Allt að 600 milljóna kostnaður við hreinsunarstarf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2021 13:41 Mörg hús skemmdust mikið eða alveg í aurskriðunum í desember. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. Ekki liggur fyrir endanleg kostnaðaráætlun en ætla má að uppgröftur og hreinsunarstarf sem nú er hafið í bænum komi til með að kosta á bilinu 300-600 milljónir miðað við grófa áætlun að ræða varðandi tiltekna þætti hreinsunarstarfsins, að því er segir á vef stjórnarráðsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ýmsa þætti þurfi að skoða hvað varðar aðkomu ríkisins af eftirmálum skriðunnar. Skipaður hefur verið starfshópur, undir forystu forsætisráðuneytisins, sem ætlað að fylgja eftir málum er varða aðkomu ríkisins að hreinsun á svæðinu og öðrum aðgerðum sem styðja við að koma samfélaginu í starfhæft horf á ný. „Þarna eru mörg friðuð hús þar sem er mikið tjón fyrir utan Tækniminjasafnið. Mennta- og menningamálaráðuneytið mun koma inn í þessa vinnu vegna þessa mikla minjagildis sem þarna er“, segir Katrín. Í minnisblaði forsætisráðherra sem lagt var fyrir ríkisstjórn í morgun segir að umfangsmikið starf sé fram undan við að tryggja öryggi í bænum til frambúðar en uppbygging ofanflóðavarna og vöktun Veðurstofunnar var einnig til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Aðspurð um heildartjón vegna hamfaranna segir Katrín að Náttúruhamfaratrygginar Íslands séu að vinna að því að meta tjónið. „Við getum séð að það er mikið,“ segir Katrín. „Við höfum rætt það að það geti hlaupið á einum til tveimur milljörðum að minnsta kosti.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði en ákveðin hætta enn til staðar Áfram er í gildi óbreytt rýming á því svæði á Seyðisfirði sem kynnt var fyrir áramót. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórinn á Austurlandi auk vettvangsstjórn og ráðgjafa funduðu í morgun vegna hreinsunarstarfs eftir aurskriðurnar sem þar féllu. 3. janúar 2021 12:58 Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23 Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Ekki liggur fyrir endanleg kostnaðaráætlun en ætla má að uppgröftur og hreinsunarstarf sem nú er hafið í bænum komi til með að kosta á bilinu 300-600 milljónir miðað við grófa áætlun að ræða varðandi tiltekna þætti hreinsunarstarfsins, að því er segir á vef stjórnarráðsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ýmsa þætti þurfi að skoða hvað varðar aðkomu ríkisins af eftirmálum skriðunnar. Skipaður hefur verið starfshópur, undir forystu forsætisráðuneytisins, sem ætlað að fylgja eftir málum er varða aðkomu ríkisins að hreinsun á svæðinu og öðrum aðgerðum sem styðja við að koma samfélaginu í starfhæft horf á ný. „Þarna eru mörg friðuð hús þar sem er mikið tjón fyrir utan Tækniminjasafnið. Mennta- og menningamálaráðuneytið mun koma inn í þessa vinnu vegna þessa mikla minjagildis sem þarna er“, segir Katrín. Í minnisblaði forsætisráðherra sem lagt var fyrir ríkisstjórn í morgun segir að umfangsmikið starf sé fram undan við að tryggja öryggi í bænum til frambúðar en uppbygging ofanflóðavarna og vöktun Veðurstofunnar var einnig til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Aðspurð um heildartjón vegna hamfaranna segir Katrín að Náttúruhamfaratrygginar Íslands séu að vinna að því að meta tjónið. „Við getum séð að það er mikið,“ segir Katrín. „Við höfum rætt það að það geti hlaupið á einum til tveimur milljörðum að minnsta kosti.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði en ákveðin hætta enn til staðar Áfram er í gildi óbreytt rýming á því svæði á Seyðisfirði sem kynnt var fyrir áramót. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórinn á Austurlandi auk vettvangsstjórn og ráðgjafa funduðu í morgun vegna hreinsunarstarfs eftir aurskriðurnar sem þar féllu. 3. janúar 2021 12:58 Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23 Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði en ákveðin hætta enn til staðar Áfram er í gildi óbreytt rýming á því svæði á Seyðisfirði sem kynnt var fyrir áramót. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórinn á Austurlandi auk vettvangsstjórn og ráðgjafa funduðu í morgun vegna hreinsunarstarfs eftir aurskriðurnar sem þar féllu. 3. janúar 2021 12:58
Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23
Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00