Hiti í dag verður á bilinu núll til átta stig, hlýjast á Austfjörðum. Í nótt nálgast svo úrkomusvæðið landið að sunnan og rignir því um tíma syðst á landinu.
„Heldur hægari vestlægir vindar á morgun, él á víð og dreif, en úrkomulaust að kalla fyrir austan og kólnandi veður.
Á miðvikudag er búist við norðvestanátt með stöku éljum á Norður- og Austurlandi, en léttir til fyrir sunnan og vestan og kólnar talsvert, en á fimmtudagkvöld gæti farið að snjóa á vesturhelmingi landsins,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Veðurhorfur á landinu:
Suðvestan 10-18 m/s og skúrir eða él, hvassast NV-lands, en bjart með köflum eystra. Fer að rigna syðst í nótt. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast austast.
Vestlæg átt, 3-10 og dálítil él á morgun, en þurrt að mestu eystra. Hiti nærri frostmarki.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt, 3-8 m/s og él, en 8-13 og slydda eða rigning SA-lands og snjókoma til fjalla. Hiti 1 til 6 stig, en kólnar seinni partinn.
Á miðvikudag:
Norðvestan 8-13 m/s og él eða dálítil snjókoma á N- og A-landi, en annars léttskýjað. Frost 5 til 10 stig.
Á fimmtudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt, víða bjartviðri og talsvert frost, en vaxandi suðvestanátt með snjókomu V-til um kvöldið og hlýnar.
Á föstudag:
Allhvöss eða hvöss suðvestanátt með rigningu eða slyddu, en snjókomu um kvöldið. Úrkomulítið NA-lands. Hlýnar í bili.