sautján ára og 205 daga er hann kom inn á gegn Freiburg en hann skoraði svo sitt fyrsta mark í september síðastliðnum gegn Schalke. Hann spilaði svo fyrsta leikinn sinn í Meistaradeildinni í desember svo hann er búinn að fá þó nokkra reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Þessi sóknarþenkjandi leikmaður ólst upp í Þýskalandi en hann á nígerískan föður og þýska móður. Hann flutti þó til Englands sjö ára gamall, til Southampton, þar sem hann var í stuttan tíma áður en hann snéri aftur til Þýskalands. Aftur var þó förinni heitið til Englands en nú til London þar sem Chelsea varð áfangastaðurinn. Hann kom til Englands árið 2011 á nýjan leik og var þar í átta ár áður en hann gekk í raðir Bayern Munchen á nýjan leik árið 2019. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum en talið er að Manchester United og Liverpool fylgist vel með gangi mála hjá honum. Þó eru Bæjarar taldir vilja framlengja samning sinn. Musiala getur valið þrjár þjóðir til að spila fyrir; Nígeríu, England og Þýskaland en talið er að England sé í bílstjórasætinu. Hann spilaði fyrir U21-ára lið þeirra í nóvember er hann skoraði meðal annars í 5-0 sigrinum á Albönum. Bæði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, og Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, hafa sett sig í samband við leikmanninn. Thank you for your support during 2020. Happy and healthy New Year to everyone. I am really looking forward to 2021 pic.twitter.com/xz9ppFDrQg— Jamal Musiala (@JamalMusiala) December 31, 2020
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira